Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kynfræðingur, rektor og lista­kona styrktu tengslin

Um tvöhundruð konur úr ólíkum áttum samfélagsins komu saman í Sykursalnum síðastliðinn fimmtudag þegar Auðnast hélt kvennaboð undir yfirskriftinni „Hvernig hugar þú að þínu sálræna öryggi?“ Markmiðið var að virkja sameiningarkraft kvenna, styrkja tengsl og kitla hláturtaugarnar.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­leg rappveisla í Laugar­dalnum

Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. 

Tónlist
Fréttamynd

Ástin sigrar í nýrri her­ferð gegn of­beldi

„Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta

Það var líf og fjör í Tjarnarbíói á föstudag þegar dansverkið Flækt, eftir danshöfundinn og flytjandann Juliette Louste, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda.

Lífið
Fréttamynd

Troð­full Þorlákskirkja minntist Karls Sig­hvats­sonar

Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin.

Tónlist
Fréttamynd

Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt

„Það var líf og fjör í bænum allt frá morgni til kvölds og við finnum hvernig fólk tekur svo sannarlega undir leiðarstefið okkar Saman með ljós í hjarta,“ segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar.

Lífið
Fréttamynd

Skvísur landsins skáluðu í mið­borginni

Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona, og félagar hennar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot Productions fögnuðu tíu ára afmæli fyrirtækisins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum Fjallkonan á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit

Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk.

Menning
Fréttamynd

Sól­ey og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni

Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri.

Lífið
Fréttamynd

Taum­laus gleði og stjörnum prýddir tón­leikar

Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning í Hljómskálagarðinum þegar árlegir Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram. Gríðarlegur mannskari safnaðist saman og skemmti sér fram eftir kvöldi, þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins stigu á svið.

Lífið
Fréttamynd

Dansinn dunaði á Menningar­nótt

Það var líf og fjör á Laugaveginum þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman bauð í alvöru götudanspartý fyrir utan verslun sína á Menningarnótt um liðna helgi. Plötusnúðurinn Dóra Júlía hélt uppi stuðinu á meðan gestir og gangandi dönsuðu og tóku virkan þátt í gleðinni.

Lífið
Fréttamynd

Veggjadans á Hörpu og snyrti­vörur úr sæl­gæti

Lífleg dagskrá var á Menningarnótt Reykjavíkurborgar í dag, þar sem hátt í fjögur hundruð viðburðir voru haldnir víða um alla borg. Sirkuslistakona dansaði veggjadans hátt uppi á Hörpu, á meðan Binniglee og Patrekur Jaime buðu fólki upp á ókeypis snyrtingu.

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hjónin létu sig ekki vanta

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar var frumsýnd á Íslandi fyrir fullum sal gesta í Bíó Paradís í gærkvöldi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Sam­staða og stolt í al­gleymingi í Gleðigöngunni

Hinsegin dagar náðu hápunkti sínum í dag þegar litskrúðug Gleðigangan hélt af stað frá Hallgrímskirkju. Í henni sameinuðust lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og fleiri ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum.

Lífið