Heilsugæslan hættir að bjóða upp á hraðpróf Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 15:05 Fyrir mánuði var ákveðið að hætta nær alfarið að notast við PCR-próf en nú er breyting á. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að gera breytingar á sýnatökum vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en frá og með föstudeginum 1. apríl verður einungis boðið upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut. Með breytingunni verður aðeins hægt að fara í hraðpróf hjá einkaaðilum gegn gjaldi. Dregið var verulega úr notkun PCR-prófa fyrir rúmum mánuði vegna mikils álags við greiningu og voru þá hraðgreiningarpróf notuð í auknum mæli. Fólk sem greindist með Covid þurfti ekki að fá niðurstöðu úr hraðprófi staðfesta með PCR-prófi. Undanfarinn mánuð hefur notkun á PCR-prófum verið bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem greinast daglega með Covid og ætti álagið þar af leiðandi að vera minna við greiningu. Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á vegnum travel.covid.is en sýnatakan og vottorðið kosta sjö þúsund krónur. Þeir sem eru með einkenni Covid-19 geta áfram bókað PCR-sýnatöku í gegnum Heilsuveru og ekki þarf að greiða fyrir þá þjónustu. Að því er kemur fram á vef Heilsugæslunnar verður áfram hægt að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum en reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19, sem gerði einkafyrirtækjum kleift að bjóða upp á endurgjaldslaus hraðpróf, rennur út um mánaðarmótin. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33 Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Dregið var verulega úr notkun PCR-prófa fyrir rúmum mánuði vegna mikils álags við greiningu og voru þá hraðgreiningarpróf notuð í auknum mæli. Fólk sem greindist með Covid þurfti ekki að fá niðurstöðu úr hraðprófi staðfesta með PCR-prófi. Undanfarinn mánuð hefur notkun á PCR-prófum verið bundin við ábendingar lækna og þá sem eru með alvarleg einkenni eða alvarlega undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur dregið verulega úr fjölda þeirra sem greinast daglega með Covid og ætti álagið þar af leiðandi að vera minna við greiningu. Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á vegnum travel.covid.is en sýnatakan og vottorðið kosta sjö þúsund krónur. Þeir sem eru með einkenni Covid-19 geta áfram bókað PCR-sýnatöku í gegnum Heilsuveru og ekki þarf að greiða fyrir þá þjónustu. Að því er kemur fram á vef Heilsugæslunnar verður áfram hægt að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum en reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19, sem gerði einkafyrirtækjum kleift að bjóða upp á endurgjaldslaus hraðpróf, rennur út um mánaðarmótin. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar haldi áfram að bjóða upp á sýnatöku en að notendur verði rukkaðir fyrir þá þjónustu líkt og fyrir 16. september 2021 þegar reglugerðin tók fyrst gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33 Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19 Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Landspítali ekki lengur á neyðarstigi Landspítali hefur verið færður af neyðarstigi og er kominn á hættustig frá á með hádegi í dag. 28. mars 2022 12:33
Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna. 22. mars 2022 14:19
Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23. febrúar 2022 11:05