Bjóða kirkjugestum upp á úkraínska borscht súpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 12:19 Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur býður kirkjugestum upp á borscht súpu að lokinni messu á morgun. Vísir/Getty Boðið verður upp á úkraínska borscht rauðrófusúpu að lokinni messu í dómkirkjunni á morgun. Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að sýna samstöðu en allur ágóði af sölu súpunnar rennur til neyðarsöfnunar hjálparstarfs kirkjunnar. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“ Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“
Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira