Njarðvík sótti stigin tvö fyrir Vestan Atli Arason skrifar 21. mars 2022 21:44 Njarðvíkingar geta leyft sér að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar unnu öruggan 33 stiga sigur á Vestra á Ísafirði í eina leik kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta, 82-115. Leikurinn var jafn framan af áður en Njarðvík náði 13 stiga áhlaupi sem kom þeim í 12 stiga forskot, 9-21. Þetta forskot gáfu gestirnir aldrei eftir en Njarðvík vann fyrsta leikhluta 20-29 og bættu um betur með því að vinna annan leikhluta 19-30. Hálfleikstölur voru því 39-59. Ísfirðingar komu sterkari en áður út í síðari hálfleik en þeim tókst þó einungis að minnka muninn tvívegis niður í 17 stig áður en gestirnir tóku leikinn aftur yfir og dreifðist stigaskorið nokkuð jafnt yfir leikmannahóp Njarðvíkur. Logi Gunnarsson kláraði þriðja fjórðung fyrir gestina með sniðskoti, sem gerði að verkum að þeir leiddu með 30 stigum fyrir loka leikhlutann, 59-89. Síðasti fjórðungur var bara formsatriði en hann var jafnframt sá jafnasti. Mario Matasovic kastar þó niður þriggja stiga körfu sem nær mestu forystu sem Njarðvík náði í leiknum öllum þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fjórða leikhluta, 36 stiga munur í stöðunni 61-97. Heimamenn reyna hvað þeir geta að laga stöðuna en leiknum lýkur með 33 stiga sigri Njarðvíkur, 82-115. Mario Matasovic var stigahæsti leikmaður leiksins með 26 stig en Mario tók líka 6 fráköst ásamt því að gefa 3 stoðsendingar. Fotis Lampropoulos var framlagshæstur með 35 framlagspunkta en Lampropoulos gerði 21 stig, tók 13 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Marko Jurica var bestur í liði Vestra með 25 stig, 7 fráköst og 1 stoðsendingu, alls 28 framlagspunktar. Njarðvík styrkir stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum en núna er liðið aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Þórs frá Þorlákshöfn þegar þrír leikir eru eftir. Vestri er eftir sem áður í 11. sæti deildarinnar með 8 stig. Ísfirðingar eru 6 stigum frá öruggu sæti þegar jafnmörg stig eru eftir í pottinum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Vestri Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Leikurinn var jafn framan af áður en Njarðvík náði 13 stiga áhlaupi sem kom þeim í 12 stiga forskot, 9-21. Þetta forskot gáfu gestirnir aldrei eftir en Njarðvík vann fyrsta leikhluta 20-29 og bættu um betur með því að vinna annan leikhluta 19-30. Hálfleikstölur voru því 39-59. Ísfirðingar komu sterkari en áður út í síðari hálfleik en þeim tókst þó einungis að minnka muninn tvívegis niður í 17 stig áður en gestirnir tóku leikinn aftur yfir og dreifðist stigaskorið nokkuð jafnt yfir leikmannahóp Njarðvíkur. Logi Gunnarsson kláraði þriðja fjórðung fyrir gestina með sniðskoti, sem gerði að verkum að þeir leiddu með 30 stigum fyrir loka leikhlutann, 59-89. Síðasti fjórðungur var bara formsatriði en hann var jafnframt sá jafnasti. Mario Matasovic kastar þó niður þriggja stiga körfu sem nær mestu forystu sem Njarðvík náði í leiknum öllum þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fjórða leikhluta, 36 stiga munur í stöðunni 61-97. Heimamenn reyna hvað þeir geta að laga stöðuna en leiknum lýkur með 33 stiga sigri Njarðvíkur, 82-115. Mario Matasovic var stigahæsti leikmaður leiksins með 26 stig en Mario tók líka 6 fráköst ásamt því að gefa 3 stoðsendingar. Fotis Lampropoulos var framlagshæstur með 35 framlagspunkta en Lampropoulos gerði 21 stig, tók 13 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Marko Jurica var bestur í liði Vestra með 25 stig, 7 fráköst og 1 stoðsendingu, alls 28 framlagspunktar. Njarðvík styrkir stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum en núna er liðið aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Þórs frá Þorlákshöfn þegar þrír leikir eru eftir. Vestri er eftir sem áður í 11. sæti deildarinnar með 8 stig. Ísfirðingar eru 6 stigum frá öruggu sæti þegar jafnmörg stig eru eftir í pottinum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Vestri Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum