Þegar snókeræði greip um sig á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. mars 2022 14:01 Í Valsheimilinu 1. febrúar 1990. vísir Það vita allir hvað pool er en færri vita hvaða íþrótt ballskák, eða snóker, er. En fyrir um þremur áratugum síðan vissu það allir á Íslandi enda hafði þá gripið um sig gríðarlegt æði fyrir sportinu hér á landi. Æðið náði líklega hápunkti sínum í byrjun febrúar 1990 þegar stórmeistararnir Steve Davis og Alex Higgins komu til landsins til að spila snóker fyrir troðfullu Valsheimili. Snókertímabilið var tekið fyrir í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan: Úr 128 borðum í 12 „Ég hugsa að svona 1987 eða 88 byrji snóker að fljúga upp listann hérna og er alveg mjög vinsælt til svona 93,“ segir Brynjar Valdimarsson, eða Binni eins og hann er iðulega kallaður, eigandi Snooker & Pool í Lágmúla. Það er annar tveggja staða í Reykjavík þar sem má finna snókerborð. Þau voru aðeins fleiri hér á árum áður. „Á höfuðborgarsvæðinu voru 128 borð í útleigu ef ég man rétt. En þau voru náttúrulega fleiri - það voru mörg í heimahúsum líka. Og á landinu öllu hafa verið um 180 borð í útleigu. Það var snókerstofa í Keflavík og á Selfossi... stórar og flottar stofur. Þetta var mega bissness. Fullt alls staðar og biðlistarnir endalausir,“ segir Binni. vísir/arnar 128 borð í bænum þá en ekki nema 12 í dag. En hvað í ósköpunum olli þessari rosalegu hnignun á áhuga Íslendinga á snóker? Íþrótt sem nýtur enn gríðarlegrar vinsældar úti í heimi sem fer ört vaxandi. Hvað gerðist í kring um árið 1993 á Íslandi? „Mig minnir að þá hafi þetta gengið illa hjá Stöð 2 og þeir hættu með útsendingar af snóker. þá fylgdi RÚV í kjölfarið og síðan fór snóker eiginlega bara beint niður í vinsældum. Þetta sýnir mátt sjónvarpsins. Erfitt sport Þá er samkeppnin í dag mikil. Heimurinn er orðinn hraðari en snóker er þolinmæðisíþrótt. „Þú ert náttúrulega í keppni við aðra hluti sko. Þú ert með tölvur, samfélagsmiðla, leiki... það sem er sýnt í sjónvarpinu; til dæmis fótbolti og golf og það er þá það sem ungt fólk myndi þá frekar sækja í,“ segir Binni. Brynjar Valdimarsson er eigandi snóker- og pool-stofunnar í Lágmúla.vísir/arnar Snóker er þá auðvitað ekki einfaldasta íþrótt í heimi. „Þetta er bara tæknisport skilurðu. Fólk er miklu fljótara að geta hitt kúlunum niður í pool en snóker er miklu erfiðara,“ segir Binni. Snókerborð er nefnilega miklu stærra en pool-borð og á móti kemur að bæði kúlurnar og vasinn eru minni. Reglurnar eru líka dálítið flóknari en leikurinn snýst um að safna sem flestum stigum með því að hitta til skiptis rauðri kúlu niður og lituðum kúlum. Rauð kúla gefur eitt stig en litirnir misjafnlega mörg stig, svört mest. Hækkandi meðalaldur „Meðalaldurinn í snóker hefur hækkað ansi mikið. Við getum orðað það þannig,“ segir Binni. Það gefur auga leið að hækkun meðalaldurs iðkenda er ekki góðs viti fyrir neina íþrótt. En þetta vill Binni laga. Og lausnin er ekki endilega flókin. „Það væri hægt að efla áhugann mjög mikið ef við kæmum snóker meira í sjónvarpið. Það er raunverulega alltaf leiðin held ég. Besta auglýsingin fyrir snóker er sjónvarp,“ segir hann. Þetta segist Binni staðráðinn í að reyna að gera á næstunni. Og hver veit því nema í framhaldinu verði hægt að upplifa hér á Íslandi stemmningu á borð við þá sem var í Valsheimilinu í febrúar 1990. Stemmningin var góð í Valsheimilinu.vísir Snóker Reykjavík Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Æðið náði líklega hápunkti sínum í byrjun febrúar 1990 þegar stórmeistararnir Steve Davis og Alex Higgins komu til landsins til að spila snóker fyrir troðfullu Valsheimili. Snókertímabilið var tekið fyrir í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan: Úr 128 borðum í 12 „Ég hugsa að svona 1987 eða 88 byrji snóker að fljúga upp listann hérna og er alveg mjög vinsælt til svona 93,“ segir Brynjar Valdimarsson, eða Binni eins og hann er iðulega kallaður, eigandi Snooker & Pool í Lágmúla. Það er annar tveggja staða í Reykjavík þar sem má finna snókerborð. Þau voru aðeins fleiri hér á árum áður. „Á höfuðborgarsvæðinu voru 128 borð í útleigu ef ég man rétt. En þau voru náttúrulega fleiri - það voru mörg í heimahúsum líka. Og á landinu öllu hafa verið um 180 borð í útleigu. Það var snókerstofa í Keflavík og á Selfossi... stórar og flottar stofur. Þetta var mega bissness. Fullt alls staðar og biðlistarnir endalausir,“ segir Binni. vísir/arnar 128 borð í bænum þá en ekki nema 12 í dag. En hvað í ósköpunum olli þessari rosalegu hnignun á áhuga Íslendinga á snóker? Íþrótt sem nýtur enn gríðarlegrar vinsældar úti í heimi sem fer ört vaxandi. Hvað gerðist í kring um árið 1993 á Íslandi? „Mig minnir að þá hafi þetta gengið illa hjá Stöð 2 og þeir hættu með útsendingar af snóker. þá fylgdi RÚV í kjölfarið og síðan fór snóker eiginlega bara beint niður í vinsældum. Þetta sýnir mátt sjónvarpsins. Erfitt sport Þá er samkeppnin í dag mikil. Heimurinn er orðinn hraðari en snóker er þolinmæðisíþrótt. „Þú ert náttúrulega í keppni við aðra hluti sko. Þú ert með tölvur, samfélagsmiðla, leiki... það sem er sýnt í sjónvarpinu; til dæmis fótbolti og golf og það er þá það sem ungt fólk myndi þá frekar sækja í,“ segir Binni. Brynjar Valdimarsson er eigandi snóker- og pool-stofunnar í Lágmúla.vísir/arnar Snóker er þá auðvitað ekki einfaldasta íþrótt í heimi. „Þetta er bara tæknisport skilurðu. Fólk er miklu fljótara að geta hitt kúlunum niður í pool en snóker er miklu erfiðara,“ segir Binni. Snókerborð er nefnilega miklu stærra en pool-borð og á móti kemur að bæði kúlurnar og vasinn eru minni. Reglurnar eru líka dálítið flóknari en leikurinn snýst um að safna sem flestum stigum með því að hitta til skiptis rauðri kúlu niður og lituðum kúlum. Rauð kúla gefur eitt stig en litirnir misjafnlega mörg stig, svört mest. Hækkandi meðalaldur „Meðalaldurinn í snóker hefur hækkað ansi mikið. Við getum orðað það þannig,“ segir Binni. Það gefur auga leið að hækkun meðalaldurs iðkenda er ekki góðs viti fyrir neina íþrótt. En þetta vill Binni laga. Og lausnin er ekki endilega flókin. „Það væri hægt að efla áhugann mjög mikið ef við kæmum snóker meira í sjónvarpið. Það er raunverulega alltaf leiðin held ég. Besta auglýsingin fyrir snóker er sjónvarp,“ segir hann. Þetta segist Binni staðráðinn í að reyna að gera á næstunni. Og hver veit því nema í framhaldinu verði hægt að upplifa hér á Íslandi stemmningu á borð við þá sem var í Valsheimilinu í febrúar 1990. Stemmningin var góð í Valsheimilinu.vísir
Snóker Reykjavík Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira