Handbolti

Teitur og félagar enduðu riðlakeppnina á tapi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark í tapi Flensburg í kvöld.
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark í tapi Flensburg í kvöld. Axel Heimken/picture alliance via Getty Images

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg máttu þola sjö marka tap, 29-22, er liðið heimsótti Barcelona í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Heimamenn í Barcelona náðu fjögurra marka forksoti þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og litu aldrei um öxl eftir það.

Þeir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 15-11, og unnu að lokum nokkuð öruggan sjö marka sigur, 29-22.

Teitur Örn skoraði eitt mark fyrir Flensburg í kvöld, en liðið endaði í sjötta sæti riðilsins með tíu stig og er á leið í 16-liða úrslit. Barcelona þarf að bíða eftir úrslitum úr leik PSG og Veszprém til að vita hvort liðið lendir í fyrsta eða öðru sæti riðilsins, en hvort sem verður þá er liðið á leið beint í fjórðungsúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×