Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Leikni 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari niður um eitt sæti frá því í fyrra. Leiknir gerði mjög vel á síðasta tímabili og hélt sér örugglega uppi. Nýliðarnir voru sérstaklega öflugir á heimavelli og fengu þar tuttugu af 22 stigum sínum. Sævar Atli Magnússon var frábær og skoraði tíu mörk áður en hann var seldur til Lyngby í Danmörku. Leiknir vann Val í fyrsta leik eftir brotthvarf Sævars en eftir það var lítið að frétta. Breiðhyltingar fengu aðeins eitt stig í síðustu sex leikjum sínum og skoruðu bara tvö mörk. Sem betur fer fyrir Leiknismenn voru þeir búnir að safna nógu mörgum stigum áður en Sævar fór svo falldraugurinn knúði aldrei dyra í Breiðholtinu. Hin stærsta ástæðan fyrir því að Leiknir hélt sér uppi, markvörðurinn Guy Smit, er farinn til Vals og Leiknismenn þurfa því að venjast lífinu án þeirra Sævars. En Leiknismenn hafa allavega gert vel á félagaskiptamarkaðnum í vetur og fengið leikmenn með flottar ferilskrár. Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur náð aðdáunarverðum árangri með Leikni síðan hann tók við liðinu sumarið 2019. Næsta verkefni hans er að byggja ofan á gott síðasta tímabil og festa Leikni í sessi í efstu deild. Svona var síðasta sumar Væntingarstuðullinn: Enduðu fjórum sætum ofar en þeim var spáð (12. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 38 prósent stiga í húsi (8 af 21) Júní: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) Júlí: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) Ágúst: 33 prósent stiga í húsi (5 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) - Besti dagur: 8. ágúst Leiknir vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals sem voru þá á toppnum í deildinni sem var sjötti sigurinn í átta síðustu heimaleikjum liðsins. Versti dagur: 15. ágúst Leiknir steinlá 5-0 á útivelli á móti FH og fékk eftir það aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum sínum. - Tölfræðin Árangur: 8. sæti (22 stig) Sóknarleikur: 11. sæti (18 mörk skoruð) Varnarleikur: 10. sæti (43 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti (20 stig) Árangur á útivelli: 12. sæti (2 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (12. júlí til 19. júlí) Flestir tapleikir í röð: 4 (29. ágúst til 25. september) Markahæsti leikmaður: Sævar Atli Magnússon 10 Flestar stoðsendingar: Emil Berger 4 Þáttur í flestum mörkum: Sævar Atli Magnússon 12 Flest gul spjöld: Daði Bærings Halldórsson, Daníel Finns Matthíasson og Emil Berger 6 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Leiknis í sumar.vísir/hjalti Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður (f. 1990): Eftir fimm ára fjarveru er Óttar Bjarni snúinn til uppeldisfélagsins. Á hann að mynda traust miðvarðarteymi með þeim Brynjari Hlöðverssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það þarf að ganga eftir ætli Leiknir sér ekki að vera hlaupa undan falldraugnum í allt sumar. Emil Berger, miðjumaður (f. 1991): Sterkbyggður miðjumaður sem spilaði mjög vel á síðustu leiktíð. Á eftir að koma í ljós hvernig nýtt leikkerfi liðsins hentar honum en það er deginum ljósara að mikil ábyrgð verður sett á herðar hans í sumar. Hvort hann bogni eða brotni mun koma í ljós þegar laufin fara að falla í haust. Daníel Finns Matthíasson, kantmaður (f. 2000): Stórskemmtilegur leikmaður sem nýtur sín vel úti á vængnum og getur komið inn á völlinn og sveiflað sínum margrómaða vinstri fæti. Var nýverið valinn í U-21 árs landsliðiðið og ætti að koma fullur sjálfstrausts inn í tímabilið. Óttar Bjarni Guðmundsson, Emil Berger og Daníel Finns Matthíasson ráða miklu um það hvað Leiknir gerir í sumar.vísir/hag/hulda margrét Fylgist með: Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður (2000) Ungur og óreyndur markvörður sem er hent í djúpu laugina. Á aðeins að baki fjóra deildar- og bikarleiki fyrir félagið sem og fimm leiki fyrir 4. deildarlið KB sumarið 2019. Viktor Freyr á að fylla skarð Guy Smit en Breiðhyltingar vonast til þess að hann feti í fótspor Eyjólfs Tómassonar og verji aðalmarkvörður liðsins næsta áratug eða svo. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Leiknis.vísir/hjalti Þó að Leiknismenn hafi sleppt því að kaupa sér markmann í stað Guys Smit, sem var algjör lykilmaður í liðinu, virðast þeir hafa heilt yfir gert gott mót á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Þeir þurftu að versla og gerðu það. Erlendu leikmennirnir sem félagið sótti sér eru í það minnsta afar spennandi. Maciej Makuszewski var í pólska landsliðinu fyrir fáeinum árum og þessi 32 ára miðjumaður kemur til með að munda skotfótinn í Breiðholti. Daninn Mikkel Dahl setti markamet í efstu deild Færeyja í fyrra með því að skora 27 mörk (!) í 25 leikjum og verður hreinlega að minnka skaðann sem Leiknir fann svo vel fyrir þegar Sævar Atli kvaddi í fyrra. Annar Dani, Mikkel Jakobsen, eflir Leiknisliðið á miðjunni eða vinstri kanti. Leiknir hefur sömuleiðis endurheimt tvo uppalda leikmenn; varnarmanninn Óttar Bjarna Guðmundsson og miðjumanninn Sindra Björnsson. Þá kom Róbert Hauksson, ungur og spennandi, sóknarsinnaður leikmaður sem skoraði sex mörk fyrir Þrótt í Lengjudeildinni í fyrra. Hversu langt er síðan að Leiknir .... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: Aldrei ... féll úr deildinni: 7 ár (2015) ... átti markakóng deildarinnar: Aldrei ... átti besta leikmann deildarinnar: Aldrei ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei Að lokum ... Brynjar Hlöðversson var lykilmaður hjá Leikni í efstu 2015 og 2021 og verður það áfram í sumar.vísir/Hulda Margrét Eins og síðasta tímabili lauk eftir brotthvarf Sævars Atla og svo Smits var erfitt að sjá Leikni gera mikið sumarið 2022. Breiðhyltingar nýttu hins vegar veturinn vel, söfnuðu liði og líta nokkuð vel út fyrir baráttuna sem framundan er. Sem stendur er stærsta spurningamerki liðsins hinn ungi Viktor Freyr. Markvörðurinn ungi er hins vegar sönnun þess að þótt Leiknir sé að reyna festa sig í sessi í efstu deild mun félagið ekki henda gildum sínum út um gluggann heldur halda áfram að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri. Það vantar aldrei neitt upp á samstöðuna og liðsandann hjá Leikni og á hliðarlínunni er einn mest spennandi þjálfari landsins. Nú eru væntingarnar hins vegar meiri en síðast og ljóst að það dugar skammt að fá bara tvö stig á útivelli. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Leikni 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari niður um eitt sæti frá því í fyrra. Leiknir gerði mjög vel á síðasta tímabili og hélt sér örugglega uppi. Nýliðarnir voru sérstaklega öflugir á heimavelli og fengu þar tuttugu af 22 stigum sínum. Sævar Atli Magnússon var frábær og skoraði tíu mörk áður en hann var seldur til Lyngby í Danmörku. Leiknir vann Val í fyrsta leik eftir brotthvarf Sævars en eftir það var lítið að frétta. Breiðhyltingar fengu aðeins eitt stig í síðustu sex leikjum sínum og skoruðu bara tvö mörk. Sem betur fer fyrir Leiknismenn voru þeir búnir að safna nógu mörgum stigum áður en Sævar fór svo falldraugurinn knúði aldrei dyra í Breiðholtinu. Hin stærsta ástæðan fyrir því að Leiknir hélt sér uppi, markvörðurinn Guy Smit, er farinn til Vals og Leiknismenn þurfa því að venjast lífinu án þeirra Sævars. En Leiknismenn hafa allavega gert vel á félagaskiptamarkaðnum í vetur og fengið leikmenn með flottar ferilskrár. Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur náð aðdáunarverðum árangri með Leikni síðan hann tók við liðinu sumarið 2019. Næsta verkefni hans er að byggja ofan á gott síðasta tímabil og festa Leikni í sessi í efstu deild. Svona var síðasta sumar Væntingarstuðullinn: Enduðu fjórum sætum ofar en þeim var spáð (12. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 38 prósent stiga í húsi (8 af 21) Júní: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) Júlí: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) Ágúst: 33 prósent stiga í húsi (5 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) - Besti dagur: 8. ágúst Leiknir vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals sem voru þá á toppnum í deildinni sem var sjötti sigurinn í átta síðustu heimaleikjum liðsins. Versti dagur: 15. ágúst Leiknir steinlá 5-0 á útivelli á móti FH og fékk eftir það aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum sínum. - Tölfræðin Árangur: 8. sæti (22 stig) Sóknarleikur: 11. sæti (18 mörk skoruð) Varnarleikur: 10. sæti (43 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti (20 stig) Árangur á útivelli: 12. sæti (2 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (12. júlí til 19. júlí) Flestir tapleikir í röð: 4 (29. ágúst til 25. september) Markahæsti leikmaður: Sævar Atli Magnússon 10 Flestar stoðsendingar: Emil Berger 4 Þáttur í flestum mörkum: Sævar Atli Magnússon 12 Flest gul spjöld: Daði Bærings Halldórsson, Daníel Finns Matthíasson og Emil Berger 6 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Leiknis í sumar.vísir/hjalti Óttar Bjarni Guðmundsson, miðvörður (f. 1990): Eftir fimm ára fjarveru er Óttar Bjarni snúinn til uppeldisfélagsins. Á hann að mynda traust miðvarðarteymi með þeim Brynjari Hlöðverssyni og Bjarka Aðalsteinssyni. Það þarf að ganga eftir ætli Leiknir sér ekki að vera hlaupa undan falldraugnum í allt sumar. Emil Berger, miðjumaður (f. 1991): Sterkbyggður miðjumaður sem spilaði mjög vel á síðustu leiktíð. Á eftir að koma í ljós hvernig nýtt leikkerfi liðsins hentar honum en það er deginum ljósara að mikil ábyrgð verður sett á herðar hans í sumar. Hvort hann bogni eða brotni mun koma í ljós þegar laufin fara að falla í haust. Daníel Finns Matthíasson, kantmaður (f. 2000): Stórskemmtilegur leikmaður sem nýtur sín vel úti á vængnum og getur komið inn á völlinn og sveiflað sínum margrómaða vinstri fæti. Var nýverið valinn í U-21 árs landsliðiðið og ætti að koma fullur sjálfstrausts inn í tímabilið. Óttar Bjarni Guðmundsson, Emil Berger og Daníel Finns Matthíasson ráða miklu um það hvað Leiknir gerir í sumar.vísir/hag/hulda margrét Fylgist með: Viktor Freyr Sigurðsson, markmaður (2000) Ungur og óreyndur markvörður sem er hent í djúpu laugina. Á aðeins að baki fjóra deildar- og bikarleiki fyrir félagið sem og fimm leiki fyrir 4. deildarlið KB sumarið 2019. Viktor Freyr á að fylla skarð Guy Smit en Breiðhyltingar vonast til þess að hann feti í fótspor Eyjólfs Tómassonar og verji aðalmarkvörður liðsins næsta áratug eða svo. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Leiknis.vísir/hjalti Þó að Leiknismenn hafi sleppt því að kaupa sér markmann í stað Guys Smit, sem var algjör lykilmaður í liðinu, virðast þeir hafa heilt yfir gert gott mót á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Þeir þurftu að versla og gerðu það. Erlendu leikmennirnir sem félagið sótti sér eru í það minnsta afar spennandi. Maciej Makuszewski var í pólska landsliðinu fyrir fáeinum árum og þessi 32 ára miðjumaður kemur til með að munda skotfótinn í Breiðholti. Daninn Mikkel Dahl setti markamet í efstu deild Færeyja í fyrra með því að skora 27 mörk (!) í 25 leikjum og verður hreinlega að minnka skaðann sem Leiknir fann svo vel fyrir þegar Sævar Atli kvaddi í fyrra. Annar Dani, Mikkel Jakobsen, eflir Leiknisliðið á miðjunni eða vinstri kanti. Leiknir hefur sömuleiðis endurheimt tvo uppalda leikmenn; varnarmanninn Óttar Bjarna Guðmundsson og miðjumanninn Sindra Björnsson. Þá kom Róbert Hauksson, ungur og spennandi, sóknarsinnaður leikmaður sem skoraði sex mörk fyrir Þrótt í Lengjudeildinni í fyrra. Hversu langt er síðan að Leiknir .... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: Aldrei ... féll úr deildinni: 7 ár (2015) ... átti markakóng deildarinnar: Aldrei ... átti besta leikmann deildarinnar: Aldrei ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei Að lokum ... Brynjar Hlöðversson var lykilmaður hjá Leikni í efstu 2015 og 2021 og verður það áfram í sumar.vísir/Hulda Margrét Eins og síðasta tímabili lauk eftir brotthvarf Sævars Atla og svo Smits var erfitt að sjá Leikni gera mikið sumarið 2022. Breiðhyltingar nýttu hins vegar veturinn vel, söfnuðu liði og líta nokkuð vel út fyrir baráttuna sem framundan er. Sem stendur er stærsta spurningamerki liðsins hinn ungi Viktor Freyr. Markvörðurinn ungi er hins vegar sönnun þess að þótt Leiknir sé að reyna festa sig í sessi í efstu deild mun félagið ekki henda gildum sínum út um gluggann heldur halda áfram að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri. Það vantar aldrei neitt upp á samstöðuna og liðsandann hjá Leikni og á hliðarlínunni er einn mest spennandi þjálfari landsins. Nú eru væntingarnar hins vegar meiri en síðast og ljóst að það dugar skammt að fá bara tvö stig á útivelli. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Væntingarstuðullinn: Enduðu fjórum sætum ofar en þeim var spáð (12. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 38 prósent stiga í húsi (8 af 21) Júní: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) Júlí: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) Ágúst: 33 prósent stiga í húsi (5 af 15) September: 0 prósent stiga í húsi (0 af 9) - Besti dagur: 8. ágúst Leiknir vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals sem voru þá á toppnum í deildinni sem var sjötti sigurinn í átta síðustu heimaleikjum liðsins. Versti dagur: 15. ágúst Leiknir steinlá 5-0 á útivelli á móti FH og fékk eftir það aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum sínum. - Tölfræðin Árangur: 8. sæti (22 stig) Sóknarleikur: 11. sæti (18 mörk skoruð) Varnarleikur: 10. sæti (43 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 4. sæti (20 stig) Árangur á útivelli: 12. sæti (2 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (12. júlí til 19. júlí) Flestir tapleikir í röð: 4 (29. ágúst til 25. september) Markahæsti leikmaður: Sævar Atli Magnússon 10 Flestar stoðsendingar: Emil Berger 4 Þáttur í flestum mörkum: Sævar Atli Magnússon 12 Flest gul spjöld: Daði Bærings Halldórsson, Daníel Finns Matthíasson og Emil Berger 6
Hversu langt er síðan að Leiknir .... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð bikarmeistari: Aldrei ... endaði á topp þrjú: Aldrei ... féll úr deildinni: 7 ár (2015) ... átti markakóng deildarinnar: Aldrei ... átti besta leikmann deildarinnar: Aldrei ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: Aldrei
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01