Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Snorri Másson skrifar 15. mars 2022 11:24 Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi. Elkem Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður. Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður.
Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30