Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2022 08:35 Chris Rock mætir á fyrri sýningu af tveimur í Boston í gærkvöldi. Getty/Barry Chin Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín. Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Rock var ákaft fagnað í Boston í gærkvöldi miðað við upptöku af staðnum sem Variety fjallaði um í gærkvöldi. Hann dró strax úr væntingum áhorfenda þess efnis að hann myndi ræða uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Hvernig var helgin ykkar?“ var það fyrsta sem Rock sagði við gesti. „Ég ætla ekki að tala mikið um það sem gerðist. Ef þið komuð til að hlusta á það, ég var búinn að undirbúa heila sýningu fyrir helgi. Ég er enn að melta það sem gerðist,“ sagði Rock. Áhorfandi öskraði „við elskum þig“ og skarinn fagnaði. „Á einhverjum tímapunkti mun ég ræða þetta rugl,“ sagði Rock. Hann sagði að frásögnin yrði bæði alvarleg og fyndin. Rock gerði grín að klippingu Jada Pinkett Smith á verðlaunahátíðinni. Pinkett, sem hefur glímt við hárlos, var snoðuð. Líkti Rock henni við G.I. Jane, úr samnefndi bíómynd þar sem Demi Moore lék snoðaðan hermann, og sagðist ekki geta beðið eftir að sjá Pinkett Smith í G.I. Jane 2. Will Smith, eiginmaður Pinkett, hló í fyrstu að brandaranum en augnabliki síðar var hann kominn upp á svið og löðrungaði Rock. Í framhaldinu gekk hann til sætis síns en öskraði svo á Rock að minnast ekki á konu hans. Vegglistaverk í Berlín sem sýnir augnablikið þegar Smith sló Rock utan undir.Getty Images/Adam Berry Uppákoman hefur vakið heimsathygli en Smith var innan við klukkustund síðar verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í King Richard. Í þakkarræðu sinni ræddi Smith um að verja fjölskyldu sína og bað Óskarsverðlaunaakademíuna afsökunar. Á mánudag bað Smith svo Rock afsökunar. Fram kom í fjölmiðlum í gær að Smith hefði verið beðinn um að yfirgefa samkomuna eftir að atvikið átti sér stað. Smith hefði neitað. Miðaverð á sýningar Rock hefur rokið upp eftir að uppákoman átti sér stað. AP segir að áhorfendum á sýningu Rock í gærkvöldi hafi verið meinað að taka símana sína með í sæti sín.
Óskarsverðlaunin Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Tengdar fréttir Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27 Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41 Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Smith neitaði að yfirgefa salinn eftir kinnhestinn Leikarinn Will Smith var beðinn um að yfirgefa Óskarsverðlaunahátíðina eftir að hann gaf grínistanum Chris Rock kinnhest. Smith neitaði að verða við beiðninni. 30. mars 2022 23:27
Fordæma kinnhestinn sem verður rannsakaður Bandaríska kvikmyndakademían hefur fordæmt hegðun leikarans Wills Smith á nýafstaðinni Óskarsverðlaunafhendingu, þar sem Smith gaf grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu. 28. mars 2022 19:41
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42