Ferskir vindar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. mars 2022 08:30 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur stóra verkefnið í Garðabæ verið að standa aðhaldsvaktina. Aðhaldsvakt gagnvart valdhöfum sem hafa setið við völd, ein með sjálfum sér, í 45 ár. Það hefur aldrei þótt hvorki gott né hollt að þurfa aldrei að eiga skoðanaskipti við aðra eða taka ákvarðanir út frá öðru en eigin skoðunum. Slík einangrun getur heldur varla talist heppileg þegar ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags fjölbreytileikans. Á sama tíma hef ég lagt mitt að mörkum til þess að þoka stjórnsýslu og þjónustu Garðabær nær nútímanum. Hef flutt fjöldan allan af tillögum og í sumu náð ágætum árangri. Til að mynda með tillögu um bættar almenningssamgöngur sem gjörbreyttu samgöngum milli hverfa, líkt og hefur nú raungerst í Urriðaholtinu. Í Garðabæ var ekki starfrækt frístund fyrir fötluð ungmenni fyrr en ég fékk það samþykkt en nú hefur hún fest sig í sessi. Það sama má segja um kvíðanámskeið fyrir ungmenni á grunnskólaaldri í gegnum fjarþjónustu. Þetta eru mikilvæg verkefni í þágu allra íbúa og þess fjölbreytileika sem blómstrar í heilbrigðu samfélagi. Enda viljum við í Viðreisn sjá Garðabæ vaxa sem velferðarsamfélag. Velferð í Garðabæ Við þurfum að styðja mikið betur við velferð í Garðabæ. Loksins hafa félagar mínir, sem setið hafa við völd í allan þennan tíma og stýrt velferð í bænum, opnað augun og sjá það líka. En þau þurfa aðstoð við að taka stór nauðsynleg framfaraskref til þess að hægt verði að tala um framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa Garðabæjar sem þurfa á velferðarþjónustu að halda. Öll þessi ár við völd hafa sýnt okkur að þetta eru ekki skref sem þau eru fær um að taka ein. Við í Viðreisn erum tilbúin til að aðstoða við það verkefni. Við þurfum sömuleiðis að hafa meiri kjark til breytinga. Garðabær á að vera í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vera meira leiðandi á öllum sviðum samfélagsins. Aðeins minna íhaldssöm og örlítið meira frjálslynd. Þetta er ekkert svo flókið í raun. Hugsum skipulag alla leið Við þurfum líka að standa vörð um uppbyggingu hverfa og skipulagsmál. Við þurfum að styðja við fjölbreytta atvinnustarfsemi í Garðabæ, sem fer ört vaxandi og skiptir máli fyrir tekjur sveitarfélagsins. Við þurfum sömuleiðis að standa vaktina í uppbyggingu innviða þannig að ekki skapist viðlíka kaos og hefur skapast í kringum Urriðaholtið. Þar eru barnafjölskyldur sem gjalda fyrir ranga forgangsröðun sem birtist í skorti á leikskólaplássum. Þetta er í fyrsta skipti sem barnafjölskyldur með börn á leikskólaaldri lenda í vandræðum því ekki fæst leikskólapláss í hverfinu þeirra. Í Urriðaholtinu hefur birtingarmynd íhaldsins og gamla tímans kristallast undir forystu Sjálfstæðismanna. Í formi lélegra almenningssamgangna og metnaðarleysi að mínu mati þar sem hefur skort að setja í forgang að byggja upp aðlaðandi umhverfi og stemningu fyrir ungmenni að sækja heimaskólann sinn. Öll eiga að vera velkomin Umgjörðin um skólana okkar í dag býður því miður ekki upp á raunverulegt val um skóla líkt og félagar mínir í meirihlutanum er svo tíðrætt um. Við í Viðreisn stöndum fyrir alvöru valfrelsi óháð því í hvaða hverfi þú kýst að búa. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn í þágu velferðar. Og viljum sjá gagnsæ og fagleg vinnubrögð. Skýr sýn og aðgengilegar áætlanir skipta máli. Um það hef ég sérstaklega staðið vörð á þessu kjörtímabili og komið fjöl mörgu í gegn til úrbóta sem snýr að reglum ogagnsæi tengt þjónustu er varðar félagsleg úrræði og verkferla. Síðast en ekki síst viljum við barnvænt samfélag. Við eigum að taka mark á börnum og ungmennum, hlusta á þeirra rödd og styðja við þau á öllum sviðum. Heilt yfir viljum við í Viðreisn virðingu fyrir fjölbreytileikanum og tryggja samfélag þar sem öll eru velkomin. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun