Fótbolti

Evrópumeistararnir mæta Suður-Ameríkumeisturunum á Wembley

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ítalir eru ríkjandi Evrópumeistarar.
Ítalir eru ríkjandi Evrópumeistarar. Christian Charisius/picture alliance via Getty Images

Ítalía og Argentína munu mætast á Wembley í einskonar „Meistarar meistaranna“ leik þann 1. júní næstkomandi.

Ítalir urðu Evrópumeistarar síðasta sumar eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Englendingum, aðeins einum degi eftir að Argentínumenn tryggðu sér Suður-Ameríkumeistaratitilinn eftir sigur gegn Brasilíumönnum.

Nú hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfest að Ítalía og Argentína munu mætast þann 1. júní næstkomandi á Wembley í London í leik sem þeir kalla „Finalissima.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikur af þessu tagi er haldinn, en UEFA og knattspyrnusamband Suður-Ameríku, CONMEBOL, skipulögðu slíka leiki árin 1985 og 1993. Frakkar stóðu uppi sem sigurvegarar árið 1985 og Argentína fagnaði sigri árið 1993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×