Dómsmálaráðherra boðar breyttan raunveruleika brugghúsa Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. mars 2022 22:21 Dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í dag frumvarp sem heimilar smærri brugghúsum að selja áfengi á staðnum. Fjármálaráðherra vill ganga enn lengra og einfaldlega leyfa vefverslun með áfengi. Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra felur í sér að smærri brugghús megi selja áfengi á staðnum. Með því er átt við að hægt sé að kaupa flösku- eða dósabjór í brugghúsunum, án þess að fara þurfi krókaleiðir, til dæmis með því að opna bar inni í brugghúsinu með tilheyrandi vínveitingaleyfi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra hefur áður lagt sambærilegt frumvarp en ÁTVR sagði að frumvarpið kæmi til með að kippa stoðum undan rekstri vínverslana. Forsendur fyrir rekstri myndu að öllum líkindum bresta. Gustað hefur um ÁTVR síðustu mánuði en héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewine SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi í síðustu viku. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem fer með stjórn ÁTVR, vill ganga enn lengra. Hann segist vilja einfaldlega vilja leyfa hefðbundna vefverslun með áfengi. „Það er ekkert alvarlegra að gerast en það að það er verið að bera undir dómstóla lagatúlkun. Á maður í prinsippinu að vera á móti því að dómstólar skeri úr um ágreining um túlkun laga, nei. En ég segi að þessi ágreiningur ætti ekki að vera uppi. Það ætti ekki að vera svigrúm til þess að túlka lögin með ólíkum hætti um þetta heldur ætti löggjafinn að taka þetta til sín. Og mér finnst að löggjafinn eigi að höggva á hnútinn um það að vefverslun á bara að heimila,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra felur í sér að smærri brugghús megi selja áfengi á staðnum. Með því er átt við að hægt sé að kaupa flösku- eða dósabjór í brugghúsunum, án þess að fara þurfi krókaleiðir, til dæmis með því að opna bar inni í brugghúsinu með tilheyrandi vínveitingaleyfi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra hefur áður lagt sambærilegt frumvarp en ÁTVR sagði að frumvarpið kæmi til með að kippa stoðum undan rekstri vínverslana. Forsendur fyrir rekstri myndu að öllum líkindum bresta. Gustað hefur um ÁTVR síðustu mánuði en héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewine SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi í síðustu viku. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem fer með stjórn ÁTVR, vill ganga enn lengra. Hann segist vilja einfaldlega vilja leyfa hefðbundna vefverslun með áfengi. „Það er ekkert alvarlegra að gerast en það að það er verið að bera undir dómstóla lagatúlkun. Á maður í prinsippinu að vera á móti því að dómstólar skeri úr um ágreining um túlkun laga, nei. En ég segi að þessi ágreiningur ætti ekki að vera uppi. Það ætti ekki að vera svigrúm til þess að túlka lögin með ólíkum hætti um þetta heldur ætti löggjafinn að taka þetta til sín. Og mér finnst að löggjafinn eigi að höggva á hnútinn um það að vefverslun á bara að heimila,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um málið.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira