Bankareikningum Chelsea lokað tímabundið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2022 19:15 Thomas Tuchel er þjálfari Chelsea. Hann hefur þurft að svara ýmsum spurningum fjölmiðla er varða eigendur félagsins. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands. Breska ríkisstjórnin telur tengsl Abramovich við Kremlin og þar með við Vladimir Pútín forseta Rússlands nægilega mikil til þess að banna honum að eiga í viðskiptum innan Bretlands eða við fyrirtæki landsins. Þá fær hann ekki að selja Chelsea, félagið fær ekki að selja miða á leiki sína né varning og þá má það ekki semja við leikmenn sem eru að renna út á samning. Þó félagið hafi fengið sérstakt leyfi til að halda starfsemi sinni áfram voru ýmis viðurlög sett. Til að mynda hversu mikið félagið mætti eyða í ferðalög. Nú hafa bankareikningar félagsins verið frystir tímabundið. Ástæðan er samkvæmt Sky Sports sú að Barclays þarf tíma til að skoða reikninga Chelsea vegna leyfisins sem félagið fékk til að halda áfram starfsemi sinni. Chelsea vonast til að bankareikningarnir verði opnaðir sem fyrst en það er ljóst að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á félagið. Þá hafa kreditkort félagsins einnig verði fryst tímabundið. Chelsea s bank account has been temporarily suspended by Barclays following sanctions placed on Roman Abramovich by the UK government pic.twitter.com/j8VjdpS5X2— B/R Football (@brfootball) March 11, 2022 Samkvæmt Kaveh Solhekol, blaðamanni Sky, þá er Barclays að skoða hvort bankinn geti átt í viðskiptum við Chelsea þar sem Abramovich er enn eigandi félagsins þó svo að bankareikningurinn sé í nafni Chelsea. „Bankinn vill vera viss um að Chelsea sé aðeins að eyða peningum í það sem ríkisstjórnin hefur gefið þeim leyfi fyrir,“ segir Solhekol í frétt Sky um málið. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Bretland England Tengdar fréttir Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Breska ríkisstjórnin telur tengsl Abramovich við Kremlin og þar með við Vladimir Pútín forseta Rússlands nægilega mikil til þess að banna honum að eiga í viðskiptum innan Bretlands eða við fyrirtæki landsins. Þá fær hann ekki að selja Chelsea, félagið fær ekki að selja miða á leiki sína né varning og þá má það ekki semja við leikmenn sem eru að renna út á samning. Þó félagið hafi fengið sérstakt leyfi til að halda starfsemi sinni áfram voru ýmis viðurlög sett. Til að mynda hversu mikið félagið mætti eyða í ferðalög. Nú hafa bankareikningar félagsins verið frystir tímabundið. Ástæðan er samkvæmt Sky Sports sú að Barclays þarf tíma til að skoða reikninga Chelsea vegna leyfisins sem félagið fékk til að halda áfram starfsemi sinni. Chelsea vonast til að bankareikningarnir verði opnaðir sem fyrst en það er ljóst að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á félagið. Þá hafa kreditkort félagsins einnig verði fryst tímabundið. Chelsea s bank account has been temporarily suspended by Barclays following sanctions placed on Roman Abramovich by the UK government pic.twitter.com/j8VjdpS5X2— B/R Football (@brfootball) March 11, 2022 Samkvæmt Kaveh Solhekol, blaðamanni Sky, þá er Barclays að skoða hvort bankinn geti átt í viðskiptum við Chelsea þar sem Abramovich er enn eigandi félagsins þó svo að bankareikningurinn sé í nafni Chelsea. „Bankinn vill vera viss um að Chelsea sé aðeins að eyða peningum í það sem ríkisstjórnin hefur gefið þeim leyfi fyrir,“ segir Solhekol í frétt Sky um málið.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Bretland England Tengdar fréttir Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31
Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30