Eigendur Man Utd íhuga að jafna Old Trafford við jörðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2022 07:01 Old Trafford, heimavöllur Manchester United. James Gill/Getty Images Eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United íhuga nú hvort það sé sniðugast að jafna Old Trafford, heimavöll liðsins, við jörðu og byggja í kjölfarið nýjan völl á sama stað. Stærsta spurningin er hvar liðið ætti að leika heimaleiki sína á meðan framkvæmdum stendur. Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira