Kröfur upp á 87 milljónir í þrotabú Teatime Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2022 15:04 Stofnendur Teatime voru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Vísir/Þorkell Þorkelsson Skiptum á búi fyrirtækisins Teatime ehf. var lokið þann 22. mars síðastliðinn en kröfur í þrotabúið námu samtals tæpum 87 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Teatime ehf. var stofnað meðal annarra af sömu aðilum og stofnuðu fyrirtækið Plain Vanilla Games sem gaf út spurningaleikinn QuizUp. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um allan heim en um 100 milljónir manna spiluðu leikinn. Plain Vanilla seldi leikinn til Glu Mobile árið 2016 en honum var síðan lokað í mars á seinasta ári. Plain Vanilla Games sagði upp öllu starfsfólki sínu stuttu fyrir söluna en fyrirtækið fékk tæpan milljarð greiddan fyrir leikinn. Fyrirtækið lagði upp laupana stuttu eftir söluna. 10 milljónir notenda Árið 2020 gaf Teatime út leikinn Trivia Royale og notaðist hann við svokallað „royale“ kerfi sem var afar vinsælt meðal tölvuleikjaspilara á þessum tíma þegar leikir eins og Fortnite og Call of Duty: Warzone voru sem vinsælastir. Trivia Royale var vinsæll fyrst um sinn og þegar sem best gekk var leikurinn með um 10 milljónir notenda. Til að geta spilað einn leik þurftu í kringum þúsund aðrir notendur að gera slíkt hið sama og gátu þeir átt í samskiptum á meðan leikurinn var í gangi. Leikurinn vakti mikla athygli vestanhafs og fjölluðu fjölmiðlar á borð við Yahoo og TechCrunch um hann. 18 milljónir greiddar af 87 TeaTime greiddi búskröfur sem námu á fjórtándu milljóna króna að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur sem námu tæplega 36 milljónum króna. Búið er að greiða tæpar fjórar milljónir króna upp í 38 milljóna króna launa- og lífeyrissjóðskröfur. Fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki sínu í febrúar 2021 og sagði Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda þess, í samtali við Vísi á þeim tíma að ekki væri útilokað að selja leikinn til nýrra eigenda. Leikurinn er sem stendur ekki aðgengilegur á App Store. Gjaldþrot Leikjavísir Stafræn þróun Tengdar fréttir Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53 Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Teatime ehf. var stofnað meðal annarra af sömu aðilum og stofnuðu fyrirtækið Plain Vanilla Games sem gaf út spurningaleikinn QuizUp. Leikurinn var gríðarlega vinsæll um allan heim en um 100 milljónir manna spiluðu leikinn. Plain Vanilla seldi leikinn til Glu Mobile árið 2016 en honum var síðan lokað í mars á seinasta ári. Plain Vanilla Games sagði upp öllu starfsfólki sínu stuttu fyrir söluna en fyrirtækið fékk tæpan milljarð greiddan fyrir leikinn. Fyrirtækið lagði upp laupana stuttu eftir söluna. 10 milljónir notenda Árið 2020 gaf Teatime út leikinn Trivia Royale og notaðist hann við svokallað „royale“ kerfi sem var afar vinsælt meðal tölvuleikjaspilara á þessum tíma þegar leikir eins og Fortnite og Call of Duty: Warzone voru sem vinsælastir. Trivia Royale var vinsæll fyrst um sinn og þegar sem best gekk var leikurinn með um 10 milljónir notenda. Til að geta spilað einn leik þurftu í kringum þúsund aðrir notendur að gera slíkt hið sama og gátu þeir átt í samskiptum á meðan leikurinn var í gangi. Leikurinn vakti mikla athygli vestanhafs og fjölluðu fjölmiðlar á borð við Yahoo og TechCrunch um hann. 18 milljónir greiddar af 87 TeaTime greiddi búskröfur sem námu á fjórtándu milljóna króna að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur sem námu tæplega 36 milljónum króna. Búið er að greiða tæpar fjórar milljónir króna upp í 38 milljóna króna launa- og lífeyrissjóðskröfur. Fyrirtækið sagði upp öllu starfsfólki sínu í febrúar 2021 og sagði Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda þess, í samtali við Vísi á þeim tíma að ekki væri útilokað að selja leikinn til nýrra eigenda. Leikurinn er sem stendur ekki aðgengilegur á App Store.
Gjaldþrot Leikjavísir Stafræn þróun Tengdar fréttir Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53 Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
Teatime í þrot og öllum sagt upp Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 23. febrúar 2021 12:53
Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits. 19. júní 2020 15:45