Telja sig hafa handtekið morðingjann í New York og Washington Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2022 12:30 Umfangsmikil leit að morðingjanum hófst nýverið eftir að lögregluþjónar sáu að sami maður hafði skotið heimilislausa í bæði New York og Washington DC. AP/Eduardo Munoz Alvarez Lögreglan í Washington DC hefur handtekið mann sem grunaður er um hafa myrt minnst tvo heimilislausa menn og sært þrjá til viðbótar í New York og Washington DC. Verið er að yfirheyra hann í Washington. Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Yfirvöld beggja borga kölluðu í gær eftir aðstoð almennings við að hafa upp á manninum og voru myndir af honum birtar á netinu. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Muriel Bowser og Eric Adams, borgarstjóra Washington DC og New York, í gær hvöttu þau heimilislaust fólk í borgunum til að leita til úrræða sem væru í boði. Sjá einnig: Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Maðurinn er grunaður um að hafa sært heimilislausan mann í Washington DC aðfaranótt 3. mars. Hann mun svo hafa sært annan þann 8. mars en degi eftir það fannst látinn maður inn í brennandi tjaldi. Rannsókn leiddi í ljós að hann hafði verið stunginn margsinnis og skotinn. Eftir það er maðurinn sagður hafa farið til New York og á laugardaginn á hann að hafa skotið heimilislausan mann þar í handlegginn. Einungis níutíumínutum síðar skaut hann annan mann til bana. Nokkrar af árásunum náðust á myndband. Það var eftir að myndir úr öryggismyndavélum í New York voru birtar á netinu sem lögregluþjónar í Washington DC tóku eftir því að líklega væri um sama mann að ræða. Lögreglan hefur lítið annað sagt en að maðurinn hafi verið handtekinn og segir að frekari upplýsingar verði veittar síðar. ARRESTED: Early this AM, law enforcement arrested the suspect in Washington, DC. He is currently being interviewed at our Homicide Branch. Additional information will be forthcoming. Thanks to the community for all your tips. pic.twitter.com/lvFu3LeMTd— DC Police Department (@DCPoliceDept) March 15, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Sjá meira
Skaut þrjá heimilislausa menn í New York um helgina Lögregla í New York í Bandaríkjunum leitar nú manns sem skaut þrjá heimilislausa einstaklinga, og þar af tvo til bana, þar sem þeir lágu sofandi á götum borgarinnar um helgina. Lögregla hefur boðið 10 þúsund dali fyrir þann sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku mannsins. 14. mars 2022 08:14