Bandarískur blaðamaður drepinn nálægt Kænugarði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 14:58 Renaud starfaði meðal annars fyrir New York Times á ferli sínum en hann var ekki á vegum miðilsins þegar hann var drepinn. Getty/Samsett Brent Renaud, fimmtugur blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður frá Bandaríkjunum, var drepinn skammt frá Kænugarði í dag en Renaud hafði áður starfað fyrir miðla á borð við New York Times. Hann var þó ekki að störfum fyrir miðilinn þegar hann var drepinn. Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu segja Renaud hafa verið að störfum í Irpin þegar hann var drepinn en gefa ekki frekari upplýsingar um hvernig Renaud lést. Lögreglan í Kænugarði segir að rússneskar hersveitir hafi skotið á bíl sem Renaud var í en samstarfsmaður hans særðist einnig og var fluttur á spítala. Head of the Kyiv Police Department says that Russian troops opened fire on a car with foreign journalists in and shot dead 51-year-old New York Times videojournalist Brent Renaud in Irpin. One of his colleagues is injured and is in hospital. #Ukraine— Nick Stylianou (@nmsonline) March 13, 2022 Að því er kemur fram í yfirlýsingu frá New York Times starfaði Renaud síðast fyrir miðilinn árið 2015 og var ekki á þeirra vegum þegar hann lést. Myndum af blaðamannaskírteini hans var dreift á netinu, þar sem fram kom að hann væri frá New York Times, en um gamla mynd reyndist vera að ræða. Renaud starfaði á ferli sínum fyrir ýmsa miðla fyrir utan New York Times en undanfarna áratugi hafði hann meðal annars fjallað um stríðin í Írak og Afganistan, jarðskjálftana á Haítí, fíkniefnahringi í Mexíkó og fleiri málefni ásamt bróður sínum. .@nytimes is deeply saddened to learn of the death of an American journalist in Ukraine, Brent Renaud.Brent was a talented photographer and filmmaker, but he was not on assignment for @nytimes in Ukraine.Full statement is here. pic.twitter.com/bRcrnNDacQ— Cliff Levy (@cliffordlevy) March 13, 2022 Rússneskar hersveitir hafa undanfarna daga sótt í auknum mæli að Kænugarði og hafa loftvarnaflautur hljómað nær stanslaust þar sem sprengingar í nágreninu eru linnulausar að sögn íbúa. Sprengingar héldu sömuleiðis áfram víða annars staðar í Úkraínu í dag, þar á meðal í Mariupol og Tsjernihiv, auk þess sem yfir 30 flugskeytum var skotið á herstöð skammt frá landamærum Póllands. Að minnsta kosti 35 létust í árásunum og 134 særðust. Við fylgjumst ítarlega með gangi máli í Úkraínu í vaktinni hér á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Bandaríkin Úkraína Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52