Álag á bestu kylfingum heims í dag og sigurvegari krýndur í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 10:57 Indverska golfstjarnan Anirban Lahiri hefur naumt forskot á fjölda kylfinga. AP Photo/Gerald Herbert Indverjinn Anirban Lahiri fer með naumt forskot inn í lokadag The Players en til stendur að ljúka þriðja og fjórða hring mótsins í dag, áður en of dimmt verður til að spila í Flórída. Veðrið í Flórída hefur sett stórt strik í reikninginn á mótinu og reynt hefur á færustu kylfinga heims við erfiðar aðstæður. Enginn af þeim 71 kylfingi sem eftir standa náði að ljúka þriðja hring í gær og því hefst keppni að nýju klukkan 12 að íslenskum tíma, og er sýnt frá mótinu á Stöð 2 Golf. Keppni á lokahringnum á svo að hefjast klukkan 17. Lahiri er búinn með ellefu holur á þriðja hring og hefur samtals leikið á -9 höggum. Fast á hæla hans koma Bandaríkjamennirnir Tom Hoge og Harold Varner sem leikið hafa á -8 höggum og eru tveimur holum á eftir Lahiri. Staðan á mótinu Á milli 1. og 31. sætis er aðeins fimm högga munur en á meðal kylfinganna í 18.-31. sæti er Justin Thomas sem á sjö holur eftir á þriðja hring. Kólumbíumaðurinn Sebastian Munoz hafði leikið fjórtán holur á -6 höggum þegar keppni var hætt í gær, og er samtals á -7 höggum ásamt Paul Casey og Sam Burns sem eiga seinni níu holurnar eftir á þriðja hring í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 12 á Stöð 2 Golf og áætlað er að keppni á lokahringnum hefjist þar klukkan 17 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Veðrið í Flórída hefur sett stórt strik í reikninginn á mótinu og reynt hefur á færustu kylfinga heims við erfiðar aðstæður. Enginn af þeim 71 kylfingi sem eftir standa náði að ljúka þriðja hring í gær og því hefst keppni að nýju klukkan 12 að íslenskum tíma, og er sýnt frá mótinu á Stöð 2 Golf. Keppni á lokahringnum á svo að hefjast klukkan 17. Lahiri er búinn með ellefu holur á þriðja hring og hefur samtals leikið á -9 höggum. Fast á hæla hans koma Bandaríkjamennirnir Tom Hoge og Harold Varner sem leikið hafa á -8 höggum og eru tveimur holum á eftir Lahiri. Staðan á mótinu Á milli 1. og 31. sætis er aðeins fimm högga munur en á meðal kylfinganna í 18.-31. sæti er Justin Thomas sem á sjö holur eftir á þriðja hring. Kólumbíumaðurinn Sebastian Munoz hafði leikið fjórtán holur á -6 höggum þegar keppni var hætt í gær, og er samtals á -7 höggum ásamt Paul Casey og Sam Burns sem eiga seinni níu holurnar eftir á þriðja hring í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 12 á Stöð 2 Golf og áætlað er að keppni á lokahringnum hefjist þar klukkan 17 að íslenskum tíma. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira