Tárvot Osaka vildi losna við konu sem sýndi óþverraskap Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2022 09:01 Naomi Osaka felldi tár eftir að áhorfandi kallaði til hennar í leiknum gegn Veroniku Kudermetova í Kaliforníu um helgina. AP Photo/Mark J. Terrill Japanska tennisstjarnan Naomi Osaka barðist við að halda aftur af tárunum eftir að hafa orðið fyrir aðkasti úr röðum áhorfenda á Indian Wells-mótinu um helgina, á sama velli og Williams-systur urðu fyrir kynþáttaníði á fyrir tveimur áratugum. „Naomi, þú sökkar!“ heyrðist kona kalla úr áhorfendaskaranum á mótinu, þegar Osaka mætti hinni rússnesku Veroniku Kudermetova í 2. umferð mótsins um helgina og tapaði 2-0. Osaka, sem tók sér langt hlé á síðasta ári til að hlúa að andlegri heilsu sinni, hafði átt erfitt uppdráttar í fyrra setti leiksins þegar áhorfandinn kallaði á hana, og kallið hafði augljós áhrif á hana. Naomi Osaka asking chair umpire if she can borrow umpires mic to talk to the woman in the crowd. And her convo with supervisor. Naomi was crying #IndianWells pic.twitter.com/lehS7qi8EZ— NoFirstName claycourtdal (@SMSTNS) March 13, 2022 Osaka bað í fyrstu um að dómari vísaði áhorfandanum í burtu. Eftir að hafa tapað fyrra settinu 6-0 bað hún svo dómarann um að fá að tala til áhorfenda en báðum beiðnunum var hafnað. Umsjónarmaður á mótinu ákvað að ef fleiri niðrandi köll heyrðust þá yrði sökudólgurinn fundinn. Eftir að hafa tapað seinna settinu gegn Kudermetovu 6-4, og þar með leiknum, fékk Osaka hins vegar leyfi til að tala til áhorfenda. Hún rifjaði upp atvik frá árinu 2001 á sama velli, þar sem þær Venus og Serena Williams, þá rétt að hefja glæstan feril sinn, urðu fyrir kynþáttaníði og bauli. Systurnar sniðgengu mótið í 14 ár. Naomi Osaka asked for the microphone after her loss against Veronika Kudermetova. Here's what she said. pic.twitter.com/0Pj9WnNe4t— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) March 13, 2022 „Ég vildi bara þakka ykkur fyrir. Mér finnst eins og að ég gráti alveg nóg fyrir framan myndavélar,“ sagði Osaka við áhorfendur eftir tapið um helgina. „Í hreinskilni sagt þá hef ég áður orðið fyrir aðkasti áhorfenda, og það hefur í raun ekki angrað mig, en að lenda í því hér… Ég sá myndband af því þegar hér voru hrópuð ókvæðisorð að Venus og Serenu. Ef þið hafið ekki horft á það þá ættuð þið að gera það og ég veit ekki hvers vegna, en þetta festist í hausnum á mér og spilaðist þar aftur og aftur,“ sagði Osaka. Þetta var fyrsta mót Osaka síðan á Opna ástralska mótinu í janúar þar sem hún féll úr keppni í þriðju umferð. Þessi 24 ára gamla tennisstjarna hefur unnið risamót á hverju ári frá árinu 2018; tvívegis Opna bandaríska og tvívegis Opna ástralska. Hún dró sig hins vegar úr keppni á Opna franska mótinu í fyrra, eftir að hafa neitað að mæta á fjölmiðlafundi á mótinu, og greindi frá andlegum erfiðleikum sem komu einnig í veg fyrir að hún keppti á Wimbledonmótinu í fyrra. Tennis Tengdar fréttir Utan vallar: Hatrið orðið lýjandi fyrir ungt íþróttafólk Þegar fólk nær ákveðnu stigi af frægð og frama hættum við sjá það sem manneskjur. Þau eru ekki lengur mennsk í okkar augum, það er ekki hlutverkið sem við höfum gefið þeim. Við höfum afmennskað þau að mörgu ef ekki öllu leyti. 8. september 2021 08:30 Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. 17. ágúst 2021 07:49 Naomi Osaka óvænt úr leik í tenniskeppni kvenna á Ólympíuleikunum Naomi Osaka, ein af andlitum Ólympíuleikanna í Tókýó og sú sem kveikti Ólympíueldinn á setningarhátíðinni, er óvænt úr leik í tenniskeppni leikanna. 27. júlí 2021 07:31 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
