Undirrituð getur vottað að ástin var svo sannarlega í loftinu í veislusalnunm Sjálandi í Garðabæ þetta kvöld, sem skreyttur var með rauðum rósum, rauðum Fyrsta bliks kokteilum og rómantískri lýsingu. Það var bæði hlegið og grátið yfir fyrsta þættinum, enda ekki annað hægt en að hrífast með þessum yndislegu sjarmatröllum sem þorðu að stíga skrefið að fara á stefnumót fyrir framan myndavélar.
Sextán pör taka þátt í þessari þáttaröð og verða þættirnir sýndir alla föstudaga á Stöð 2 að loknum fréttum og fara samhliða því á Stöð 2+ efnisveituna. Lúðvík Páll Lúðvíksson er framleiðandi þáttanna.








Fleiri myndir má sjá í albúminu hér fyrir neðan.