Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2022 20:32 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Forstöðumaður Fjölmenningarseturs telur að þar séu um tvö þúsund gistirými. AP/Hannibal Hanschke Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. Meira en hundrað úkraínskir ríkisborgarar hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tveimur vikum. Búist er við að allt að 1.500 til 2.000 flóttamenn þaðan komi hingað til lands á næstunni. „Það hefur gengið ótrúlega vel og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað samfélagið er að opna faðm sinn fyrir fólki og er reiðubúið til að aðstoða og veita fólkinu góða móttöku,“ sagði Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvö þúsund gistirými um land allt Hún segir að hátt í tvö hundruð hafi haft samband við Fjölmenningarsetur síðan í gær og boðið húsnæði um allt land. Fólk bjóði allt frá stöku herbergi yfir í íbúðir, hótel og sumarbústaði. Nichole Leigh Mosty segir að hátt í tvö hundruð hafi boðið húsnæði fyrir flóttafólk hér á landi.Vísir „Ég myndi giska á að þetta séu kannski tvö þúsund gistirými. Það er mikið sem stendur til boða,“ segir Nichole. Hún segir ekkert fast í því hvort fólk fái borgað fyrir afnot af húsnæðinu eða ekki. Fólk verði að ákveða það sjálft en það muni ekki fá greidda leigu frá ríkinu. „Þetta fer bara eins og húsnæðismarkaðurinn fer. Fólk þarf að taka ákvörðun sjálft vort það bjóði fram sitt húsnæði ókeypis eða hvort það vilji fá leigu. Ef það vill fá leigu verður það að fá greitt en enginn er að fara að fá greitt frá ríkinu til að gera það,“ segir Nichole. „Þetta er bara fallegt, öll þessi boð sem eru að koma fram, fólk er að gera þetta því það veit að það er ákall til samfélagsins að mæta fólki sem er á flótta.“ Hún segir ekki hægt að segja til um það hvað fólkið muni dvelja hér á landi lengi. „ Fólkið er ekki með neitt plan, það er bara að flýja. Það þarf að sjá til hvað gerist með þessi dvalarleyfi sem það fær. Það gildir í ár þannig að við tökum vel á móti fólki og leyfum því að koma í þjónustu til sveitarfélaganna, sem við erum líka að vinna með, til þess að sinna því vel og anda aðeins frá sér svo það geti gert plön,“ segir Nichole. En er ekki flókið að taka á móti fólki á flótta? „Við verðum bara að muna að við erum að taka á móti fólki. Við tökum á móti fólki eins og við viljum að sé tekið á móti okkur. Það getur verið flókið, það er að flýja áfall en það er mikilvægt að við munum að þetta er bara fólk.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Meira en hundrað úkraínskir ríkisborgarar hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tveimur vikum. Búist er við að allt að 1.500 til 2.000 flóttamenn þaðan komi hingað til lands á næstunni. „Það hefur gengið ótrúlega vel og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað samfélagið er að opna faðm sinn fyrir fólki og er reiðubúið til að aðstoða og veita fólkinu góða móttöku,“ sagði Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvö þúsund gistirými um land allt Hún segir að hátt í tvö hundruð hafi haft samband við Fjölmenningarsetur síðan í gær og boðið húsnæði um allt land. Fólk bjóði allt frá stöku herbergi yfir í íbúðir, hótel og sumarbústaði. Nichole Leigh Mosty segir að hátt í tvö hundruð hafi boðið húsnæði fyrir flóttafólk hér á landi.Vísir „Ég myndi giska á að þetta séu kannski tvö þúsund gistirými. Það er mikið sem stendur til boða,“ segir Nichole. Hún segir ekkert fast í því hvort fólk fái borgað fyrir afnot af húsnæðinu eða ekki. Fólk verði að ákveða það sjálft en það muni ekki fá greidda leigu frá ríkinu. „Þetta fer bara eins og húsnæðismarkaðurinn fer. Fólk þarf að taka ákvörðun sjálft vort það bjóði fram sitt húsnæði ókeypis eða hvort það vilji fá leigu. Ef það vill fá leigu verður það að fá greitt en enginn er að fara að fá greitt frá ríkinu til að gera það,“ segir Nichole. „Þetta er bara fallegt, öll þessi boð sem eru að koma fram, fólk er að gera þetta því það veit að það er ákall til samfélagsins að mæta fólki sem er á flótta.“ Hún segir ekki hægt að segja til um það hvað fólkið muni dvelja hér á landi lengi. „ Fólkið er ekki með neitt plan, það er bara að flýja. Það þarf að sjá til hvað gerist með þessi dvalarleyfi sem það fær. Það gildir í ár þannig að við tökum vel á móti fólki og leyfum því að koma í þjónustu til sveitarfélaganna, sem við erum líka að vinna með, til þess að sinna því vel og anda aðeins frá sér svo það geti gert plön,“ segir Nichole. En er ekki flókið að taka á móti fólki á flótta? „Við verðum bara að muna að við erum að taka á móti fólki. Við tökum á móti fólki eins og við viljum að sé tekið á móti okkur. Það getur verið flókið, það er að flýja áfall en það er mikilvægt að við munum að þetta er bara fólk.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Húsnæðismál Tengdar fréttir Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01
Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. 8. mars 2022 21:36