Frábær lokahringur tryggði Smith sigur á Players Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2022 22:45 Cameron Smith átti frábæran hring í dag. Patrick Smith/Getty Images Lokadagur lengsta Players-móts í golfi sem elstu menn muna eftir fór fram í dag. Eftir langt mót var það Ástralinn Cameron Smith sem fór með sigur af hólmi. Veðrið spilaði stóran þátt á Players-mótinu í ár sem fram fór á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída. Miklar tafir urðu á mótinu og lauk því ekki fyrr en í kvöld. Fyrir lokadag mótsins var ljóst að sigurvegarinn yrði líklega einhver sem hefði ekki unnið risamót áður en margir óreyndir kylfingar voru á toppnum fyrir lokahring mótsins. ICE IN HIS VEINSCameron Smith went flag hunting at 17 pic.twitter.com/NsAmFd7GYu— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Þar var það téður Cameron Smith sem spilaði manna best en frammistaða hans á lokahring mótsins var með hreinum ólíkindum. Hann lék hring dagsins á sex höggum undir pari og endaði mótið þar með á 13 höggum undir pari. Sigurinn tryggir Smith litlar 3,6 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en það gerir rúmar 478 milljónir íslenskra króna. The biggest win of his career Cameron Smith's fifth title is @THEPLAYERSChamp! pic.twitter.com/AuZzWCfvM4— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Indverjinn Anirban Lahiri endaði í öðru sæti á samtals 12 höggum undir pari en hann var lengi vel í forystu. Hinn enski Paul Casey endaði svo í þriðja sæti á 11 höggum undir pari. Golf Tengdar fréttir Náði holu í höggi en ekki fimmu frá öllum Indverjinn Anirban Lahiri er enn með eins höggs forskot fyrir lokahringinn á The Players mótinu í golfi í dag en fjórir kylfingar koma fast á hæla honum. 14. mars 2022 14:59 Álag á bestu kylfingum heims í dag og sigurvegari krýndur í kvöld Indverjinn Anirban Lahiri fer með naumt forskot inn í lokadag The Players en til stendur að ljúka þriðja og fjórða hring mótsins í dag, áður en of dimmt verður til að spila í Flórída. 14. mars 2022 10:57 Íslandsvinur með forystuna á Players meistaramótinu fyrir lokadaginn Þriðji dagur Players meistaramótsins kláraðist loksins í nótt en miklar tafir hafa verið á mótinu vegna veðurs. Í stað þess að enda á sunnudegi þá klárast mótið ekki fyrr en í kvöld. 14. mars 2022 07:46 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Veðrið spilaði stóran þátt á Players-mótinu í ár sem fram fór á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída. Miklar tafir urðu á mótinu og lauk því ekki fyrr en í kvöld. Fyrir lokadag mótsins var ljóst að sigurvegarinn yrði líklega einhver sem hefði ekki unnið risamót áður en margir óreyndir kylfingar voru á toppnum fyrir lokahring mótsins. ICE IN HIS VEINSCameron Smith went flag hunting at 17 pic.twitter.com/NsAmFd7GYu— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Þar var það téður Cameron Smith sem spilaði manna best en frammistaða hans á lokahring mótsins var með hreinum ólíkindum. Hann lék hring dagsins á sex höggum undir pari og endaði mótið þar með á 13 höggum undir pari. Sigurinn tryggir Smith litlar 3,6 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en það gerir rúmar 478 milljónir íslenskra króna. The biggest win of his career Cameron Smith's fifth title is @THEPLAYERSChamp! pic.twitter.com/AuZzWCfvM4— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Indverjinn Anirban Lahiri endaði í öðru sæti á samtals 12 höggum undir pari en hann var lengi vel í forystu. Hinn enski Paul Casey endaði svo í þriðja sæti á 11 höggum undir pari.
Golf Tengdar fréttir Náði holu í höggi en ekki fimmu frá öllum Indverjinn Anirban Lahiri er enn með eins höggs forskot fyrir lokahringinn á The Players mótinu í golfi í dag en fjórir kylfingar koma fast á hæla honum. 14. mars 2022 14:59 Álag á bestu kylfingum heims í dag og sigurvegari krýndur í kvöld Indverjinn Anirban Lahiri fer með naumt forskot inn í lokadag The Players en til stendur að ljúka þriðja og fjórða hring mótsins í dag, áður en of dimmt verður til að spila í Flórída. 14. mars 2022 10:57 Íslandsvinur með forystuna á Players meistaramótinu fyrir lokadaginn Þriðji dagur Players meistaramótsins kláraðist loksins í nótt en miklar tafir hafa verið á mótinu vegna veðurs. Í stað þess að enda á sunnudegi þá klárast mótið ekki fyrr en í kvöld. 14. mars 2022 07:46 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Náði holu í höggi en ekki fimmu frá öllum Indverjinn Anirban Lahiri er enn með eins höggs forskot fyrir lokahringinn á The Players mótinu í golfi í dag en fjórir kylfingar koma fast á hæla honum. 14. mars 2022 14:59
Álag á bestu kylfingum heims í dag og sigurvegari krýndur í kvöld Indverjinn Anirban Lahiri fer með naumt forskot inn í lokadag The Players en til stendur að ljúka þriðja og fjórða hring mótsins í dag, áður en of dimmt verður til að spila í Flórída. 14. mars 2022 10:57
Íslandsvinur með forystuna á Players meistaramótinu fyrir lokadaginn Þriðji dagur Players meistaramótsins kláraðist loksins í nótt en miklar tafir hafa verið á mótinu vegna veðurs. Í stað þess að enda á sunnudegi þá klárast mótið ekki fyrr en í kvöld. 14. mars 2022 07:46