Örnefnanefnd mælir með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2022 10:54 Frá Mývatni. Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu síðasta sumar að sameina sveitarfélögin. Vísir/Vilhelm Örnefnanefnd telur að þrjár af þeim tillögum sem bárust nefndinni til umsagnar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, falla best að nafngiftahefð í landinu. Það eru nöfnin Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar sem sent hefur verið undirbúningsstjórn um sameiningu sveitarfélaganna, en íbúar þar samþykktu sameiningu í kosningu síðasta sumar. Alls barst örnefnanefnd átta tillögur til umsagnar; Goðaþing, Þingeyjarsveitir, Laxárþing, Andaþing, Mýþing, Hraunborg, Suðurþing og Fossaþing. Var það gert í kjölfar rafrænnar hugmyndasöfnunar um nýtt nafn og fór undirbúningsstjórnin yfir tillögurnar og sendi nefndinni þær til umsagnar. Nefndin taldi Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing falla best að íslenskri nafngiftahefð í landinu. Nefndin lagðist þó ekki gegn nöfnunum Fossaþing, Mýþing og Þingeyjarsveitir. Það átti þó ekki við þegar kom að tveimur nafnanna, en nefndin lagðist gegn nöfnunum Andaþing og Hraunborg. Það mun koma til kasta nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið muni heita. Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og formaður undirbúningsstjórnar, sagði samtali við Vísi í gær að í næsta mánuði verði þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnun á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. Tillögur sem örnefnanefnd mælir með og falla best að nafngiftahefð Suðurþing: Í rökstuðningi með tillögunni segir að nafnið vísi til staðsetningar hins nýja sveitarfélags sem sé að öllu leyti innan marka gömlu Suður-Þingeyjarsýslu. Þá kallist það á við nafn nágrannasveitarfélagisns Norðurþings. Laxárþing: Í rökstuðningi með tillögu kemur fram að nafnið vísi til þekkts kennileitis í sveitarfélaginu, Laxár í Aðaldal/Láxárdal sem eigi upptök sín í Mývatni í Skútustaðahreppi og renni til sjávar í Þingeyjarsveit. Goðaþing: Í rökstuðningi með tillögunni segir að nafnið feli í sér þríþætta vísum – Þorgeirs Ljósvetningagoða, Goðafoss sem sé nokkurn veginn í miðju sameinaðs sveitarfélags og svo einkennisfugls Mývatns, flórgoðans. Tillögur sem örnefnanefnd leggst ekki gegn Þingeyjarsveitir: Í tillögunni er vísað til til þeirrar hefðar að kenna svæðið við Þingey í Skjálfandafljóti og þar sem sameinað sveitarfélag sé myndað úr mörgum sveitum sé fleirtölumyndin lýsandi. Nefndin bendir þó á að ekki sé hefð fyrir því að fleirtölumyndin sveitir myndi eftirlið í nöfnum sveitarfélaga og nafnið Þineyjarsveitir sé ekki í samræmi við meginsjónarmið örnafnanefndar um nöfn sveitarfélaga. Mýþing: Í rökstuðningi með tillögunni kemur frma að nafnið vísi til Mývatns og mýsins sem þar þrífst og til orðsins þing. Nefndin segir þó ekki hefð fyrir því að nöfn sveitarfélaga séu leidd af nafni dýrategunda á þann hátt sem hér um ræðir. Fossaþing: Nefndin telur nafnið ekki sérkennandi fyrir byggðarlag fremur en mörg önnur. Í rökstuðningi með tillögunni segir að í sameinuðu sveitarfélagi séu margir af fegustu og þekktustu fossum landsins – Dettifoss, Hafragilsfoss, Selfoss, Goðagoss, Aldeyjarfoss, Ullarfoss og Hrafnabjargarfoss. Tillögur sem örnefnanefnd leggst gegn Andaþing: Í rökstuðningi með tillögunni segir að nafnið vísi til þess að mikill fjöldi andafugla hafist við á Mývatni á sumrun. Þá sé vísaði í kvæðið Sveitin mín eftir Sigurð Jónsson frá Arnarvatni þar sem fyrir koma vísuorðin Hér á andinn óðul sín/öll sem verða á jörðu fundin. Nefndin segir ekki hefð vera fyrir því að nöfn sveitarfélaga séu leidd af nafni dýratefunda og þá þyki nafnið heldur ekki sérkennandi fyrir sveitarfélag fremur en mörg önnur. Hraunborg: Í rökstuðningi með tillögunni segir að nafnið vísi til „eldfjallalandslagsins í hinu sameinaða sveitarfélagi sem myndaðist af stórum basalthraungosum fyrir um 2300 árum“. Þá sé einnig vísað til Ódáðahrauns. Nefndin segir ekki vera hefð fyrir því að leiða nafn sveitarfélags, eða byggðanöfn yfirhöfuð, beint af nafnorði eins og hraunborg (klettamyndanir úr hrauni), það er stærðfræðilegu samnefni. Í meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga er mælt með að eftirliðurinn -borg sé aðeins hafður um mjög stórt samfellt þéttbýilissvæði. Því komi ekki til greina að mæla með að eftirliðurinn -borg sé hafður um dreifbýlissveitarfélag. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit og rúmlega þrír af hverjum fórum í Skútustaðahreppi. Íslenska á tækniöld Sveitarstjórnarmál Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. 15. mars 2022 14:11 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar sem sent hefur verið undirbúningsstjórn um sameiningu sveitarfélaganna, en íbúar þar samþykktu sameiningu í kosningu síðasta sumar. Alls barst örnefnanefnd átta tillögur til umsagnar; Goðaþing, Þingeyjarsveitir, Laxárþing, Andaþing, Mýþing, Hraunborg, Suðurþing og Fossaþing. Var það gert í kjölfar rafrænnar hugmyndasöfnunar um nýtt nafn og fór undirbúningsstjórnin yfir tillögurnar og sendi nefndinni þær til umsagnar. Nefndin taldi Suðurþing, Laxárþing og Goðaþing falla best að íslenskri nafngiftahefð í landinu. Nefndin lagðist þó ekki gegn nöfnunum Fossaþing, Mýþing og Þingeyjarsveitir. Það átti þó ekki við þegar kom að tveimur nafnanna, en nefndin lagðist gegn nöfnunum Andaþing og Hraunborg. Það mun koma til kasta nýrrar sveitarstjórnar sem tekur við að loknum sveitarstjórnarkosningum að taka ákvörðun um hvaða sveitarfélagið muni heita. Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og formaður undirbúningsstjórnar, sagði samtali við Vísi í gær að í næsta mánuði verði þó nokkrar tillögur sendar áfram í ráðgefandi skoðanakönnun á meðal íbúa um hvað sveitarfélagið eigi að heita. Tillögur sem örnefnanefnd mælir með og falla best að nafngiftahefð Suðurþing: Í rökstuðningi með tillögunni segir að nafnið vísi til staðsetningar hins nýja sveitarfélags sem sé að öllu leyti innan marka gömlu Suður-Þingeyjarsýslu. Þá kallist það á við nafn nágrannasveitarfélagisns Norðurþings. Laxárþing: Í rökstuðningi með tillögu kemur fram að nafnið vísi til þekkts kennileitis í sveitarfélaginu, Laxár í Aðaldal/Láxárdal sem eigi upptök sín í Mývatni í Skútustaðahreppi og renni til sjávar í Þingeyjarsveit. Goðaþing: Í rökstuðningi með tillögunni segir að nafnið feli í sér þríþætta vísum – Þorgeirs Ljósvetningagoða, Goðafoss sem sé nokkurn veginn í miðju sameinaðs sveitarfélags og svo einkennisfugls Mývatns, flórgoðans. Tillögur sem örnefnanefnd leggst ekki gegn Þingeyjarsveitir: Í tillögunni er vísað til til þeirrar hefðar að kenna svæðið við Þingey í Skjálfandafljóti og þar sem sameinað sveitarfélag sé myndað úr mörgum sveitum sé fleirtölumyndin lýsandi. Nefndin bendir þó á að ekki sé hefð fyrir því að fleirtölumyndin sveitir myndi eftirlið í nöfnum sveitarfélaga og nafnið Þineyjarsveitir sé ekki í samræmi við meginsjónarmið örnafnanefndar um nöfn sveitarfélaga. Mýþing: Í rökstuðningi með tillögunni kemur frma að nafnið vísi til Mývatns og mýsins sem þar þrífst og til orðsins þing. Nefndin segir þó ekki hefð fyrir því að nöfn sveitarfélaga séu leidd af nafni dýrategunda á þann hátt sem hér um ræðir. Fossaþing: Nefndin telur nafnið ekki sérkennandi fyrir byggðarlag fremur en mörg önnur. Í rökstuðningi með tillögunni segir að í sameinuðu sveitarfélagi séu margir af fegustu og þekktustu fossum landsins – Dettifoss, Hafragilsfoss, Selfoss, Goðagoss, Aldeyjarfoss, Ullarfoss og Hrafnabjargarfoss. Tillögur sem örnefnanefnd leggst gegn Andaþing: Í rökstuðningi með tillögunni segir að nafnið vísi til þess að mikill fjöldi andafugla hafist við á Mývatni á sumrun. Þá sé vísaði í kvæðið Sveitin mín eftir Sigurð Jónsson frá Arnarvatni þar sem fyrir koma vísuorðin Hér á andinn óðul sín/öll sem verða á jörðu fundin. Nefndin segir ekki hefð vera fyrir því að nöfn sveitarfélaga séu leidd af nafni dýratefunda og þá þyki nafnið heldur ekki sérkennandi fyrir sveitarfélag fremur en mörg önnur. Hraunborg: Í rökstuðningi með tillögunni segir að nafnið vísi til „eldfjallalandslagsins í hinu sameinaða sveitarfélagi sem myndaðist af stórum basalthraungosum fyrir um 2300 árum“. Þá sé einnig vísað til Ódáðahrauns. Nefndin segir ekki vera hefð fyrir því að leiða nafn sveitarfélags, eða byggðanöfn yfirhöfuð, beint af nafnorði eins og hraunborg (klettamyndanir úr hrauni), það er stærðfræðilegu samnefni. Í meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga er mælt með að eftirliðurinn -borg sé aðeins hafður um mjög stórt samfellt þéttbýilissvæði. Því komi ekki til greina að mæla með að eftirliðurinn -borg sé hafður um dreifbýlissveitarfélag. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit og rúmlega þrír af hverjum fórum í Skútustaðahreppi.
Íslenska á tækniöld Sveitarstjórnarmál Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. 15. mars 2022 14:11 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins. 15. mars 2022 14:11