Birkir Bjarna: Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2022 14:50 Birkir Bjarnason á æfingu með íslenska liðinu út á Spáni. KSÍ Birkir Bjarnason og félagar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta horfa bjartir fram á veginn og ætla setja meiri kröfur á liðið að fara vinna fleiri leiki. Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Íslenska liðið gekk í gegnum hörð og snögg kynslóðaskipti síðasta haust og náði ekki að fylgja eftir góðum árangri síðustu ár. Nú er komið nýtt ár og það bjartsýni í íslenska hópnum ef marka má orð fyrirliðans. Íslenska karlalandsliðið spilar tvo vináttulandsleiki á næstu dögum og sá fyrri er á móti Finnum á morgun. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Þetta er kannski búinn að vera erfiður tími hingað til en margt mjög jákvætt sem við höfum gert og margt sem við getum bætt okkur í,“ sagði Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Við erum búnir að fá rosalega góðan tíma núna og meiri tíma en áður. Við erum að þróa liðið og þróa okkar leik, bæði út á velli sem og inn í fundarsal. Þetta er búið að vera ótrúlega gott fyrir okkur,“ sagði Birkir. Leikurinn á móti Finnum á morgun verður fyrsti leikur íslenska liðsins árinu með fullt lið enda um fyrsta opinbera landsleikjaglugga ársins. „Eins og við höfum verið að ræða innan hóps þá ætlum við að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og til liðsins. Við erum að fara gera meiri kröfur á sigur. Þetta er það sem þetta snýst um og við ætlum að vinna leiki og koma okkur á betri stað,“ sagði Birkir. „Það væri ekkert betra en að geta byrjað árið með sigri,“ sagði Birkir. Birkir vildi hins vegar ekki gera mikið úr árangri Norður Makedóníu í gær með það hvernig sigur þeirra á móti Íslandi speglaði íslenska landsliðið. Norður Makedónía komst einmitt upp úr riðli Íslands og í umspilið. „Við þurfum að gleyma úrslitunum sem voru í síðustu keppni og taka með okkur spilamennskuna. Einbeita okkur að því að gera betur og þróa okkur sem lið og einstaklinga. Við gerum það saman og vonandi eru bjartir tímar fram undan,“ sagði Birkir. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á morgun í Murcia á Spáni og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira