Sonur túrmenska einvaldsins vann yfirburðasigur í forsetakosningum Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 10:25 Hinn fertugi Serdar Berdymukhamedov tekur við forsetaembættinu í Mið-Asíuríkinu Túrmenistan af föður sínum. AP Serdar Berdymukhamedov, sonur túrkmenska einvaldsins Gurbanguly Berdymukhamedov, vann stórsigur í forsetakosningum í landinu um helgina. Hann mun því taka við embættinu af föður sínum sem stýrt hefur landinu frá árinu 2006. Í frétt DW segir að nokkur töf hafi orðið á því að úrslit voru kynnt en kosningarnar fóru fram á laugardaginn. Samkvæmt landsskjörstjórn Túrkmenistans hlaut Serdar Berdymukhamedov 73 prósent atkvæða en kjörtímabilið er sjö ár. Auk hins fertuga Berdymukhamedov voru átta aðrir í framboði, þeirra á meðal nokkrir óþekktir embættismenn. Úrslit forsetakosninganna koma fáum á óvart, enda hafði Berdymukhamedov eldri skipað son sinn í nokkur háttsett embætti á síðustu árum og þannig undirbúið jarðveginn að hann tæki við forsetaembættinuþegar fram liðu stundir. Sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atvæði í kosningunum var Khyrdyr Nunnayev, stjórnandi í háskóla, og hlaut hann ellefu prósent atkvæða. Berdymukhamedov yngri hefur í túrkmenskum fjölmiðlum verið kallaður „sonur þjóðarinnar“. Hinn 64 ára Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hlaut 97 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2017, mun nú láta af embætti forseta en ætlar sér að halda áfram störfum sem forseti efri deildar túrkmenska þingsins. Hann tilkynnti um fyrirhugaða afsögn og kosningar í síðasta mánuði og sagði þá að rætt væri að „yngra fólk“ ætti að stjórna landinu. Túrkmenistan er mjög ríkt af gasi sem það selur bæði til Rússlands og Kína. Íbúar ríkisins eru um sex milljónir en staða mannréttindamála í landinu þykir mjög bágborin. Túrkmenistan Tengdar fréttir Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Í frétt DW segir að nokkur töf hafi orðið á því að úrslit voru kynnt en kosningarnar fóru fram á laugardaginn. Samkvæmt landsskjörstjórn Túrkmenistans hlaut Serdar Berdymukhamedov 73 prósent atkvæða en kjörtímabilið er sjö ár. Auk hins fertuga Berdymukhamedov voru átta aðrir í framboði, þeirra á meðal nokkrir óþekktir embættismenn. Úrslit forsetakosninganna koma fáum á óvart, enda hafði Berdymukhamedov eldri skipað son sinn í nokkur háttsett embætti á síðustu árum og þannig undirbúið jarðveginn að hann tæki við forsetaembættinuþegar fram liðu stundir. Sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atvæði í kosningunum var Khyrdyr Nunnayev, stjórnandi í háskóla, og hlaut hann ellefu prósent atkvæða. Berdymukhamedov yngri hefur í túrkmenskum fjölmiðlum verið kallaður „sonur þjóðarinnar“. Hinn 64 ára Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hlaut 97 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2017, mun nú láta af embætti forseta en ætlar sér að halda áfram störfum sem forseti efri deildar túrkmenska þingsins. Hann tilkynnti um fyrirhugaða afsögn og kosningar í síðasta mánuði og sagði þá að rætt væri að „yngra fólk“ ætti að stjórna landinu. Túrkmenistan er mjög ríkt af gasi sem það selur bæði til Rússlands og Kína. Íbúar ríkisins eru um sex milljónir en staða mannréttindamála í landinu þykir mjög bágborin.
Túrkmenistan Tengdar fréttir Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10
Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05