Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 09:48 Með kaupunum fer hlutur ríkisins í Íslandsbanka úr 65 prósentum í 42,5 prósent af útistandandi hlutum í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær. Bankasýslan hóf í gær söluferli á minnst tuttugu prósent af hlut ríkisins í bankanum. „Veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu og bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga,“ segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Hyggjast halda áfram sölu Íslandsbanka Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Þann 18. mars heimilaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Bankasýslu ríkisins að selja hluti ríkissjóðs í nokkrum skrefum. Bankasýslan hefur skuldbundið sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 90 daga eftir að viðskiptin ganga í gegn, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29 Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær. Bankasýslan hóf í gær söluferli á minnst tuttugu prósent af hlut ríkisins í bankanum. „Veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu og bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga,“ segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Hyggjast halda áfram sölu Íslandsbanka Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Þann 18. mars heimilaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Bankasýslu ríkisins að selja hluti ríkissjóðs í nokkrum skrefum. Bankasýslan hefur skuldbundið sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 90 daga eftir að viðskiptin ganga í gegn, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29 Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07
Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37
Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00
Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29