Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 11:43 Joe Biden forseti Bandaríkjanna, Emmanuel Macron forseti Frakklands og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands stinga saman nefjum í upphafi leiðtogafundar NATO í morgun. Á milli Bidens og Macrons má sjá glitta í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. AP/Brendan Smialowski Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. Í dag er mánuður frá því Rússar réðust inn í fullvalda Úkraínu undir því yfirskyni að þeir væru að frelsa íbúa landsins af rússneskum uppruna undan nasisma sem þyrfti að uppræta í landinu með því að afvopna úkraínska herinn. Hafi Vlaidimir Putin búist við að rússneska hernum yrði fagnað af miklum mannfjölda og Úkraína yrði hertekin á nokkrum dögum misreiknaði hann sig hraparlega. Í fyrsta lagi reyndist úkraínski herinn öflugur andstæðingur, samstaða þjóðarinnar gríðarleg og viðbrögð og samstaða Vesturlanda samhent og mikil. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fór út á götu í Kænugarði í nótt og þakkaði öllum þeim sem stutt hefðu Úkraínu og frelsið á þeim mánuði sem liðinn væri frá upphafi innrásarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans.AP/forsetaembætti Úkraínu „En stríðið heldur áfram. Hryðjuverkin gegn friðsamri þjóð hafa nú staðið yfir í mánuð. Hjarta mitt, hjarta allra Úkraínumanna og allra frjálsra jarðarbúa brestur vegna þessa,“ sagði forsetinn sem í þetta skipti brá út af úkraínskunni og ávarpaði heimsbyggðina á ensku og hvatti alla til að sýna Úkraínu samstöðu í dag og næstu daga. „Yfirgefið skrifstofurnar, heimili ykkar, skólana og háskólana. Komið saman í nafni friðar með táknum íbúa Úkraínu til að styðja land okkar, til að styðja frelsið, til að styðja lífið,“ sagði Zelenskyy. Beiting efnavopna myndi gerbreyta stöðunni Neyðarfundur leiðtoga NATO-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem hófst í Brussel klukkan átta í morgun er einstakur í sinni röð. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið veita Úkraínu einstakan stuðning í sögu bandalagsins og muni efla herstyrk sinn til mikilla muna í austurhluta Evrópu. Innrás Rússa væri klárt brot á alþjóðalögum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATOAP/Brendan Smialowsk Stoltenberg ítrekaði aftur á móti að NATO ríkin muni ekki setja flugbann á Úkraínu og hefja þannig bein átök við Rússa. Beiti Rússar hins vegar efnavopnum með skelfilegum afleiðingum fyrir úkraínsku þjóðina kallaði það á önnur og víðtækari viðbrögð en hingað til. „En auðvitað yrði alltaf hætta á að slík efni dreifðust til annarra landa og þar með NATO-ríkja. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur umfram þá staðreynd að NATO er álvalt tilbúið til að verja og bregðast við hvers konar árásum á aðildarríki bandalagsins,“ sagði Stoltenberg. Zelenskyy mun ávarpa leiðtogafundinn síðar í dag þar sem búist er við ákvörðun þeirra um að herða enn á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fréttamannafundi Jens Stoltenberg á Vísi kl. 12:15. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Í dag er mánuður frá því Rússar réðust inn í fullvalda Úkraínu undir því yfirskyni að þeir væru að frelsa íbúa landsins af rússneskum uppruna undan nasisma sem þyrfti að uppræta í landinu með því að afvopna úkraínska herinn. Hafi Vlaidimir Putin búist við að rússneska hernum yrði fagnað af miklum mannfjölda og Úkraína yrði hertekin á nokkrum dögum misreiknaði hann sig hraparlega. Í fyrsta lagi reyndist úkraínski herinn öflugur andstæðingur, samstaða þjóðarinnar gríðarleg og viðbrögð og samstaða Vesturlanda samhent og mikil. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fór út á götu í Kænugarði í nótt og þakkaði öllum þeim sem stutt hefðu Úkraínu og frelsið á þeim mánuði sem liðinn væri frá upphafi innrásarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans.AP/forsetaembætti Úkraínu „En stríðið heldur áfram. Hryðjuverkin gegn friðsamri þjóð hafa nú staðið yfir í mánuð. Hjarta mitt, hjarta allra Úkraínumanna og allra frjálsra jarðarbúa brestur vegna þessa,“ sagði forsetinn sem í þetta skipti brá út af úkraínskunni og ávarpaði heimsbyggðina á ensku og hvatti alla til að sýna Úkraínu samstöðu í dag og næstu daga. „Yfirgefið skrifstofurnar, heimili ykkar, skólana og háskólana. Komið saman í nafni friðar með táknum íbúa Úkraínu til að styðja land okkar, til að styðja frelsið, til að styðja lífið,“ sagði Zelenskyy. Beiting efnavopna myndi gerbreyta stöðunni Neyðarfundur leiðtoga NATO-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem hófst í Brussel klukkan átta í morgun er einstakur í sinni röð. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið veita Úkraínu einstakan stuðning í sögu bandalagsins og muni efla herstyrk sinn til mikilla muna í austurhluta Evrópu. Innrás Rússa væri klárt brot á alþjóðalögum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATOAP/Brendan Smialowsk Stoltenberg ítrekaði aftur á móti að NATO ríkin muni ekki setja flugbann á Úkraínu og hefja þannig bein átök við Rússa. Beiti Rússar hins vegar efnavopnum með skelfilegum afleiðingum fyrir úkraínsku þjóðina kallaði það á önnur og víðtækari viðbrögð en hingað til. „En auðvitað yrði alltaf hætta á að slík efni dreifðust til annarra landa og þar með NATO-ríkja. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur umfram þá staðreynd að NATO er álvalt tilbúið til að verja og bregðast við hvers konar árásum á aðildarríki bandalagsins,“ sagði Stoltenberg. Zelenskyy mun ávarpa leiðtogafundinn síðar í dag þar sem búist er við ákvörðun þeirra um að herða enn á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fréttamannafundi Jens Stoltenberg á Vísi kl. 12:15.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47
Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47
Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31