„Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2022 15:19 Vladimír Pútín var fagnað ákaft er hann gekk á svið. AP/Ramil Sitdikov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu. Viðburðurinn var haldinn á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu en lögreglan segir rúmlega tvö hundruð þúsund manns hafa verið á leikvanginum og fyrir utan hann. Tiltölulega sjaldgæft er að Pútin sjáist á viðburðum sem þessum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann talaði um innrásina í Úkraínu sem réttmæta og vitnaði í fyrri fullyrðingar sínar um hið meinta þjóðarmorð á Rússum í Úkraínu, sem rússneskir ráðamenn hafa talað um að undanförnu. Engar marktækar sannanir hafa verið færðar fyrir þessu þjóðarmorði og Úkraínumenn og aðrir þvertaka fyrir að það hafi átt sér stað. Sagði innrásina nauðsynlega Pútín sagði einnig að innrásin í Úkraínu hefði verið nauðsynleg því Bandaríkin væru að nota landið til að ógna Rússlandi. Þá hét Pútín því að Rússland myndi bera sigur úr býtum í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi hafa verið margsaga um ástæður innrásarinnar. Meðal annars hafa þeir sagt að Úkraína hafi ógnað Rússlandi með því að vilja ganga í NATO, að Úkraína og Bandaríkin hafi unnið að þróun efnavopna í Úkraínu og hafi ætlað að nota fugla til að dreifa þeim og að Úkraínumenn hafi unnið að þróun kjarnorkuvopna. „Við vitum hvað við þurfum að gera, hvernig við eigum að gera það og hvað það kostar. Við munum ná fram öllum okkar markmiðum,“ sagði hinn 69 ára gamli forseti, samkvæmt frétt Reuters. Fór fögrum orðum um hermenn Hann fór fögrum orðum um rússneska hermenn og sagði þá styðja hvorn annan og jafnvel „skýla hvorum öðrum frá byssukúlum með eigin líkömum, eins og bræður“. Pútín sagði aðra eins samkennd ekki hafa sést í Rússlandi um langt skeið. Yfirvöld í Rússlandi viðurkenndu fyrir þó nokkrum dögum síðan að tæplega fimm hundruð hermenn hefðu fallið í Úkraínu. Þá hefur verið gert ólöglegt að kalla innrásina innrás í Rússlandi og hægt er að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að gagnrýna hana. Það vakti mikla athygli að klippt var á sjónvarpsútsendinguna áður en ræðu Pútíns lauk en fljótt kom í ljós að það var vegna tæknilegra vandræða. Sömuleiðis hefur vakið athygli að er hann ávarpaði fólkið og þjóðina, var Pútín klæddur í ítalska dúnúlpu sem sögð er kosta tæpar tvær milljónir króna. According to @MoscowTimes, Putin was wearing a jacket worth almost $15,000 today during his Speech to the People. https://t.co/IbeRSZcGUO pic.twitter.com/WBircKxRxZ— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 18, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Vaktin: Rússar hraktir frá Mykolaiv Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína. 18. mars 2022 16:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Viðburðurinn var haldinn á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu en lögreglan segir rúmlega tvö hundruð þúsund manns hafa verið á leikvanginum og fyrir utan hann. Tiltölulega sjaldgæft er að Pútin sjáist á viðburðum sem þessum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann talaði um innrásina í Úkraínu sem réttmæta og vitnaði í fyrri fullyrðingar sínar um hið meinta þjóðarmorð á Rússum í Úkraínu, sem rússneskir ráðamenn hafa talað um að undanförnu. Engar marktækar sannanir hafa verið færðar fyrir þessu þjóðarmorði og Úkraínumenn og aðrir þvertaka fyrir að það hafi átt sér stað. Sagði innrásina nauðsynlega Pútín sagði einnig að innrásin í Úkraínu hefði verið nauðsynleg því Bandaríkin væru að nota landið til að ógna Rússlandi. Þá hét Pútín því að Rússland myndi bera sigur úr býtum í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi hafa verið margsaga um ástæður innrásarinnar. Meðal annars hafa þeir sagt að Úkraína hafi ógnað Rússlandi með því að vilja ganga í NATO, að Úkraína og Bandaríkin hafi unnið að þróun efnavopna í Úkraínu og hafi ætlað að nota fugla til að dreifa þeim og að Úkraínumenn hafi unnið að þróun kjarnorkuvopna. „Við vitum hvað við þurfum að gera, hvernig við eigum að gera það og hvað það kostar. Við munum ná fram öllum okkar markmiðum,“ sagði hinn 69 ára gamli forseti, samkvæmt frétt Reuters. Fór fögrum orðum um hermenn Hann fór fögrum orðum um rússneska hermenn og sagði þá styðja hvorn annan og jafnvel „skýla hvorum öðrum frá byssukúlum með eigin líkömum, eins og bræður“. Pútín sagði aðra eins samkennd ekki hafa sést í Rússlandi um langt skeið. Yfirvöld í Rússlandi viðurkenndu fyrir þó nokkrum dögum síðan að tæplega fimm hundruð hermenn hefðu fallið í Úkraínu. Þá hefur verið gert ólöglegt að kalla innrásina innrás í Rússlandi og hægt er að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að gagnrýna hana. Það vakti mikla athygli að klippt var á sjónvarpsútsendinguna áður en ræðu Pútíns lauk en fljótt kom í ljós að það var vegna tæknilegra vandræða. Sömuleiðis hefur vakið athygli að er hann ávarpaði fólkið og þjóðina, var Pútín klæddur í ítalska dúnúlpu sem sögð er kosta tæpar tvær milljónir króna. According to @MoscowTimes, Putin was wearing a jacket worth almost $15,000 today during his Speech to the People. https://t.co/IbeRSZcGUO pic.twitter.com/WBircKxRxZ— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 18, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Vaktin: Rússar hraktir frá Mykolaiv Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína. 18. mars 2022 16:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41
Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34
Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13
Vaktin: Rússar hraktir frá Mykolaiv Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína. 18. mars 2022 16:45