Hafa samið um kaup á Eldum rétt Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 14:28 Frá Högum: Sesselía Birgisdóttir, Magnús Magnússon og Finnur Oddsson og frá Eldum rétt: Valur Hermannsson og Kristófer Júlíus Leifsson. Hagar Hagar hf. og eigendur Eldum rétt ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eldum rétt sérhæfir sig í gerð matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu en í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta. Matarpökkunum fylgja svo leiðbeiningar. Haft er eftir Finni Oddssynim forstjóra Haga að starfsmenn félagsins og dótturfélaga fylgist vel með þörfum viðskiptavina og því hvernig neysluhegðun breytist með tímanum. „Við sjáum almennt aukna eftirspurn eftir vörum sem spara fólki sporin, einfalda líf þess, eru hollar og úr hágæða hráefni. Þetta eru í raun leiðarljós í allri starfsemi Haga. Vörur og þjónusta Eldum rétt falla vel að okkar áherslum, þ.e. að einfalda matargerð, gera hana skemmtilegri og draga úr matarsóun. Stjórnendur og starfsfólk Eldum rétt hafa skapað sterkt vörumerki og sýn til framtíðar sem tónar vel við tíðarandann og aukna áherslu á sjálfbærni og umhverfi. Vinsældir fyrirtækisins byggja þó ekki síst á gæðum hráefnis og uppskrifta og einstaklega lipurri og áreiðanlegri þjónustu. Við erum stolt af því að geta bætt Eldum rétt í þjónustuframboð okkar hjá Högum og munum viðhalda og styrkja þær áherslur sem hafa gert þjónustu Eldum rétt eins eftirsótta og raun ber vitni,” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga. Nýr kafli Valur Hermannsson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Eldum rétt, segir að frá stofnun Eldum rétt fyrir um níu árum síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi félagsins. „Með kaupum Haga hefst nýr kafli í sögu Eldum rétt þar sem Hagar koma inn í félagið með styrkar stoðir sem munu nýtast Eldum rétt vel til að hraða vöruþróun og bæta þjónustu enn frekar. Með nýjum eigendum verður hægt að ráðast í skemmtileg verkefni og hraða allri framþróun félagsins. Hagar deila hugsjónum stofnenda Eldum rétt um að reka fyrirtækið í sömu mynd og áður þar sem lögð verður áhersla á gæði uppskrifta, hráefna og þjónustu. Við hjá Eldum rétt hlökkum til samstarfsins með Högum og höfum trú á að félagið muni blómstra áfram með nýjum eigendum.“ Kaup og sala fyrirtækja Neytendur Verslun Hagar Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eldum rétt sérhæfir sig í gerð matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu en í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta. Matarpökkunum fylgja svo leiðbeiningar. Haft er eftir Finni Oddssynim forstjóra Haga að starfsmenn félagsins og dótturfélaga fylgist vel með þörfum viðskiptavina og því hvernig neysluhegðun breytist með tímanum. „Við sjáum almennt aukna eftirspurn eftir vörum sem spara fólki sporin, einfalda líf þess, eru hollar og úr hágæða hráefni. Þetta eru í raun leiðarljós í allri starfsemi Haga. Vörur og þjónusta Eldum rétt falla vel að okkar áherslum, þ.e. að einfalda matargerð, gera hana skemmtilegri og draga úr matarsóun. Stjórnendur og starfsfólk Eldum rétt hafa skapað sterkt vörumerki og sýn til framtíðar sem tónar vel við tíðarandann og aukna áherslu á sjálfbærni og umhverfi. Vinsældir fyrirtækisins byggja þó ekki síst á gæðum hráefnis og uppskrifta og einstaklega lipurri og áreiðanlegri þjónustu. Við erum stolt af því að geta bætt Eldum rétt í þjónustuframboð okkar hjá Högum og munum viðhalda og styrkja þær áherslur sem hafa gert þjónustu Eldum rétt eins eftirsótta og raun ber vitni,” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga. Nýr kafli Valur Hermannsson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Eldum rétt, segir að frá stofnun Eldum rétt fyrir um níu árum síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi félagsins. „Með kaupum Haga hefst nýr kafli í sögu Eldum rétt þar sem Hagar koma inn í félagið með styrkar stoðir sem munu nýtast Eldum rétt vel til að hraða vöruþróun og bæta þjónustu enn frekar. Með nýjum eigendum verður hægt að ráðast í skemmtileg verkefni og hraða allri framþróun félagsins. Hagar deila hugsjónum stofnenda Eldum rétt um að reka fyrirtækið í sömu mynd og áður þar sem lögð verður áhersla á gæði uppskrifta, hráefna og þjónustu. Við hjá Eldum rétt hlökkum til samstarfsins með Högum og höfum trú á að félagið muni blómstra áfram með nýjum eigendum.“
Kaup og sala fyrirtækja Neytendur Verslun Hagar Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira