Að nota Úkraínu sem stökkpall Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 14. mars 2022 09:31 Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Réttilega hefur innrás rússneska hersins í Úkraínu átt sviðsljósið í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er langt um liðið síðan viðlíka hörmungar hafa átt sér stað í Evrópu. En formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni. Í opnu bréfi til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra ber hann saman innrás Pútíns í Úkraínu við meint mannréttindabrot Ísraels gegn Palestínumönnum. Ég vil einungis tjá mig stuttlega um þetta mál því ég tel að nú eigi íbúar Úkraínu fyrst og fremst athygli okkar skilið. En bréfið er engu að síður þess eðlis að það krefst leiðréttingar. Ef Pútín á sér einhverja hliðstæðu í Mið-Austurlöndum þá er það ekki Ísrael, heldur eru það yfir tveir tugir hryðjuverkasamtaka sem hafa það að yfirlýstu markmiði að útrýma Ísrael, rétt eins og Pútín ætlar sér nú að þurrka út Úkraínu. Ef leiðtogar Palestínumanna samsömuðu sig með Úkraínumönnum mætti gera ráð fyrir að þeir lýstu yfir stuðningi við þá. Hins vegar hafa palestínsk yfirvöld verið algjörlega þögul um innrásina í Úkraínu. Þegar betur er að gáð er það lítil furða því bæði Palestína og Rússland eiga aðild að nýstofnuðum hagsmunasamtökum fasistaríkja sem hafa stillt sér upp á móti Vesturlöndum. Ísraelsher hefur ekki stundað það að drepa vopnlausa mótmælendur líkt og fullyrt er í bréfinu. Langflestir þeirra sem féllu í umræddum átökum voru hryðjuverkamenn, meðal annars vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og vírklippum. Ísrael hefur auk þess ekki rænt palestínsku landi. Frá 1948 til 1995 var landsvæðið í heild sinni yfirráðasvæði Ísraels samkvæmt alþjóðalögum, en á tímabili voru hlutar Ísraels ólöglega hernumdir af Jórdönum og Egyptum líkt og Pútín hefur undanfarin átta ár hernumið hluta Úkraínu. Ísraelsk yfirvöld afsöluðu sér eigin svæðum árið 1995 sem urðu þá að palestínskum sjálfstjórnarsvæðum. Skömmu síðar kusu Palestínumenn yfir sig hryðjuverkasamtök sem hafa upp frá því beitt þá miklu harðræði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, hefur setið í embætti sínu í sautján ár þrátt fyrir að hafa aðeins verið kosinn til fjögurra ára. Jafnframt viðhefur Ísrael ekki aðskilnaðarstefnu gegn Palestínumönnum. Verndarveggir og girðingar á ákveðnum svæðum í Ísrael eru einungis nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir. Það er vissulega jákvætt að formaður Íslands-Palestínu – gamall kommúnisti og herstöðvaandstæðingur – taki afstöðu gegn Pútín. En bréf hans er að öðru leyti ekki í samræmi við staðreyndir og auk þess dregur hann upp samanburð með algjörlega öfugum formerkjum. Að lokum má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefni. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun