Vilhjálmur lofar að gera sitt besta Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 19:30 Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði í formannskjörinu en mótframbjóðandi hans fékk 60 atkvæði. Mynd/Arngrímur Örn Hallgrímsson Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess í dag með tíu atkvæða mun. Hann segir að með samstöðu félagsfólks væri því allir vegir færir í komandi kjarasamningum sem verði erfiðir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði buðu sig báðir fram til formennsku fyrir þing Starfsgreinasambandsins sem hófst á miðvikudag á Akureyri. Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar sem er lang stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins lýsti yfir eindregnum stuðningi við Vilhjálm. Þau hafa lengi átt samleið með VR sem ekki er í starfgreinasambandinu en voru samstíga við gerð lífskjarasamninganna. Af um 72 þúsnd félagsmönnum eru tæplega 30 þúsund í Eflingu og fulltrúatala félagsins á þinginu eftir því. Kosning fór fram í morgun þar sem 135 fulltrúar voru á kjörskrá og 130 greiddu atkvæði. Elín Pálsdóttir formaður verkalýðsfélags Suðurlands og varaþingforseti kynnti úrslitin skömmu fyrir hádegi. „Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði. Þórarinn Sverrisson fékk 60 atkvæði. Því lýsi ég hér Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness ....." Lengra komst Elín ekki því mikil fagnarlæti brutust út í salnum. Vilhjálmur gekk sigurglaður í ræðustól. Hann þakkaði fjölskyldu sinni þolinmæðina og formanni Eflingar og öðrum fyrir stuðninginn. „Og ég get lofað ykkur því að ég mun reyna að gera mitt allra, allra besta. Með samstöðu ykkar eru okkur allir vegir færir," sagði Vilhjálmur Birgisson strax eftir kjörið. Stéttarfélög Tengdar fréttir Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði buðu sig báðir fram til formennsku fyrir þing Starfsgreinasambandsins sem hófst á miðvikudag á Akureyri. Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar sem er lang stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins lýsti yfir eindregnum stuðningi við Vilhjálm. Þau hafa lengi átt samleið með VR sem ekki er í starfgreinasambandinu en voru samstíga við gerð lífskjarasamninganna. Af um 72 þúsnd félagsmönnum eru tæplega 30 þúsund í Eflingu og fulltrúatala félagsins á þinginu eftir því. Kosning fór fram í morgun þar sem 135 fulltrúar voru á kjörskrá og 130 greiddu atkvæði. Elín Pálsdóttir formaður verkalýðsfélags Suðurlands og varaþingforseti kynnti úrslitin skömmu fyrir hádegi. „Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði. Þórarinn Sverrisson fékk 60 atkvæði. Því lýsi ég hér Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness ....." Lengra komst Elín ekki því mikil fagnarlæti brutust út í salnum. Vilhjálmur gekk sigurglaður í ræðustól. Hann þakkaði fjölskyldu sinni þolinmæðina og formanni Eflingar og öðrum fyrir stuðninginn. „Og ég get lofað ykkur því að ég mun reyna að gera mitt allra, allra besta. Með samstöðu ykkar eru okkur allir vegir færir," sagði Vilhjálmur Birgisson strax eftir kjörið.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53
Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12
Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31