Flugu vísvitandi inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 16:49 Tvær orrustuþotur af gerðinni Su-24 eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn þegar þeim var flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Getty/Sefa Karacan Rússneskar orrustuþotur sem flogið var inn í lofthelgi Svíþjóðar í byrjun mánaðarins báru kjarnorkuvopn. Með þessu eru Rússar sagðir hafa viljað ógna Svíum en um þetta leyti var verið að tala um aukinn áhuga á NATO-aðild í Svíþjóð og Finnlandi. Í frétt TV4 Nyheterna segir að tvær af þotunum fjórum hafi verið með kjarnorkuvopn og að þeim hafi verið vísvitandi flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Þeim hafi verið flogið inn í lofthelginni austur af Gotalandi í um mínútu. Samkvæmt TV4 var fjórum þotum flogið frá Kalingrad við Eystrasaltshafið. Tvær þeirra voru af gerðinni Sukhoi 24 og hinar tvær voru Sukhoi 27. Það voru þær fyrrnefndu sem sagðar eru hafa borið kjarnorkuvopn. Svíþjóð er ekki í Atlantshafsbandlaginu og um þetta leyti voru að berast fregnir af því að almenningur þar og í Finnlandi væri meira hlynntur aðild að NATO. Þann 25. febrúar hótaði María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, „hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“ ef Svíar og Finnar myndu sækja um aðild. Sjá einnig: Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Í samtali við TV4 vildi yfirmaður flughers Svíþjóðar ekki staðfesta að þoturnar hefðu borið kjarnorkuvopn en sagði ljóst að þeim hefði vísvitandi verið flogið inn í sænska lofthelgi. Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn.Flugher Svíþjóðar Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Carl-Johan Edström, yfirmanni flughers Svíþjóðar, að Svíar hafi enga ástæðu til að örvænta. Ef yfirvöld teldu aukna ógn beinast að ríkinu væri varað við því. Hann neitaði að segja til um hvernig vopn orrustuþoturnar hefðu borið. Þá segir SVT að yfirvöld í Svíþjóð hafi kallað sendiherra Rússlands á teppið í kjölfar atviksins. Svíþjóð Rússland Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Í frétt TV4 Nyheterna segir að tvær af þotunum fjórum hafi verið með kjarnorkuvopn og að þeim hafi verið vísvitandi flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Þeim hafi verið flogið inn í lofthelginni austur af Gotalandi í um mínútu. Samkvæmt TV4 var fjórum þotum flogið frá Kalingrad við Eystrasaltshafið. Tvær þeirra voru af gerðinni Sukhoi 24 og hinar tvær voru Sukhoi 27. Það voru þær fyrrnefndu sem sagðar eru hafa borið kjarnorkuvopn. Svíþjóð er ekki í Atlantshafsbandlaginu og um þetta leyti voru að berast fregnir af því að almenningur þar og í Finnlandi væri meira hlynntur aðild að NATO. Þann 25. febrúar hótaði María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, „hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“ ef Svíar og Finnar myndu sækja um aðild. Sjá einnig: Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Í samtali við TV4 vildi yfirmaður flughers Svíþjóðar ekki staðfesta að þoturnar hefðu borið kjarnorkuvopn en sagði ljóst að þeim hefði vísvitandi verið flogið inn í sænska lofthelgi. Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn.Flugher Svíþjóðar Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Carl-Johan Edström, yfirmanni flughers Svíþjóðar, að Svíar hafi enga ástæðu til að örvænta. Ef yfirvöld teldu aukna ógn beinast að ríkinu væri varað við því. Hann neitaði að segja til um hvernig vopn orrustuþoturnar hefðu borið. Þá segir SVT að yfirvöld í Svíþjóð hafi kallað sendiherra Rússlands á teppið í kjölfar atviksins.
Svíþjóð Rússland Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira