Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2022 14:42 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands hefur ekki tjáð sig um afstöðu sína gagnvart inngöngu í NATO eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Getty/Thierry Monasse Meira en sextíu prósent Finna eru hlynnt inngöngu í Atlantshafsbandalagið, NATO, og aðeins sextán prósent þeirra eru mótfallnir því. Stuðningur við innöngu hefur aukist gríðarlega frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Finnska ríkisútvarpið hefur birt niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 62 prósent Finna séu nú hlynnt inngöngu í NATO. Aukningin er gríðarleg frá síðustu könnun ríkisútvarpsins sem gerð var þegar innrásin hófst. Niðurstöður þeirrar könnunar voru birtar 28. febrúar síðastliðinn en þá voru 53 prósent Finna hlynnt inngöngu í bandalagið. 21 prósent þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki með né á móti inngöngu. Fram kemur í frétt finnska ríkisútvarpsins að afstaða Finna til inngöngu í NATO hafi breyst mjög hratt. Vísað er þar til svipaðrar könnunar sem finnska dagblaðið Helsingin Sanomat birti í febrúar en þá voru 43 prósent svarenda hlynnt inngöngu. Í könnun ríkisútvarpsins sem gerð var 2017 þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í NATO voru aðeins nítján prósent svarenda hlynnt inngöngu í bandalagið. Fram kemur í fréttinni að 1.378 Finnar hafi tekið þátt í könnuninni, sem fór fram dagana 9. til 11. mars. Þá séu karlmenn hlynntari inngöngu í bandalagið en konur en stuðningurinn hafi aukist bæði meðal kvenna og karla frá síðustu könnun. Þá er stuðningur meiri meðal eldra fólks en yngra. Rússar hóta hernaðaraðgerðum gangi Finnar og Svíar í NATO Í könnuninni var einnig spurt hver afstaða fólks til inngöngu í NATO væri ef Svíþjóð myndi óska eftir inngöngu í NATO. Í því tilviki svöruðu 77 prósent svarenda að þau væru hlynnt inngöngu í bandalagið. Finnland er það land í Evrópu sem á lengstu landamærin að Rússlandi eða rúma 1.300 kílómetra. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst vöruðu rússnesk yfirvöld Finna og Svía við því að gengju þeir í NATO þá myndu þau þurfa að glíma við alvarlegar hernaðarlegar og pólitískar afleiðingar. „Finnland og Svíþjóð ættu ekki að byggja öryggi sitt á því að minnka öryggi annarra ríkja. Innganga þeirra í NATO gæti haft alvarlegar afleiðingar og þeir átt von á hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum,“ sagði Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingu 25. febrúar. Yfirlýsing hennar var svo ítrekuð af utanríkisráðuneyti Rússlands í tísti sem birtist sama dag. 💬#Zakharova: We regard the Finnish government’s commitment to a military non-alignment policy as an important factor in ensuring security and stability in northern Europe. ☝️Finland’s accession to @NATO would have serious military and political repercussions. pic.twitter.com/eCY5oG23rL— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) February 25, 2022 NATO Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Svíþjóð Hernaður Tengdar fréttir „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Finnska ríkisútvarpið hefur birt niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 62 prósent Finna séu nú hlynnt inngöngu í NATO. Aukningin er gríðarleg frá síðustu könnun ríkisútvarpsins sem gerð var þegar innrásin hófst. Niðurstöður þeirrar könnunar voru birtar 28. febrúar síðastliðinn en þá voru 53 prósent Finna hlynnt inngöngu í bandalagið. 21 prósent þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki með né á móti inngöngu. Fram kemur í frétt finnska ríkisútvarpsins að afstaða Finna til inngöngu í NATO hafi breyst mjög hratt. Vísað er þar til svipaðrar könnunar sem finnska dagblaðið Helsingin Sanomat birti í febrúar en þá voru 43 prósent svarenda hlynnt inngöngu. Í könnun ríkisútvarpsins sem gerð var 2017 þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í NATO voru aðeins nítján prósent svarenda hlynnt inngöngu í bandalagið. Fram kemur í fréttinni að 1.378 Finnar hafi tekið þátt í könnuninni, sem fór fram dagana 9. til 11. mars. Þá séu karlmenn hlynntari inngöngu í bandalagið en konur en stuðningurinn hafi aukist bæði meðal kvenna og karla frá síðustu könnun. Þá er stuðningur meiri meðal eldra fólks en yngra. Rússar hóta hernaðaraðgerðum gangi Finnar og Svíar í NATO Í könnuninni var einnig spurt hver afstaða fólks til inngöngu í NATO væri ef Svíþjóð myndi óska eftir inngöngu í NATO. Í því tilviki svöruðu 77 prósent svarenda að þau væru hlynnt inngöngu í bandalagið. Finnland er það land í Evrópu sem á lengstu landamærin að Rússlandi eða rúma 1.300 kílómetra. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst vöruðu rússnesk yfirvöld Finna og Svía við því að gengju þeir í NATO þá myndu þau þurfa að glíma við alvarlegar hernaðarlegar og pólitískar afleiðingar. „Finnland og Svíþjóð ættu ekki að byggja öryggi sitt á því að minnka öryggi annarra ríkja. Innganga þeirra í NATO gæti haft alvarlegar afleiðingar og þeir átt von á hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum,“ sagði Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingu 25. febrúar. Yfirlýsing hennar var svo ítrekuð af utanríkisráðuneyti Rússlands í tísti sem birtist sama dag. 💬#Zakharova: We regard the Finnish government’s commitment to a military non-alignment policy as an important factor in ensuring security and stability in northern Europe. ☝️Finland’s accession to @NATO would have serious military and political repercussions. pic.twitter.com/eCY5oG23rL— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) February 25, 2022
NATO Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Svíþjóð Hernaður Tengdar fréttir „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47
Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26