„Naomi, þú sökkar!“ heyrðist kona kalla úr áhorfendaskaranum á mótinu, þegar Osaka mætti hinni rússnesku Veroniku Kudermetova í 2. umferð mótsins um helgina og tapaði 2-0. Osaka, sem tók sér langt hlé á síðasta ári til að hlúa að andlegri heilsu sinni, hafði átt erfitt uppdráttar í fyrra setti leiksins þegar áhorfandinn kallaði á hana, og kallið hafði augljós áhrif á hana. Naomi Osaka asking chair umpire if she can borrow umpires mic to talk to the woman in the crowd. And her convo with supervisor. Naomi was crying #IndianWells pic.twitter.com/lehS7qi8EZ— NoFirstName claycourtdal (@SMSTNS) March 13, 2022 Osaka bað í fyrstu um að dómari vísaði áhorfandanum í burtu. Eftir að hafa tapað fyrra settinu 6-0 bað hún svo dómarann um að fá að tala til áhorfenda en báðum beiðnunum var hafnað. Umsjónarmaður á mótinu ákvað að ef fleiri niðrandi köll heyrðust þá yrði sökudólgurinn fundinn. Eftir að hafa tapað seinna settinu gegn Kudermetovu 6-4, og þar með leiknum, fékk Osaka hins vegar leyfi til að tala til áhorfenda. Hún rifjaði upp atvik frá árinu 2001 á sama velli, þar sem þær Venus og Serena Williams, þá rétt að hefja glæstan feril sinn, urðu fyrir kynþáttaníði og bauli. Systurnar sniðgengu mótið í 14 ár. Naomi Osaka asked for the microphone after her loss against Veronika Kudermetova. Here's what she said. pic.twitter.com/0Pj9WnNe4t— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) March 13, 2022 „Ég vildi bara þakka ykkur fyrir. Mér finnst eins og að ég gráti alveg nóg fyrir framan myndavélar,“ sagði Osaka við áhorfendur eftir tapið um helgina. „Í hreinskilni sagt þá hef ég áður orðið fyrir aðkasti áhorfenda, og það hefur í raun ekki angrað mig, en að lenda í því hér… Ég sá myndband af því þegar hér voru hrópuð ókvæðisorð að Venus og Serenu. Ef þið hafið ekki horft á það þá ættuð þið að gera það og ég veit ekki hvers vegna, en þetta festist í hausnum á mér og spilaðist þar aftur og aftur,“ sagði Osaka. Þetta var fyrsta mót Osaka síðan á Opna ástralska mótinu í janúar þar sem hún féll úr keppni í þriðju umferð. Þessi 24 ára gamla tennisstjarna hefur unnið risamót á hverju ári frá árinu 2018; tvívegis Opna bandaríska og tvívegis Opna ástralska. Hún dró sig hins vegar úr keppni á Opna franska mótinu í fyrra, eftir að hafa neitað að mæta á fjölmiðlafundi á mótinu, og greindi frá andlegum erfiðleikum sem komu einnig í veg fyrir að hún keppti á Wimbledonmótinu í fyrra.
Tennis Tengdar fréttir Utan vallar: Hatrið orðið lýjandi fyrir ungt íþróttafólk Þegar fólk nær ákveðnu stigi af frægð og frama hættum við sjá það sem manneskjur. Þau eru ekki lengur mennsk í okkar augum, það er ekki hlutverkið sem við höfum gefið þeim. Við höfum afmennskað þau að mörgu ef ekki öllu leyti. 8. september 2021 08:30 Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. 17. ágúst 2021 07:49 Naomi Osaka óvænt úr leik í tenniskeppni kvenna á Ólympíuleikunum Naomi Osaka, ein af andlitum Ólympíuleikanna í Tókýó og sú sem kveikti Ólympíueldinn á setningarhátíðinni, er óvænt úr leik í tenniskeppni leikanna. 27. júlí 2021 07:31 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
Utan vallar: Hatrið orðið lýjandi fyrir ungt íþróttafólk Þegar fólk nær ákveðnu stigi af frægð og frama hættum við sjá það sem manneskjur. Þau eru ekki lengur mennsk í okkar augum, það er ekki hlutverkið sem við höfum gefið þeim. Við höfum afmennskað þau að mörgu ef ekki öllu leyti. 8. september 2021 08:30
Naomi Osaka brotnaði niður og grét á blaðamannafundi í nótt Tenniskonan Naomi Osaka mætti í nótt á sinn fyrsta blaðamannafund síðan hún neitaði að sinna fjölmiðlaskyldum sínum á opna franska meistaramótinu. 17. ágúst 2021 07:49
Naomi Osaka óvænt úr leik í tenniskeppni kvenna á Ólympíuleikunum Naomi Osaka, ein af andlitum Ólympíuleikanna í Tókýó og sú sem kveikti Ólympíueldinn á setningarhátíðinni, er óvænt úr leik í tenniskeppni leikanna. 27. júlí 2021 07:31