Snorri Barón hjálpar „svörtum sauði“ CrossFit íþróttarinnar að snúa aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 09:00 Snorri Barón Jónsson með Söru Sigmundsdóttur sem hefur verið skjólstæðingur hans lengi. Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður fjölda heimsklassa CrossFit íþróttamanna og kvenna en hann er líka tilbúinn að gefa mönnum annað tækifæri. CrossFit vefurinn Morning Chalk Up vekur athygli á samstarfi Ástralans Ricky Garard og íslenska umboðsmannsins. Garard er „svarti sauður“ CrossFit íþróttarinnar eftir að hafa skrifað sögu íþróttarinnar með mjög neikvæðum hætti. Snorri Barón er mjög virtur í CrossFit samfélaginu en hann er meðal annars umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, Björgvins Karls Guðmundssonar og Sólveigar Sigurðardóttur sem og þeirra Romans Khrennikov, Gabrielu Miglala og Emma Lawson sem stóðu sig öll frábærlega í átta manna úrslitunum eins og íslensku stjörnurnar þrjár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er að snúa til baka eftir fjögurra bann frá CrossFit íþróttinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Garard varð árið 2017 sá fyrsti verðlaunahafi á heimsleikunum sem fellur á lyfjaprófi. Kanadamaðurinn Patrick Vellner hoppaði þar með upp í þriðja sætið en hann var rændur tækifærinu á því að standa á pallinum. Það er ekki auðvelt fyrir Garard að koma til baka með slíka fortíð en hann á nú bakland hjá Snorra Barón og umboðsfyrirtæki hans Bakland Management. Garard hefur nú skrifað undir fyrsta styrktarsamning sinn við fyrirtæki síðan að Snorri gerðist umboðsmaður hans. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Ég þekki það vel hvað er að klúðra sínum málum og brenna brýr,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson meðal annars í pistli sínum á Instagram sem Morning Chalk Up vakti athygli á. „Ég oft verið spurður af því hvort ég sé umboðsmaður Ricky. Allir eiga rétt á því að fá annað tækifæri og eftir að hafa hitt Ricky og átt grimmt spjall við hann þá þurfti ekki að sannfæra mig meira,“ skrifaði Snorri Barón. „Hann sannfærði mig um að hann væri í þessu af réttum ástæðum. Hann villtist af leið en lærði sína lexíu og er nú að leið til endurheimta orðspor sitt,“ skrifaði Snorri Barón. Ricky Garard stóð sig vel í átta manna úrslitunum um síðustu helgi því hann náði efsta sætinu í Eyjaálfu og varð ellefti yfir allan heiminn. Snorri átti því bæði efsta manninn í Evrópu (Björgvin Karl Guðmundsson), efsta manninn í Eyjaálfu (Garard), efsta maninn í Asíu (Roman Khrennikov) og efstu konuna í Evrópu (Gabriela Migala). Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessum árangri. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
CrossFit vefurinn Morning Chalk Up vekur athygli á samstarfi Ástralans Ricky Garard og íslenska umboðsmannsins. Garard er „svarti sauður“ CrossFit íþróttarinnar eftir að hafa skrifað sögu íþróttarinnar með mjög neikvæðum hætti. Snorri Barón er mjög virtur í CrossFit samfélaginu en hann er meðal annars umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, Björgvins Karls Guðmundssonar og Sólveigar Sigurðardóttur sem og þeirra Romans Khrennikov, Gabrielu Miglala og Emma Lawson sem stóðu sig öll frábærlega í átta manna úrslitunum eins og íslensku stjörnurnar þrjár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er að snúa til baka eftir fjögurra bann frá CrossFit íþróttinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Garard varð árið 2017 sá fyrsti verðlaunahafi á heimsleikunum sem fellur á lyfjaprófi. Kanadamaðurinn Patrick Vellner hoppaði þar með upp í þriðja sætið en hann var rændur tækifærinu á því að standa á pallinum. Það er ekki auðvelt fyrir Garard að koma til baka með slíka fortíð en hann á nú bakland hjá Snorra Barón og umboðsfyrirtæki hans Bakland Management. Garard hefur nú skrifað undir fyrsta styrktarsamning sinn við fyrirtæki síðan að Snorri gerðist umboðsmaður hans. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Ég þekki það vel hvað er að klúðra sínum málum og brenna brýr,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson meðal annars í pistli sínum á Instagram sem Morning Chalk Up vakti athygli á. „Ég oft verið spurður af því hvort ég sé umboðsmaður Ricky. Allir eiga rétt á því að fá annað tækifæri og eftir að hafa hitt Ricky og átt grimmt spjall við hann þá þurfti ekki að sannfæra mig meira,“ skrifaði Snorri Barón. „Hann sannfærði mig um að hann væri í þessu af réttum ástæðum. Hann villtist af leið en lærði sína lexíu og er nú að leið til endurheimta orðspor sitt,“ skrifaði Snorri Barón. Ricky Garard stóð sig vel í átta manna úrslitunum um síðustu helgi því hann náði efsta sætinu í Eyjaálfu og varð ellefti yfir allan heiminn. Snorri átti því bæði efsta manninn í Evrópu (Björgvin Karl Guðmundsson), efsta manninn í Eyjaálfu (Garard), efsta maninn í Asíu (Roman Khrennikov) og efstu konuna í Evrópu (Gabriela Migala). Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessum árangri.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira