„Maður þolir illa að tapa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2022 13:19 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson þingmaður segir það vonbrigði að hafa ekki náð inn á lista í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra, þar sem hann sóttist eftir oddvitasætinu. Hann telur ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi sínu. Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent