Tiger lék á Augusta og gæti snúið aftur á Masters í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2022 09:31 Tiger Woods kann afar vel við sig á Augusta-vellinum en þar mun hann hafa tekið æfingahring í gær. Getty Það ríkir spenna og eftirvænting í golfheiminum eftir að það sást til Tigers Woods klára 18 holur á Augusta-vellinum þar sem Masters risamótið hefst í næstu viku. Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Tiger, sem svo lengi var efsti maður heimslistans í golfi, hefur verið að jafna sig af meiðslum í fæti eftir bílslysið sem hann lenti í fyrir 14 mánuðum. Samkvæmt bandarískum miðlum mætti Tiger á Augusta-völlinn í gær og lék 18 holur en með honum í för voru Charlie sonur hans og PGA-kylfingurinn Justin Thomas. Svo virðist sem að hann hafi viljað taka æfingahring með Thomas, sem er náinn vinur Woods-fjölskyldunnar, til að sjá hvort að hann réði við það að taka þátt á mótinu. „Hann lék allar holurnar. Mér fannst hann líta vel út,“ sagði heimildamaður ESPN. Tiger er á blaði yfir þá 91 kylfinga sem skráðir eru vegna Masters í næstu viku en hann hefur unnið mótið fimm sinnum, síðast árið 2019. Það verður svo að koma í ljós hvort að hann nýtir sér það. Hann hefur alls unnið 15 risamót á ferlinum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Bílslys Tigers Woods Masters-mótið Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira