Keflavík í leikmannaleit: Óvíst hversu mikið Nacho og Rúnar Þór verða með Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 18:00 Það er mikil vinna framundan hjá Sigurði Ragnari þó stutt sé í mót. Vísir/Hulda Margrét Keflavík er í óðaönn að leita að leikmönnum fyrir komandi átök í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tímabilið hefst þann 18. apríl en þjálfari Keflavíkur telur að það vanti allavega tvo leikmenn til viðbótar í leikmannahóp liðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolti.net um stöðu mála suður með sjó. Þar kom fram að spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er enn frá vegna meiðsla og þá er alls óvíst hvort vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. „Við erum að skoða styrkingar, vonumst til að geta tilkynnt um eitthvað vonandi á næstu dögum. Við þurfum að stækka hópinn okkar. Við viljum bæði fá inn varnar- og kantmann, ekki verra ef leikmenn eru fjölhæfir,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars við Fótbolti.net í dag. Keflavík í leit að tveimur mönnum - Bónus ef Rúnar verður með í sumar https://t.co/9fLZ6VuqHW— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 28, 2022 Hann nefnir einnig að þar sem Keflavík hefur ekki sama fjármagn og mörg önnur lið í Bestu deildinni og því sé gott að fá inn fjölhæfa leikmenn. Varðandi meiðslin hjá Nacho þá er hann byrjaður að skokka en ekkert vitað um hvenær hann má snúa aftur til æfinga. Spænski varnarmaðurinn er með skemmdir í brjóski í hné sem er erfitt að eiga við. Rúnar Þór hefur svo verið að glíma við meiðsli í síðan um mitt síðasta ár. „Hann er að glíma við eitthvað á nárasvæðinu, var með beinmar og verið stífur á mjöðm,“ sagði Sigurður Ragnar um stöðuna á þessum öfluga vinstri bakverði. Ef hann myndi ná að spila í sumar yrði það bónus að mati þjálfarans. Marley Blair (til hægri) er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þá er Adam Árni Róbertsson einnig meiddur en ásamt þremenningunum þá hafa Marley Blair og Ástbjörn Þórðarson yfirgefið Keflavík frá því að síðustu leiktíð lauk. Því er Keflavík í leit að tveimur mönnum til að fylla skarð þeirra tveggja. Keflavík endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð með 21 stig, einu stigi meira en HK sem féll með 20 stig. Keflavík fær verðugt verkefni í 1. umferð Bestu deildarinnar en liðið heimsækir þá Breiðablik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við Fótbolti.net um stöðu mála suður með sjó. Þar kom fram að spænski varnarmaðurinn Nacho Heras er enn frá vegna meiðsla og þá er alls óvíst hvort vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson verði með í sumar. „Við erum að skoða styrkingar, vonumst til að geta tilkynnt um eitthvað vonandi á næstu dögum. Við þurfum að stækka hópinn okkar. Við viljum bæði fá inn varnar- og kantmann, ekki verra ef leikmenn eru fjölhæfir,“ sagði Sigurður Ragnar meðal annars við Fótbolti.net í dag. Keflavík í leit að tveimur mönnum - Bónus ef Rúnar verður með í sumar https://t.co/9fLZ6VuqHW— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 28, 2022 Hann nefnir einnig að þar sem Keflavík hefur ekki sama fjármagn og mörg önnur lið í Bestu deildinni og því sé gott að fá inn fjölhæfa leikmenn. Varðandi meiðslin hjá Nacho þá er hann byrjaður að skokka en ekkert vitað um hvenær hann má snúa aftur til æfinga. Spænski varnarmaðurinn er með skemmdir í brjóski í hné sem er erfitt að eiga við. Rúnar Þór hefur svo verið að glíma við meiðsli í síðan um mitt síðasta ár. „Hann er að glíma við eitthvað á nárasvæðinu, var með beinmar og verið stífur á mjöðm,“ sagði Sigurður Ragnar um stöðuna á þessum öfluga vinstri bakverði. Ef hann myndi ná að spila í sumar yrði það bónus að mati þjálfarans. Marley Blair (til hægri) er ekki lengur leikmaður Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Þá er Adam Árni Róbertsson einnig meiddur en ásamt þremenningunum þá hafa Marley Blair og Ástbjörn Þórðarson yfirgefið Keflavík frá því að síðustu leiktíð lauk. Því er Keflavík í leit að tveimur mönnum til að fylla skarð þeirra tveggja. Keflavík endaði í 10. sæti á síðustu leiktíð með 21 stig, einu stigi meira en HK sem féll með 20 stig. Keflavík fær verðugt verkefni í 1. umferð Bestu deildarinnar en liðið heimsækir þá Breiðablik. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn