„Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2022 06:51 Joe Biden Bandaríkjaforseti kom til Brussel í gærkvöldi. AP/Olivier Matthys Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. Ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn og Úkraínumenn hafi verið að þróa slík vopn í Úkraínu og erfiðleikar innrásarhersins og hægur gangur stríðsins hafa orðið til þess að menn telja Pútín mögulega munu grípa til slíkra örþrifaráða. Hópurinn, sem gengur undir viðurnefninu Tígris-teymið, skoðar einnig hvernig Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra ættu að bregðast við ef átökin teygðu anga sína inn á yfirráðasvæði Nató, til dæmis með árásum á vopnasendingar. Þá er einnig unnið að því að leggja drög að viðbrögðum ef Pútín lætur ekki staðar numið í Úkraínu og ræðst inn í til að mynda Móldóvu eða Georgíu. Samkvæmt New York Times verða þessir möguleikar ræddir á fundi Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag en ríkin hafa enn ekki komist að samkomulagi um það hvernig þau munu bregðast við ef átökin í Úkraínu þróast með þessum hætti. Eitt af því sem þarf að ákveða er hvað Nató-ríkin myndu gera ef Rússar beittu kjarnorkuvopnum yfir höfuð og hvernig þau ættu að bregðast við ef þeir beittu kjarnorku- eða efnavopnum innan landamæra Úkraínu, sem gætu haft skaðvænleg áhrif í nágrannríkjum, það er að segja hvort það væri nóg til að kalla á hernaðarleg viðbrögð Nató. Umfjöllun New York Times. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Kjarnorka Bandaríkin NATO Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn og Úkraínumenn hafi verið að þróa slík vopn í Úkraínu og erfiðleikar innrásarhersins og hægur gangur stríðsins hafa orðið til þess að menn telja Pútín mögulega munu grípa til slíkra örþrifaráða. Hópurinn, sem gengur undir viðurnefninu Tígris-teymið, skoðar einnig hvernig Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra ættu að bregðast við ef átökin teygðu anga sína inn á yfirráðasvæði Nató, til dæmis með árásum á vopnasendingar. Þá er einnig unnið að því að leggja drög að viðbrögðum ef Pútín lætur ekki staðar numið í Úkraínu og ræðst inn í til að mynda Móldóvu eða Georgíu. Samkvæmt New York Times verða þessir möguleikar ræddir á fundi Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag en ríkin hafa enn ekki komist að samkomulagi um það hvernig þau munu bregðast við ef átökin í Úkraínu þróast með þessum hætti. Eitt af því sem þarf að ákveða er hvað Nató-ríkin myndu gera ef Rússar beittu kjarnorkuvopnum yfir höfuð og hvernig þau ættu að bregðast við ef þeir beittu kjarnorku- eða efnavopnum innan landamæra Úkraínu, sem gætu haft skaðvænleg áhrif í nágrannríkjum, það er að segja hvort það væri nóg til að kalla á hernaðarleg viðbrögð Nató. Umfjöllun New York Times.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Kjarnorka Bandaríkin NATO Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira