Breyttist úr innipúka í útivistarmann og hreindýraskyttu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. mars 2022 13:31 Kári Egilsson flutti tólf ára til Grænlands Hvar er best að búa Hjónin Ingunn Ásgeirsdóttir og Egill Þorri Steingrímsson fluttu ásamt yngri syni sínum, Kára Egilssyni, til Grænlands árið 2018, eftir fimm ára dvöl í Brussel. Kári hóf framhaldsskólanám síðastliðið haust í Danmörku en þau segja hann hafa blómstrað þessi ár sem þau bjuggu í höfuðstað Grænlands, Nuuk. Þau segja að hann hafi verið innipúki á meðan þau bjuggu í Brussel og alls ekki hneigður til íþrótta. „Hann sóttist ekkert í neinn hasar eða neitt,“ segir Egill enda tilveran í stórborginni Brussel órafjarri lífinu á Grænlandi. Í Brussel þurfti að skipuleggja samveru við vini með góðum fyrirvara og skólinn strangur. En líf hans gjörbreyttist þegar þau fluttu með hann tólf ára gamlan úr aganum í Brussel í frelsið á Grænlandi. Þar æfði hann box undir handleiðslu þjálfara frá Íran, varð hreindýraskytta kornungur og naut frelsisins sem fylgir því að búa í víðáttunni á Grænlandi - eins og sjá má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? sem sýndur var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Klippa: Sonurinn Made in Greenland Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Egil og Ingunni og Kára til Nuuk á Grænlandi en í þáttaröðinni heimsækir hún alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Ferðalög Hvar er best að búa? Grænland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. 14. mars 2022 15:30 Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? 6. mars 2022 13:31 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Kári hóf framhaldsskólanám síðastliðið haust í Danmörku en þau segja hann hafa blómstrað þessi ár sem þau bjuggu í höfuðstað Grænlands, Nuuk. Þau segja að hann hafi verið innipúki á meðan þau bjuggu í Brussel og alls ekki hneigður til íþrótta. „Hann sóttist ekkert í neinn hasar eða neitt,“ segir Egill enda tilveran í stórborginni Brussel órafjarri lífinu á Grænlandi. Í Brussel þurfti að skipuleggja samveru við vini með góðum fyrirvara og skólinn strangur. En líf hans gjörbreyttist þegar þau fluttu með hann tólf ára gamlan úr aganum í Brussel í frelsið á Grænlandi. Þar æfði hann box undir handleiðslu þjálfara frá Íran, varð hreindýraskytta kornungur og naut frelsisins sem fylgir því að búa í víðáttunni á Grænlandi - eins og sjá má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? sem sýndur var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Klippa: Sonurinn Made in Greenland Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Egil og Ingunni og Kára til Nuuk á Grænlandi en í þáttaröðinni heimsækir hún alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Ferðalög Hvar er best að búa? Grænland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. 14. mars 2022 15:30 Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? 6. mars 2022 13:31 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. 14. mars 2022 15:30
Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? 6. mars 2022 13:31