Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2022 10:04 Anna Kristín (t.v.) og Margrét Hrund í vinnslunni í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær. Í Gunnbjarnarholti er eitt stærst fjós landsins með um 200 kúm. Fjórir mjaltabásar eru í fjósinu þar sem kýrnar fara í til að láta mjólka sig fyrir nýju mjólkurvinnsluna á bænum. Þar inni er Anna Kristín Lárusdóttir, matvælafræðingur að setja ófitusprengda mjólk í glerflöskur þar sem hægt er að fá þrjár mismunandi bragðtegundir. Einnig er Hreppajógúrt framleitt í vinnslunni, sem fer í glerkrukkur. „Allir límmiðar eru handlímdir á flöskurnar og það er helt í þær úr könnu, þannig að það er mikið handverk við hverja flösku. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Anna Kristín. Nýja verkefnið í Gunnbjarnarholti er að fá mjög góðar viðtökur. „Já, hingað til höfum við bara fengið jákvæðar móttökur og við erum ótrúlega ánægð með hvað fólk tekur vel í þetta. Sumum finnst þetta líkjast við gamla tímann, að fá mjólk í glerflösku og svo átappar þú feitri mjólk. Fólk er bara virkilega ánægt með þetta og sérstaklega hvað þetta er umhverfisvænna heldur en fernumjólkin að því að við ætlumst til þess að fólk nýti flöskurnar aftur,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Jógúrtin frá Gunnbjarnarholti nýtur mikilla vinsælda en hún er í glerkrukkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag er hægt að fá Hreppamjólkina í þremur sjálfsölum í verslunum Krónunnar, þ.e. í Lindum, úti á Granda og á Selfossi. Í sumar verður settur sjálfsali við Gunnbjarnarholt þar sem hægt verður að fá vörurnar úr heimavinnslunni. En það er ekki bara mjólkin sem fer í flöskurnar því í heimavinnsluna er líka verið að framleiða bakaða Hreppa jógúrt með engum viðbættum sykri, sem er líka í sjálfsölunum, sem hefur slegið í gegn. Hægt er að fá mjólkina í þremur mismunandi bragðtegundum í sjálfsölum í þremur verslunum Krónunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Í Gunnbjarnarholti er eitt stærst fjós landsins með um 200 kúm. Fjórir mjaltabásar eru í fjósinu þar sem kýrnar fara í til að láta mjólka sig fyrir nýju mjólkurvinnsluna á bænum. Þar inni er Anna Kristín Lárusdóttir, matvælafræðingur að setja ófitusprengda mjólk í glerflöskur þar sem hægt er að fá þrjár mismunandi bragðtegundir. Einnig er Hreppajógúrt framleitt í vinnslunni, sem fer í glerkrukkur. „Allir límmiðar eru handlímdir á flöskurnar og það er helt í þær úr könnu, þannig að það er mikið handverk við hverja flösku. Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Anna Kristín. Nýja verkefnið í Gunnbjarnarholti er að fá mjög góðar viðtökur. „Já, hingað til höfum við bara fengið jákvæðar móttökur og við erum ótrúlega ánægð með hvað fólk tekur vel í þetta. Sumum finnst þetta líkjast við gamla tímann, að fá mjólk í glerflösku og svo átappar þú feitri mjólk. Fólk er bara virkilega ánægt með þetta og sérstaklega hvað þetta er umhverfisvænna heldur en fernumjólkin að því að við ætlumst til þess að fólk nýti flöskurnar aftur,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur. Jógúrtin frá Gunnbjarnarholti nýtur mikilla vinsælda en hún er í glerkrukkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag er hægt að fá Hreppamjólkina í þremur sjálfsölum í verslunum Krónunnar, þ.e. í Lindum, úti á Granda og á Selfossi. Í sumar verður settur sjálfsali við Gunnbjarnarholt þar sem hægt verður að fá vörurnar úr heimavinnslunni. En það er ekki bara mjólkin sem fer í flöskurnar því í heimavinnsluna er líka verið að framleiða bakaða Hreppa jógúrt með engum viðbættum sykri, sem er líka í sjálfsölunum, sem hefur slegið í gegn. Hægt er að fá mjólkina í þremur mismunandi bragðtegundum í sjálfsölum í þremur verslunum Krónunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira