Fótbolti

Afturelding áfram í undanúrslit Lengjubikarsins

Atli Arason skrifar
Aftureldingastúlkur fagna.
Aftureldingastúlkur fagna. mynd/facebook síða aftureldingar/Lárus wöhler

Afturelding gerði sér lítið fyrir og sigraði Þrótt frekar örugglega 3-1, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri lengst af.

Þórhildur Þórhallsdóttir gerði tvennu á fimm mínútna kafla fyrir Aftureldingu snemma leiks, fyrra markið kom á 20. mínútu en það seinna á 25. Sigrún Gunndís Harðardóttir, leikmaður Aftureldingar fékk svo reisupassann á 29. mínútu og Mosfellingar urðu að klára leikinn með aðeins 10 leikmönnum. 

Það virtist þó ekki koma á sök því Kristín Þóra Birgisdóttir bætti við þriðja markinu örfáum andartökum síðar þegar hún skoraði á 33. mínútu leiksins. Andrea Rut Bjarnadóttir minnkaði muninn fyrir Þrótt á 41. mínútu og staðan var því 3-1 í hálfleik. Meira var þó ekki skorað í leiknum og stigin þrjú fara í Mosfellsbæ.

Sigurinn þýðir að Afturelding hoppar upp í annað sæti riðils 2 með 10 stig. Afturelding fer því áfram í undanúrslit A-deildar Lengjubikarsins þar sem þær munu leika við Breiðablik næsta föstudag. Þróttur situr eftir í fimmta sæti riðilsins með 3 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×