Bjóða kirkjugestum upp á úkraínska borscht súpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 12:19 Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur býður kirkjugestum upp á borscht súpu að lokinni messu á morgun. Vísir/Getty Boðið verður upp á úkraínska borscht rauðrófusúpu að lokinni messu í dómkirkjunni á morgun. Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að sýna samstöðu en allur ágóði af sölu súpunnar rennur til neyðarsöfnunar hjálparstarfs kirkjunnar. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“ Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“
Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira