Kröfur upp á 87 milljónir í þrotabú Teatime Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2022 15:04 Stofnendur Teatime voru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Vísir/Þorkell Þorkelsson Skiptum á búi fyrirtækisins Teatime ehf. var lokið þann 22. mars síðastliðinn en kröfur í þrotabúið námu samtals tæpum 87 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Teatime ehf. var stofnað meðal annarra af sömu aðilum og stofnuðu fyrirtækið Plain Vanilla Games sem gaf út spurningaleikinn QuizUp. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um allan heim en um 100 milljónir manna spiluðu leikinn. Plain Vanilla seldi leikinn til Glu Mobile árið 2016 en honum var síðan lokað í mars á seinasta ári. Plain Vanilla Games sagði upp öllu starfsfólki sínu stuttu fyrir söluna en fyrirtækið fékk tæpan milljarð greiddan fyrir leikinn. Fyrirtækið lagði upp laupana stuttu eftir söluna. 10 milljónir notenda Árið 2020 gaf Teatime út leikinn Trivia Royale og notaðist hann við svokallað „royale“ kerfi sem var afar vinsælt meðal tölvuleikjaspilara á þessum tíma þegar leikir eins og Fortnite og Call of Duty: Warzone voru sem vinsælastir. Trivia Royale var vinsæll fyrst um sinn og þegar sem best gekk var leikurinn með um 10 milljónir notenda. Til að geta spilað einn leik þurftu í kringum þúsund aðrir notendur að gera slíkt hið sama og gátu þeir átt í samskiptum á meðan leikurinn var í gangi. Leikurinn vakti mikla athygli vestanhafs og fjölluðu fjölmiðlar á borð við Yahoo og TechCrunch um hann. 18 milljónir greiddar af 87 TeaTime greiddi búskröfur sem námu á fjórtándu milljóna króna að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur sem námu tæplega 36 milljónum króna. Búið er að greiða tæpar fjórar milljónir króna upp í 38 milljóna króna launa- og lífeyrissjóðskröfur. Fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki sínu í febrúar 2021 og sagði Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda þess, í samtali við Vísi á þeim tíma að ekki væri útilokað að selja leikinn til nýrra eigenda. Leikurinn er sem stendur ekki aðgengilegur á App Store. Gjaldþrot Leikjavísir Stafræn þróun Tengdar fréttir Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53 Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Teatime ehf. var stofnað meðal annarra af sömu aðilum og stofnuðu fyrirtækið Plain Vanilla Games sem gaf út spurningaleikinn QuizUp. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um allan heim en um 100 milljónir manna spiluðu leikinn. Plain Vanilla seldi leikinn til Glu Mobile árið 2016 en honum var síðan lokað í mars á seinasta ári. Plain Vanilla Games sagði upp öllu starfsfólki sínu stuttu fyrir söluna en fyrirtækið fékk tæpan milljarð greiddan fyrir leikinn. Fyrirtækið lagði upp laupana stuttu eftir söluna. 10 milljónir notenda Árið 2020 gaf Teatime út leikinn Trivia Royale og notaðist hann við svokallað „royale“ kerfi sem var afar vinsælt meðal tölvuleikjaspilara á þessum tíma þegar leikir eins og Fortnite og Call of Duty: Warzone voru sem vinsælastir. Trivia Royale var vinsæll fyrst um sinn og þegar sem best gekk var leikurinn með um 10 milljónir notenda. Til að geta spilað einn leik þurftu í kringum þúsund aðrir notendur að gera slíkt hið sama og gátu þeir átt í samskiptum á meðan leikurinn var í gangi. Leikurinn vakti mikla athygli vestanhafs og fjölluðu fjölmiðlar á borð við Yahoo og TechCrunch um hann. 18 milljónir greiddar af 87 TeaTime greiddi búskröfur sem námu á fjórtándu milljóna króna að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur sem námu tæplega 36 milljónum króna. Búið er að greiða tæpar fjórar milljónir króna upp í 38 milljóna króna launa- og lífeyrissjóðskröfur. Fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki sínu í febrúar 2021 og sagði Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda þess, í samtali við Vísi á þeim tíma að ekki væri útilokað að selja leikinn til nýrra eigenda. Leikurinn er sem stendur ekki aðgengilegur á App Store.
Gjaldþrot Leikjavísir Stafræn þróun Tengdar fréttir Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53 Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53
Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45