Harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um konur í viðskiptum: „Það nennir enginn að vinna þessa dagana“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. mars 2022 12:32 „Ég er með besta ráðið fyrir konur í viðskiptum. Drattastu á fætur og farðu að vinna! Svo virðist sem engin nenni að vinna þessa dagana,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við tímaritið Variety á dögunum. Getty/Arnold Jerocki Athafnakonan Kim Kardashian sagði í viðtali á dögunum að til þess að ná árangri í viðskiptum þyrftu konur einfaldlega að leggja harðar að sér. Fyrir þessi ummæli var hún harðlega gagnrýnd, enda er Kardashian fædd inn í afar auðuga fjölskyldu. Til þess að beina athyglinni frá þessum ummælum greip Kardashian til þess ráðs að birta fyrstu myndina af kærasta sínum Pete Davidson á Instagram-síðu sinni og virðist það hafa virkað vel. Í tilefni af nýrri þáttaröð Kardashian fjölskyldunnar á steymisveitunni Hulu mætti Kim ásamt móður sinni og systrum í viðtal við tímaritið Variety. Í viðtalinu sagðist Kim vera með besta ráðið fyrir konur í viðskiptum. „Drattastu á fætur og farðu að vinna! Svo virðist sem engin nenni að vinna þessa dagana,“ sagði Kim og tóku systur hennar undir. Ummælin hafa verið umdeild fyrir þær sakir að Kim er fædd inn í afar ríka fjölskyldu og hefur sú forréttindastaða gefið henni mikið forskot í lífinu. Því setja margir spurningarmerki við það að hún sé rétta manneskjan til þess að segja öðrum konum að leggja harðar að sér. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér að neðan en Kardashian byrjar á mínútu 05:12. Myndbirtingunni hafi verið ætlað að beina athyglinni af ummælunum „Þannig að hún þurfti að gera eitthvað í staðinn, og hvað gerir hún? Jú, hún birtir fyrstu myndina af sér og Pete Davidson saman á Instagram. Auðvitað er þetta PR stunt. Þessar myndir voru teknar 14. febrúar, á Valentínusardaginn. Þannig hún er búin að sitja á þeim mjög lengi. En þetta tók alla athygli í burtu frá þessu viðtali,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. Um er að ræða myndasyrpu sem inniheldur fimm myndir og þar á meðal tvær myndir af Kardashian og Davidson saman. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Uppljóstraði því í hvaða skóla börnin væru í Birta Líf fór einnig yfir nýjustu vendingar í deilum Kardashian við barnsföður sinn og fyrrverandi eiginmann, Kanye West. West lýsti nýlega yfir óánægju sinni með val Kardashian á skóla fyrir börnin þeirra. Hann sagðist ekki hafa haft neitt að segja þegar kom að valinu og uppljóstraði hann um leið í hvaða skóla börn þeirra væru. „Þið getið ímyndað ykkur hve margir eru að fara mæta þarna fyrir utan. Þetta er bara skóli með öllum frægu börnunum í Calabasas. Þetta er hrikalegt. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi gert þetta til þess að börnin þyrftu að skipta um skóla, þannig þetta hafi þá verið viljandi gert.“ Húðflúraði nafn Kardashian á brjóstkassann Þá birti Dave Sirus, Saturday Night Live handritshöfundur og góður vinur Davidson, skjáskot af samtali sem virðist vera á milli Davidson og West. Þar virðist Davidson vera nóg boðið af uppátækjum West. Í samtalinu spyr West hvar Davidson sé staddur og þá svarar hann því að hann sé uppi í rúmi með eiginkonu hans „Svo sendir hann honum mynd af sér uppi í rúmi en þar sést reyndar bara í Pete. En þá tóku þeir sem eru með mjög gott auga eftir því að ef maður zoom-ar inn, þá lítur út fyrir að hann sé kominn með KIM tattoo á brjóstkassann,“ segir Birta Líf. Hún bendir þó á það að Davidson hafi einnig fengið sér þó nokkur húðflúr tileinkuð tónlistarkonunni Ariönu Grande þegar þau voru saman. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Lét húðflúra nafn Kardashian á sig FM957 Brennslan Hollywood Húðflúr Tengdar fréttir Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. 8. mars 2022 16:30 Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. 3. mars 2022 12:16 Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Í tilefni af nýrri þáttaröð Kardashian fjölskyldunnar á steymisveitunni Hulu mætti Kim ásamt móður sinni og systrum í viðtal við tímaritið Variety. Í viðtalinu sagðist Kim vera með besta ráðið fyrir konur í viðskiptum. „Drattastu á fætur og farðu að vinna! Svo virðist sem engin nenni að vinna þessa dagana,“ sagði Kim og tóku systur hennar undir. Ummælin hafa verið umdeild fyrir þær sakir að Kim er fædd inn í afar ríka fjölskyldu og hefur sú forréttindastaða gefið henni mikið forskot í lífinu. Því setja margir spurningarmerki við það að hún sé rétta manneskjan til þess að segja öðrum konum að leggja harðar að sér. Viðtalið má horfa á í heild sinni hér að neðan en Kardashian byrjar á mínútu 05:12. Myndbirtingunni hafi verið ætlað að beina athyglinni af ummælunum „Þannig að hún þurfti að gera eitthvað í staðinn, og hvað gerir hún? Jú, hún birtir fyrstu myndina af sér og Pete Davidson saman á Instagram. Auðvitað er þetta PR stunt. Þessar myndir voru teknar 14. febrúar, á Valentínusardaginn. Þannig hún er búin að sitja á þeim mjög lengi. En þetta tók alla athygli í burtu frá þessu viðtali,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir málið í Brennslutei vikunnar. Um er að ræða myndasyrpu sem inniheldur fimm myndir og þar á meðal tvær myndir af Kardashian og Davidson saman. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Uppljóstraði því í hvaða skóla börnin væru í Birta Líf fór einnig yfir nýjustu vendingar í deilum Kardashian við barnsföður sinn og fyrrverandi eiginmann, Kanye West. West lýsti nýlega yfir óánægju sinni með val Kardashian á skóla fyrir börnin þeirra. Hann sagðist ekki hafa haft neitt að segja þegar kom að valinu og uppljóstraði hann um leið í hvaða skóla börn þeirra væru. „Þið getið ímyndað ykkur hve margir eru að fara mæta þarna fyrir utan. Þetta er bara skóli með öllum frægu börnunum í Calabasas. Þetta er hrikalegt. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort hann hafi gert þetta til þess að börnin þyrftu að skipta um skóla, þannig þetta hafi þá verið viljandi gert.“ Húðflúraði nafn Kardashian á brjóstkassann Þá birti Dave Sirus, Saturday Night Live handritshöfundur og góður vinur Davidson, skjáskot af samtali sem virðist vera á milli Davidson og West. Þar virðist Davidson vera nóg boðið af uppátækjum West. Í samtalinu spyr West hvar Davidson sé staddur og þá svarar hann því að hann sé uppi í rúmi með eiginkonu hans „Svo sendir hann honum mynd af sér uppi í rúmi en þar sést reyndar bara í Pete. En þá tóku þeir sem eru með mjög gott auga eftir því að ef maður zoom-ar inn, þá lítur út fyrir að hann sé kominn með KIM tattoo á brjóstkassann,“ segir Birta Líf. Hún bendir þó á það að Davidson hafi einnig fengið sér þó nokkur húðflúr tileinkuð tónlistarkonunni Ariönu Grande þegar þau voru saman. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Lét húðflúra nafn Kardashian á sig
FM957 Brennslan Hollywood Húðflúr Tengdar fréttir Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. 8. mars 2022 16:30 Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. 3. mars 2022 12:16 Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. 8. mars 2022 16:30
Ye grefur Pete Davidson í nýjasta tónlistarmyndbandinu sínu Nýjasta útspil rapparans Ye, áður Kanye West, hefur vakið töluverða athygli síðustu klukkustundir. Í nýju myndbandi við lagið Eazy grefur hann leirútgáfu Pete Davidsson. 3. mars 2022 12:16
Kanye herjar á Pete Davidson: „Sjáið þennan fávita“ Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur farið stórum á Instagram um helgina en hann hefur greinilega haft Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian fyrrverandi konu Kanye og grínista, á heilanum. 14. febrúar 2022 14:00