Sigurður Hannesson nýr stjórnarformaður Sinfóníunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2022 10:54 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins er tekinn við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins hefur tekið við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands af Sigurbirni Þorkelssyni, sem hefur sinnt stöðunni síðan 2014. „Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“ Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég er nú bara að taka við núna, þessa dagana. Ég er mikill unnandi klassískrar tónlistar og lærði á hljóðfæri sem barn og fram á unglingsár og hef verið áskrifandi í mörg ár, kannski í áratug, að tónleikum Sinfóníunnar,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa mikinn áhuga á menningarstarfi og hafi fylgst vel með störfum Sinfóníunnar. Sigurður mun sinna stjórnarformennskunni samhliða störfum hans hjá Samtökum Iðnaðarins. „Sem betur fer er nú öflugt starfsfólk hjá Sinfóníunni, við erum með traustan framkvæmdastjóra Láru Sólveigu Jóhannsdóttur sem sér um allan daglegan rekstur og henni til halds og trausts er öflugur hópur starfsmanna. Fyrir utan auðvitað hljóðfæraleikarana alla sem gleðja okkur vikulega með tónlist,“ segir Sigurður. Ólga innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi stjórnarformaður Sinfóníunnar tók við stöðunni árið 2014 þegar hann var skipaður í hana af þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssyni. Sigurbjörn sagði í samtali við DV í gær að þegar skipunartíminn hafi runnið út hafi Lilja Alfreðasdóttir menningarmálaráðherra óskað eftir því við hann að hann hjálpaði til við að ráða nýjan framkvæmdastjóra, sem hóf störf 1. ágúst 2019, og beðist lausnar frá stjórnarformennskunni eftir að leit að nýjum stjórnarformanni hófst nýverið. Nokkur ólga hefur ríkt innan Sinfóníuhljómsveitarinnar undanfarna mánuði eftir að meðlimur hljómsveitarinnar fór í tímabundið leyfi frá störfum eftir að ásakanir um áreitni voru bornar á hann. Þá hafa tveir starfsmenn Sinfóníunnar stigið til hliðar undanfarið vegna ásakana. Sigurður segist lítið um þessi mál vita. „Ég er eiginlega bara það nýkominn að ég veit ekkert um þessi mál þannig að ég get ekki tjáð mig um þau.“
Vistaskipti Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“