Kæru kaffistofugestir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir skrifar 23. mars 2022 15:30 Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. Í þessum pistli vil ég kynna fyrir ykkur stórt mál sem varðar valfrelsi, lífið og dauðann. Mögulega dálítið þungt kaffistofuspjallsefni en afar mikilvægt eigi að síður! Pistillinn fjallar um mikilvæga ákvörðun sem liggur á borði stjórnvalda. Ákvörðun sem varðar okkar hinstu kveðjustund og fæstir vita af fyrr en þau standa í þeim sporum að þurfa að kveðja ástvin. Eldfimar grunnupplýsingar Á Íslandi er ein bálstofa, bálstofan í Fossvogi, sem rekin er af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). KGRP hafa rekið bálstofuna síðastliðin 74 ár, eða frá árinu 1948. Þá tók KGRP við rekstri bálstofunnar af Bálfararfélagi Íslands (nánar um það á balfarafelag.is) sem hafði gert bálstofuna í Fossvogi að veruleika. Búnaður þessarar bálstofu er skiljanlega barn síns tíma og á honum er enginn mengunarvarnabúnaður. Það er því kominn tími á uppfærslu – þó fyrr hefði mátt vera. KGRP er sjálfseignastofnun sem heyrir undir þjóðkirkju eins og aðrir kirkjugarðar landsins, en biskup Íslands er yfirmaður kirkjugarðanna. Á hverju ári fá kirkjugarðar landsins 1,3 milljarða kr. úr ríkissjóði til þess að sinna hlutverki sínu: að taka grafir og sinna viðhaldi á kirkjugörðum. Þjónusta við bálfarir endaði á borði kirkjugarðanna um miðja síðustu öld fyrir hreina tilviljun, en ekkert í lögum segir að bálstofa skuli rekin af ríkinu eða kirkjugörðum. Enda er bálför í eðli sínu sjálfsögð þjónusta en ekki trúarleg athöfn. KGRP hafa nú blásið lífi í gamlar áætlanir og vilja byggja nýja bálstofu, ásamt öðru húsnæði, alls 4.000 fermetra í Gufuneskirkjugarði. Til þess þurfa kirkjugarðarnir að fá auka framlag úr ríkissjóði í þær framkvæmdir sem gæti hlaupið á milljörðum króna. Skv. útreikningum kirkjugarðaráðs mun bara bálstofan kosta 1,2 milljarða króna. Það skýtur skökku við að val okkar við lífslok sé takmarkað við eitt trúfélag. Það er mikilvægt að fleira sé í boði, eitthvað þar sem við stöndum öll jöfn, enda erum við jú öll jöfn fyrir dauðanum. En er eitthvað annað í boði? Nýr valkostur Já, það eru fleiri valkostir í boði. Það er gleðilegt að segja frá því að umhverfisvænn og nútímalegur valkostur getur orðið að veruleika. Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins. Um er að ræða samfélagslega nýsköpun, frumkvöðlaverkefni, sem hefur sprungið út á undanförnum árum og er tilbúið til að taka næstu skref. Tré lífsins er óhagnaðardrifin sjálfseignastofnun sem vill opna nýja bálstofu með kveðjurými fyrir hinstu kveðjustundir, falleg salarkynni fyrir aðrar athafnir, kyrrðarrými með fallegu útsýni og Minningagarða þar sem m.a. verður hægt að gróðursetja ösku ástvina ásamt tré. Tré lífsins hefur fengið lóð fyrir starfsemi sína í Rjúpnadal í Garðabæ. Þau sem nýta sér þjónustu Trés lífsins munu velja hver sér um athöfnina og hvernig þau vilja að hún fari fram. Þannig geta prestar, ásatrúargoðar, athafnastjórar Siðmenntar eða aðrir haldið utan um athöfnina sem fram fer í húsakynnum Trés lífsins. Einnig getur fólk haldið útför í sinni kirkju, hofi eða húsnæði síns félags, en bálförin fer síðan fram hjá Tré lífsins kjósi fólk bálför. Að bálför lokinni getur fólk valið um að jarðsetja duftkerið ofan á kistuleiði í kirkjugarði, í duftreit í kirkjugarði, dreift öskunni yfir hafi eða óbyggðum eða gróðursett hana ásamt tré í Minningagarði Trés lífsins. Valið er þitt og það er mikilvægt að virða. Skiptir það máli hver veitir bálfaraþjónustu? Já, það skiptir svo sannarlega máli hver býður upp á þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess hvað við erum orðið fallegt og fjölmenningarlegt samfélag einstaklinga með ólíka trú og lífsskoðun. Á Íslandi eru yfir 50 skráð trúar- og lífsskoðunarfélög auk fjölda sem standa utan þeirra. Fjölmennasta trúfélagið er þjóðkirkjan, en tæplega 140 þúsund landsmanna standa alfarið utan trúar- og lífsskoðunarfélaga eða eru skráð í annað trúar- eða lífsskoðunarfélag en hana. Þrátt fyrir að kirkjur séu falleg rými, mikil listasmíð og eigi stóran sess í hjörtum margra, þá er vöntun á fallegu, hátíðlegu og óháðu rými til þess að halda mikilvægar athafnir lífsins, svo sem hinstu kveðjustundir, hjónavígslur eða nafngjafir. Þó margar kirkjur landsins standi borgurum opnar, óháð trú þeirra, hentar alls ekki öllum að halda persónulegar athafnir innan þeirra veggja. Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir. Þá er það einnig markmið verkefnisins að skapa falleg svæði, minningagarða óháða trúfélögum, þar sem hægt er að gróðursetja ösku ástvina ásamt tré – sé það vilji viðkomandi. Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum Það hyllir undir mikilvægar ákvarðanir í máli þessu en dómsmálaráðherra hefur fengið óháðan aðila til þess að meta þá valkosti sem uppi eru varðandi byggingu nýrrar bálstofu. Á borði ráðherra eru mikilvæg álitamál sem liggja til grundvallar slíkri ákvörðun, enda varðar hún okkur öll. Álitamálin eru meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Á að taka samfélagslegri nýsköpun, frumkvöðlastarfi og nýjum valkostum, sem taka tillit til allra, fagnandi? Þessum spurningum munu stjórnvöld svara á næstu vikum með ákvörðun sinni. Ákvörðun þeirra mun marka stefnu varðandi bálfararþjónustu til framtíðar og því um stórt mál að ræða. Ef bálfaraþjónusta verður áfram á forræði kirkjugarðanna verður ekkert af Trés lífsins. Frelsið er yndislegt og á að vera til staðar fram á okkar hinstu stund. Okkur sem stöndum að Tré lífsins þykir mikilvægt að þjónusta við bálfarir verði færð til óháðs aðila – þar sem öll eru velkomin, og þjónustan fær að þróast til að mæta fjölbreyttum þörfum opins samfélags. Hvað finnst kaffistofugestum? Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem ólst upp í kirkjunni en finnst við þurfum að taka meira tillit til allra í samfélaginu okkar, óháð trú þeirra eða lífsskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. Í þessum pistli vil ég kynna fyrir ykkur stórt mál sem varðar valfrelsi, lífið og dauðann. Mögulega dálítið þungt kaffistofuspjallsefni en afar mikilvægt eigi að síður! Pistillinn fjallar um mikilvæga ákvörðun sem liggur á borði stjórnvalda. Ákvörðun sem varðar okkar hinstu kveðjustund og fæstir vita af fyrr en þau standa í þeim sporum að þurfa að kveðja ástvin. Eldfimar grunnupplýsingar Á Íslandi er ein bálstofa, bálstofan í Fossvogi, sem rekin er af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). KGRP hafa rekið bálstofuna síðastliðin 74 ár, eða frá árinu 1948. Þá tók KGRP við rekstri bálstofunnar af Bálfararfélagi Íslands (nánar um það á balfarafelag.is) sem hafði gert bálstofuna í Fossvogi að veruleika. Búnaður þessarar bálstofu er skiljanlega barn síns tíma og á honum er enginn mengunarvarnabúnaður. Það er því kominn tími á uppfærslu – þó fyrr hefði mátt vera. KGRP er sjálfseignastofnun sem heyrir undir þjóðkirkju eins og aðrir kirkjugarðar landsins, en biskup Íslands er yfirmaður kirkjugarðanna. Á hverju ári fá kirkjugarðar landsins 1,3 milljarða kr. úr ríkissjóði til þess að sinna hlutverki sínu: að taka grafir og sinna viðhaldi á kirkjugörðum. Þjónusta við bálfarir endaði á borði kirkjugarðanna um miðja síðustu öld fyrir hreina tilviljun, en ekkert í lögum segir að bálstofa skuli rekin af ríkinu eða kirkjugörðum. Enda er bálför í eðli sínu sjálfsögð þjónusta en ekki trúarleg athöfn. KGRP hafa nú blásið lífi í gamlar áætlanir og vilja byggja nýja bálstofu, ásamt öðru húsnæði, alls 4.000 fermetra í Gufuneskirkjugarði. Til þess þurfa kirkjugarðarnir að fá auka framlag úr ríkissjóði í þær framkvæmdir sem gæti hlaupið á milljörðum króna. Skv. útreikningum kirkjugarðaráðs mun bara bálstofan kosta 1,2 milljarða króna. Það skýtur skökku við að val okkar við lífslok sé takmarkað við eitt trúfélag. Það er mikilvægt að fleira sé í boði, eitthvað þar sem við stöndum öll jöfn, enda erum við jú öll jöfn fyrir dauðanum. En er eitthvað annað í boði? Nýr valkostur Já, það eru fleiri valkostir í boði. Það er gleðilegt að segja frá því að umhverfisvænn og nútímalegur valkostur getur orðið að veruleika. Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins. Um er að ræða samfélagslega nýsköpun, frumkvöðlaverkefni, sem hefur sprungið út á undanförnum árum og er tilbúið til að taka næstu skref. Tré lífsins er óhagnaðardrifin sjálfseignastofnun sem vill opna nýja bálstofu með kveðjurými fyrir hinstu kveðjustundir, falleg salarkynni fyrir aðrar athafnir, kyrrðarrými með fallegu útsýni og Minningagarða þar sem m.a. verður hægt að gróðursetja ösku ástvina ásamt tré. Tré lífsins hefur fengið lóð fyrir starfsemi sína í Rjúpnadal í Garðabæ. Þau sem nýta sér þjónustu Trés lífsins munu velja hver sér um athöfnina og hvernig þau vilja að hún fari fram. Þannig geta prestar, ásatrúargoðar, athafnastjórar Siðmenntar eða aðrir haldið utan um athöfnina sem fram fer í húsakynnum Trés lífsins. Einnig getur fólk haldið útför í sinni kirkju, hofi eða húsnæði síns félags, en bálförin fer síðan fram hjá Tré lífsins kjósi fólk bálför. Að bálför lokinni getur fólk valið um að jarðsetja duftkerið ofan á kistuleiði í kirkjugarði, í duftreit í kirkjugarði, dreift öskunni yfir hafi eða óbyggðum eða gróðursett hana ásamt tré í Minningagarði Trés lífsins. Valið er þitt og það er mikilvægt að virða. Skiptir það máli hver veitir bálfaraþjónustu? Já, það skiptir svo sannarlega máli hver býður upp á þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess hvað við erum orðið fallegt og fjölmenningarlegt samfélag einstaklinga með ólíka trú og lífsskoðun. Á Íslandi eru yfir 50 skráð trúar- og lífsskoðunarfélög auk fjölda sem standa utan þeirra. Fjölmennasta trúfélagið er þjóðkirkjan, en tæplega 140 þúsund landsmanna standa alfarið utan trúar- og lífsskoðunarfélaga eða eru skráð í annað trúar- eða lífsskoðunarfélag en hana. Þrátt fyrir að kirkjur séu falleg rými, mikil listasmíð og eigi stóran sess í hjörtum margra, þá er vöntun á fallegu, hátíðlegu og óháðu rými til þess að halda mikilvægar athafnir lífsins, svo sem hinstu kveðjustundir, hjónavígslur eða nafngjafir. Þó margar kirkjur landsins standi borgurum opnar, óháð trú þeirra, hentar alls ekki öllum að halda persónulegar athafnir innan þeirra veggja. Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir. Þá er það einnig markmið verkefnisins að skapa falleg svæði, minningagarða óháða trúfélögum, þar sem hægt er að gróðursetja ösku ástvina ásamt tré – sé það vilji viðkomandi. Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum Það hyllir undir mikilvægar ákvarðanir í máli þessu en dómsmálaráðherra hefur fengið óháðan aðila til þess að meta þá valkosti sem uppi eru varðandi byggingu nýrrar bálstofu. Á borði ráðherra eru mikilvæg álitamál sem liggja til grundvallar slíkri ákvörðun, enda varðar hún okkur öll. Álitamálin eru meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Á að taka samfélagslegri nýsköpun, frumkvöðlastarfi og nýjum valkostum, sem taka tillit til allra, fagnandi? Þessum spurningum munu stjórnvöld svara á næstu vikum með ákvörðun sinni. Ákvörðun þeirra mun marka stefnu varðandi bálfararþjónustu til framtíðar og því um stórt mál að ræða. Ef bálfaraþjónusta verður áfram á forræði kirkjugarðanna verður ekkert af Trés lífsins. Frelsið er yndislegt og á að vera til staðar fram á okkar hinstu stund. Okkur sem stöndum að Tré lífsins þykir mikilvægt að þjónusta við bálfarir verði færð til óháðs aðila – þar sem öll eru velkomin, og þjónustan fær að þróast til að mæta fjölbreyttum þörfum opins samfélags. Hvað finnst kaffistofugestum? Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem ólst upp í kirkjunni en finnst við þurfum að taka meira tillit til allra í samfélaginu okkar, óháð trú þeirra eða lífsskoðun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun