Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2022 16:10 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziółkowska, fráfarandi formaður. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Fjallað var um það í síðustu viku að Efling hafi samið við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum, um vefsíðugerð. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði Agnieszka Ewu Ziółkowska, sitjandi formaður Eflingar, að því á nýlegum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Viðar segir að Agnieszka hafi óskað eftir athugun Deloitte, sem fari með endurskoðun ársreikninga Eflingar, og félagið hafi nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Neitað að veita skýringar „Fráfarandi formaður, Agnieszka Ewa Ziółkowska, hefur borið út róg um að ég sé ábyrgur fyrir einhvers konar fjármálamisferli í tengslum við viðskipti Eflingar við umrætt fyrirtæki í tíð minni sem framkvæmdastjóri félagsins. Gerði hún þetta á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar sl. að mér fjarstöddum. Neitaði hún að veita lögmanni mínum skýringar eða gögn til stuðnings ummælum sínum þegar hann óskaði eftir því,“ segir Viðar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Ónafngreindir einstaklingar hafi í kjölfarið sett sig í samband við fjölmiðla og látið hafa eftir sér ummæli „til þess gerð að málinu yrði slegið upp með tortryggilegum hætti“ gagnvart Viðari og hans störfum. „Halldóra Sveinsdóttir, þriðji varaforseti ASÍ, hefur jafnframt í samtölum við fjölmiðla tekið undir með þessum órökstuddu ásökunum og talað um fjárdrátt og önnur ótilgreind lögbrot. Eftir athugun Deloitte liggur fyrir að dylgjur fráfarandi formanns Eflingar og þriðja varaforseta ASÍ eru með öllu tilhæfulausar,“ segir Viðar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Fjallað var um það í síðustu viku að Efling hafi samið við Andra Sigurðsson, sem meðal annars er þekktur fyrir aðkomu sína að Jæja-hópnum, um vefsíðugerð. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði Agnieszka Ewu Ziółkowska, sitjandi formaður Eflingar, að því á nýlegum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að hún, sem formaður Eflingar, væri að „rannsaka“ málið. Viðar segir að Agnieszka hafi óskað eftir athugun Deloitte, sem fari með endurskoðun ársreikninga Eflingar, og félagið hafi nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Neitað að veita skýringar „Fráfarandi formaður, Agnieszka Ewa Ziółkowska, hefur borið út róg um að ég sé ábyrgur fyrir einhvers konar fjármálamisferli í tengslum við viðskipti Eflingar við umrætt fyrirtæki í tíð minni sem framkvæmdastjóri félagsins. Gerði hún þetta á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar sl. að mér fjarstöddum. Neitaði hún að veita lögmanni mínum skýringar eða gögn til stuðnings ummælum sínum þegar hann óskaði eftir því,“ segir Viðar í yfirlýsingu til fjölmiðla. Ónafngreindir einstaklingar hafi í kjölfarið sett sig í samband við fjölmiðla og látið hafa eftir sér ummæli „til þess gerð að málinu yrði slegið upp með tortryggilegum hætti“ gagnvart Viðari og hans störfum. „Halldóra Sveinsdóttir, þriðji varaforseti ASÍ, hefur jafnframt í samtölum við fjölmiðla tekið undir með þessum órökstuddu ásökunum og talað um fjárdrátt og önnur ótilgreind lögbrot. Eftir athugun Deloitte liggur fyrir að dylgjur fráfarandi formanns Eflingar og þriðja varaforseta ASÍ eru með öllu tilhæfulausar,“ segir Viðar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4. mars 2022 09:07