Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2022 22:53 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður félagsins. Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að Agnieszku hafi borist bréf frá Viðari þar sem hún var innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði hún að því á fundinum að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra Sigurðsson um vefsíðugerð með lögmætum hætti og að hún væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Viðar fullyrti síðar að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Segir þetta hluta af kosningabaráttu Viðar furðar sig á því að Agnieszka og stjórn Eflingar hafi ekki látið þar við sitja og vilji nú láta útbúa lögfræðiúttekt. Agnieszka tók við sem starfandi formaður eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku. Listi Sólveigar endurnýjaði svo umboð sitt í stjórnarkjöri Eflingar þann 15. febrúar en hún hefur ekki enn tekið við formennsku. „Að venju þá reikna ég með að ekkert samband verði haft við mig, mér ekki tilkynnt að ég sé undir rannsókn eða gefið færi á að tjá mig eða veita svör og útskýringar. Agnieszka eða aðrir stjórnarmenn munu ekki sjálf standa fyrir máli sínu um eitt eða neitt, heldur munu þau eins og vanalega leka gögnunum í fjölmiðla og skýla sér bakvið nafnleysi,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þess verður svo auðvitað vandlega gætt að lýsa glæpum mínum með mátulega óljósu orðalagi. Best er að gera það þannig til að nógu erfitt sé að bera nokkuð til baka.“ Hann segir þetta merki um áframhaldandi kosningabaráttu Agnieszku sem hafi byrjað fyrir alvöru þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sigraði kosningarnar í febrúar. „Daginn eftir byrjaði Agnieszka á að ata mig aur á fundi trúnaðarráðs að mér fjarstöddum. Hún svaraði ekki skriflegri beiðni minni um útskýringar heldur lak málinu í fjölmiðla, þar sem hefur verið kjamsað á því með aðstoð nafnlausra heimildarmanna, ýmsar fréttir birtar um mig og varaforseti Alþýðusambandsins ræstur út til að lýsa áhyggjum sínum af því að ég stundi fjárdrátt og önnur lögbrot,“ skrifar Viðar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að Agnieszku hafi borist bréf frá Viðari þar sem hún var innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu ýjaði hún að því á fundinum að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra Sigurðsson um vefsíðugerð með lögmætum hætti og að hún væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn er sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Viðar fullyrti síðar að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. Segir þetta hluta af kosningabaráttu Viðar furðar sig á því að Agnieszka og stjórn Eflingar hafi ekki látið þar við sitja og vilji nú láta útbúa lögfræðiúttekt. Agnieszka tók við sem starfandi formaður eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku. Listi Sólveigar endurnýjaði svo umboð sitt í stjórnarkjöri Eflingar þann 15. febrúar en hún hefur ekki enn tekið við formennsku. „Að venju þá reikna ég með að ekkert samband verði haft við mig, mér ekki tilkynnt að ég sé undir rannsókn eða gefið færi á að tjá mig eða veita svör og útskýringar. Agnieszka eða aðrir stjórnarmenn munu ekki sjálf standa fyrir máli sínu um eitt eða neitt, heldur munu þau eins og vanalega leka gögnunum í fjölmiðla og skýla sér bakvið nafnleysi,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. „Þess verður svo auðvitað vandlega gætt að lýsa glæpum mínum með mátulega óljósu orðalagi. Best er að gera það þannig til að nógu erfitt sé að bera nokkuð til baka.“ Hann segir þetta merki um áframhaldandi kosningabaráttu Agnieszku sem hafi byrjað fyrir alvöru þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sigraði kosningarnar í febrúar. „Daginn eftir byrjaði Agnieszka á að ata mig aur á fundi trúnaðarráðs að mér fjarstöddum. Hún svaraði ekki skriflegri beiðni minni um útskýringar heldur lak málinu í fjölmiðla, þar sem hefur verið kjamsað á því með aðstoð nafnlausra heimildarmanna, ýmsar fréttir birtar um mig og varaforseti Alþýðusambandsins ræstur út til að lýsa áhyggjum sínum af því að ég stundi fjárdrátt og önnur lögbrot,“ skrifar Viðar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira