Flugu vísvitandi inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 16:49 Tvær orrustuþotur af gerðinni Su-24 eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn þegar þeim var flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Getty/Sefa Karacan Rússneskar orrustuþotur sem flogið var inn í lofthelgi Svíþjóðar í byrjun mánaðarins báru kjarnorkuvopn. Með þessu eru Rússar sagðir hafa viljað ógna Svíum en um þetta leyti var verið að tala um aukinn áhuga á NATO-aðild í Svíþjóð og Finnlandi. Í frétt TV4 Nyheterna segir að tvær af þotunum fjórum hafi verið með kjarnorkuvopn og að þeim hafi verið vísvitandi flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Þeim hafi verið flogið inn í lofthelginni austur af Gotalandi í um mínútu. Samkvæmt TV4 var fjórum þotum flogið frá Kalingrad við Eystrasaltshafið. Tvær þeirra voru af gerðinni Sukhoi 24 og hinar tvær voru Sukhoi 27. Það voru þær fyrrnefndu sem sagðar eru hafa borið kjarnorkuvopn. Svíþjóð er ekki í Atlantshafsbandlaginu og um þetta leyti voru að berast fregnir af því að almenningur þar og í Finnlandi væri meira hlynntur aðild að NATO. Þann 25. febrúar hótaði María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, „hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“ ef Svíar og Finnar myndu sækja um aðild. Sjá einnig: Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Í samtali við TV4 vildi yfirmaður flughers Svíþjóðar ekki staðfesta að þoturnar hefðu borið kjarnorkuvopn en sagði ljóst að þeim hefði vísvitandi verið flogið inn í sænska lofthelgi. Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn.Flugher Svíþjóðar Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Carl-Johan Edström, yfirmanni flughers Svíþjóðar, að Svíar hafi enga ástæðu til að örvænta. Ef yfirvöld teldu aukna ógn beinast að ríkinu væri varað við því. Hann neitaði að segja til um hvernig vopn orrustuþoturnar hefðu borið. Þá segir SVT að yfirvöld í Svíþjóð hafi kallað sendiherra Rússlands á teppið í kjölfar atviksins. Svíþjóð Rússland Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Í frétt TV4 Nyheterna segir að tvær af þotunum fjórum hafi verið með kjarnorkuvopn og að þeim hafi verið vísvitandi flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar. Þeim hafi verið flogið inn í lofthelginni austur af Gotalandi í um mínútu. Samkvæmt TV4 var fjórum þotum flogið frá Kalingrad við Eystrasaltshafið. Tvær þeirra voru af gerðinni Sukhoi 24 og hinar tvær voru Sukhoi 27. Það voru þær fyrrnefndu sem sagðar eru hafa borið kjarnorkuvopn. Svíþjóð er ekki í Atlantshafsbandlaginu og um þetta leyti voru að berast fregnir af því að almenningur þar og í Finnlandi væri meira hlynntur aðild að NATO. Þann 25. febrúar hótaði María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, „hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum“ ef Svíar og Finnar myndu sækja um aðild. Sjá einnig: Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Í samtali við TV4 vildi yfirmaður flughers Svíþjóðar ekki staðfesta að þoturnar hefðu borið kjarnorkuvopn en sagði ljóst að þeim hefði vísvitandi verið flogið inn í sænska lofthelgi. Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn.Flugher Svíþjóðar Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Carl-Johan Edström, yfirmanni flughers Svíþjóðar, að Svíar hafi enga ástæðu til að örvænta. Ef yfirvöld teldu aukna ógn beinast að ríkinu væri varað við því. Hann neitaði að segja til um hvernig vopn orrustuþoturnar hefðu borið. Þá segir SVT að yfirvöld í Svíþjóð hafi kallað sendiherra Rússlands á teppið í kjölfar atviksins.
Svíþjóð Rússland Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira