Lahiri lauk þriðja hring í dag á -5 höggum og er efstur á samtals -9 höggum. Kólumbíumaðurinn Sebastián Munoz átti enn betri hring, lék á -7 höggum, og er samtals á -8 höggum líkt og Doug Ghim, Paul Casey og Sam Burns.
Norðmaðurinn Viktor Hovland á veika von fyrir lokahringinn þrátt fyrir að hafa náð holu í höggi á 17. brautinni á þriðja hringnum fyrr í dag.
Hovland fagnaði högginu að sjálfsögðu með viðstöddum en þegar kom að því að gefa Kevin Streelman fimmu tókst það ekki þar sem að Streelman ákvað að stríða þeim norska, eins og sjá má á myndskeiðinu:
HOLE-IN-ONE HOVLAND
— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022
Ace on the par-3 8th. pic.twitter.com/Y7bOJMyfut
Streelman er nær toppnum en Hovland eða á -6 höggum en Hovland er á -4 höggum samtals. Báðir voru þeir samtals á pari eftir fyrri tvo hringi mótsins.
Keppni á The Players, sem stundum er kallað „fimmta risamótið“, dróst yfir á fimmta keppnisdag vegna slæms veðurs framan af móti. Kylfingarnir hefja lokahringinn því núna klukkan 17 að íslenskum tíma og ættu úrslitin að ráðast í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.