Vilhjálmur lofar að gera sitt besta Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 19:30 Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði í formannskjörinu en mótframbjóðandi hans fékk 60 atkvæði. Mynd/Arngrímur Örn Hallgrímsson Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess í dag með tíu atkvæða mun. Hann segir að með samstöðu félagsfólks væri því allir vegir færir í komandi kjarasamningum sem verði erfiðir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði buðu sig báðir fram til formennsku fyrir þing Starfsgreinasambandsins sem hófst á miðvikudag á Akureyri. Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar sem er lang stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins lýsti yfir eindregnum stuðningi við Vilhjálm. Þau hafa lengi átt samleið með VR sem ekki er í starfgreinasambandinu en voru samstíga við gerð lífskjarasamninganna. Af um 72 þúsnd félagsmönnum eru tæplega 30 þúsund í Eflingu og fulltrúatala félagsins á þinginu eftir því. Kosning fór fram í morgun þar sem 135 fulltrúar voru á kjörskrá og 130 greiddu atkvæði. Elín Pálsdóttir formaður verkalýðsfélags Suðurlands og varaþingforseti kynnti úrslitin skömmu fyrir hádegi. „Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði. Þórarinn Sverrisson fékk 60 atkvæði. Því lýsi ég hér Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness ....." Lengra komst Elín ekki því mikil fagnarlæti brutust út í salnum. Vilhjálmur gekk sigurglaður í ræðustól. Hann þakkaði fjölskyldu sinni þolinmæðina og formanni Eflingar og öðrum fyrir stuðninginn. „Og ég get lofað ykkur því að ég mun reyna að gera mitt allra, allra besta. Með samstöðu ykkar eru okkur allir vegir færir," sagði Vilhjálmur Birgisson strax eftir kjörið. Stéttarfélög Tengdar fréttir Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði buðu sig báðir fram til formennsku fyrir þing Starfsgreinasambandsins sem hófst á miðvikudag á Akureyri. Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar sem er lang stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins lýsti yfir eindregnum stuðningi við Vilhjálm. Þau hafa lengi átt samleið með VR sem ekki er í starfgreinasambandinu en voru samstíga við gerð lífskjarasamninganna. Af um 72 þúsnd félagsmönnum eru tæplega 30 þúsund í Eflingu og fulltrúatala félagsins á þinginu eftir því. Kosning fór fram í morgun þar sem 135 fulltrúar voru á kjörskrá og 130 greiddu atkvæði. Elín Pálsdóttir formaður verkalýðsfélags Suðurlands og varaþingforseti kynnti úrslitin skömmu fyrir hádegi. „Vilhjálmur Birgisson fékk 70 atkvæði. Þórarinn Sverrisson fékk 60 atkvæði. Því lýsi ég hér Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness ....." Lengra komst Elín ekki því mikil fagnarlæti brutust út í salnum. Vilhjálmur gekk sigurglaður í ræðustól. Hann þakkaði fjölskyldu sinni þolinmæðina og formanni Eflingar og öðrum fyrir stuðninginn. „Og ég get lofað ykkur því að ég mun reyna að gera mitt allra, allra besta. Með samstöðu ykkar eru okkur allir vegir færir," sagði Vilhjálmur Birgisson strax eftir kjörið.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum. 25. mars 2022 11:53
Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12
Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. 23. mars 2022 20:31