Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. mars 2022 18:42 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýnir að fagfjárferstar hafi fengið afslátt af kaupum á fjórðungshlut í Íslandsbanka. Vísir/Arnar Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslunnar á tæplega fjórðungs hlut ríkisins í Íslandsbanka sem hófst í gær og lauk sex í morgun. Velflestir lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir hér sýndu útboðinu áhuga ásamt erlendum fjárfestum. Söluverð á hvern hlut var 117 kr. en Bankasýslan, Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, JP Morgan og Citigroup sáu m.a. um verðmatið. Fram kemur í upplýsingum frá Bankasýslunni að endanleg ákvörðun um verðið hafi verið í höndum fjármálaráðherra. Athygli hefur vakið að markaðsverð á hvern hlut í bankanum í Kauphöllinni í gær var hærra eða 122 kr. á hvern hlut og hafa þeir greiningaraðilar sem fréttastofa hefur rætt við í dag sagt að óánægju gæti vegna afsláttarins einkum þar sem umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum. Einhver tilboð hafi verið hærra en þetta verð. Þá hækkaði verð í bankanum í dag um tvö prósent. Ríkið fær með sölunni tæplega 53 milljarða króna en hefði fengið um tveimur milljörðum hærra verð hefði markaðsgengi dagsins í gær gilt. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur söluverð á hlutum ríkisins í bankanum í fyrra og núna óeðlilegt. „Þetta er enn einn skandall fjármálaráðherra, að gefa fjárfestum ríflegan afslátt af kaupverði og selja eignir ríkisins á undirverði. Það þarf að skoða og rannsaka af hverju verið er að selja hlut ríkisins með afslætti að næturlagi. Þá er vert að benda á að verð á hlutabréfum í bankanum hefur hækkað um 60% frá því ríkið seldi þriðjungs hlut í honum fyrir tíu mánuðum síðan. Sex erlendir fjárfestar seldu til að mynda í bankanum nokkrum dögum eftir fyrra útboðið með gríðarlegum hagnaði. Í heild hefur almenningur nú þegar orðið af tugum milljarða króna hefði bankinn verið seldur á réttu verði í fyrra útboðinu og því sem fór fram í gær. Almenningur hlýtur að krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér, þetta er bara spilling,“ segir Ragnar. Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Íslenska ríkið er í fyrsta skipti frá bankahruni orðið minnihlutaeigandi í viðskiptabönkunum þremur eftir söluna. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Tengdar fréttir Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslunnar á tæplega fjórðungs hlut ríkisins í Íslandsbanka sem hófst í gær og lauk sex í morgun. Velflestir lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir hér sýndu útboðinu áhuga ásamt erlendum fjárfestum. Söluverð á hvern hlut var 117 kr. en Bankasýslan, Verðbréfamiðlun Íslandsbanka, JP Morgan og Citigroup sáu m.a. um verðmatið. Fram kemur í upplýsingum frá Bankasýslunni að endanleg ákvörðun um verðið hafi verið í höndum fjármálaráðherra. Athygli hefur vakið að markaðsverð á hvern hlut í bankanum í Kauphöllinni í gær var hærra eða 122 kr. á hvern hlut og hafa þeir greiningaraðilar sem fréttastofa hefur rætt við í dag sagt að óánægju gæti vegna afsláttarins einkum þar sem umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum. Einhver tilboð hafi verið hærra en þetta verð. Þá hækkaði verð í bankanum í dag um tvö prósent. Ríkið fær með sölunni tæplega 53 milljarða króna en hefði fengið um tveimur milljörðum hærra verð hefði markaðsgengi dagsins í gær gilt. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur söluverð á hlutum ríkisins í bankanum í fyrra og núna óeðlilegt. „Þetta er enn einn skandall fjármálaráðherra, að gefa fjárfestum ríflegan afslátt af kaupverði og selja eignir ríkisins á undirverði. Það þarf að skoða og rannsaka af hverju verið er að selja hlut ríkisins með afslætti að næturlagi. Þá er vert að benda á að verð á hlutabréfum í bankanum hefur hækkað um 60% frá því ríkið seldi þriðjungs hlut í honum fyrir tíu mánuðum síðan. Sex erlendir fjárfestar seldu til að mynda í bankanum nokkrum dögum eftir fyrra útboðið með gríðarlegum hagnaði. Í heild hefur almenningur nú þegar orðið af tugum milljarða króna hefði bankinn verið seldur á réttu verði í fyrra útboðinu og því sem fór fram í gær. Almenningur hlýtur að krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér, þetta er bara spilling,“ segir Ragnar. Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Íslenska ríkið er í fyrsta skipti frá bankahruni orðið minnihlutaeigandi í viðskiptabönkunum þremur eftir söluna.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Tengdar fréttir Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02