Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Gianni Infantino segir að FIFA hafi aðeins skoðað hagkvæmni þess að halda HM á tveggja ára fresti. Markus Gilliar/Getty Images Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. Hugmyndin um að halda Heimsmeistaramótið í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra hefur mætt mikilli mótstöðu. Mörg knattspyrnusambönd, félög og leikmenn hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en hins vegar hefur afríska knattspyrnusambandið CAF sagst styðja hugmyndina. „FIFA hefur ekki lagt til að HM verði haldið á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino í Doha í gær, en hann er staddur í Katar þar sem dregið verður í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld. „Við skulum fá þetta ferli á hreint. Á seinasta FIFA-þingi báðum við stjórn sambandsins um að skoða hagkvæmnina í því að halda HM á tveggja ára fresti.“ „Það er nákvæmlega það sem stjórnin gerði undir stjórn Arsene Wenger. FIFA lagði aldrei neitt til, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri hagkvæmt og að það myndi hafa einhverskonar áhrif,“ sagði Infantino. „Við komumst að því að þetta væri hagkvæmt og jafnvel jákvætt fyrir stóran hluta af heiminum. En að sjálfsögðu mættum við líka mikilli mótstöðu og það er þar sem samtalði þarf að byrja.“ Eins og Infantino kemur inn á í máli sínu þá hefur Arsene Wenger, fyrrum þjálfari Arsenal, leitt þessa vinnu. Frakkinn hefur verið sýnilegur seinustu mánuði og ár og talað fyrir því að HM ætti að vera haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ásamt því suður-ameríska, CONMEBOL, hafa lýst yfir mótstöðu sinni við hugmyndinni og þá hefur Ólympíunefndin lýst yfir áhyggjum sínum varðandi það að HM í fótbolta myndi taka áhorf og áhuga frá öðrum íþróttum. „Við erum að skoða alla möguleika,“ bætti Infantino við. „Við munum taka okkur góðan tíma og reyna að sjá málið frá öllum mögulegum sjónarhornum.“ Fifa abandon biennial World Cup idea following opposition to Arsene Wenger plans, @Tom_Morgs reports.https://t.co/TP0k0YjyEl pic.twitter.com/ESf6SEzHUq— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 31, 2022 FIFA Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Hugmyndin um að halda Heimsmeistaramótið í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra hefur mætt mikilli mótstöðu. Mörg knattspyrnusambönd, félög og leikmenn hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en hins vegar hefur afríska knattspyrnusambandið CAF sagst styðja hugmyndina. „FIFA hefur ekki lagt til að HM verði haldið á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino í Doha í gær, en hann er staddur í Katar þar sem dregið verður í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld. „Við skulum fá þetta ferli á hreint. Á seinasta FIFA-þingi báðum við stjórn sambandsins um að skoða hagkvæmnina í því að halda HM á tveggja ára fresti.“ „Það er nákvæmlega það sem stjórnin gerði undir stjórn Arsene Wenger. FIFA lagði aldrei neitt til, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri hagkvæmt og að það myndi hafa einhverskonar áhrif,“ sagði Infantino. „Við komumst að því að þetta væri hagkvæmt og jafnvel jákvætt fyrir stóran hluta af heiminum. En að sjálfsögðu mættum við líka mikilli mótstöðu og það er þar sem samtalði þarf að byrja.“ Eins og Infantino kemur inn á í máli sínu þá hefur Arsene Wenger, fyrrum þjálfari Arsenal, leitt þessa vinnu. Frakkinn hefur verið sýnilegur seinustu mánuði og ár og talað fyrir því að HM ætti að vera haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ásamt því suður-ameríska, CONMEBOL, hafa lýst yfir mótstöðu sinni við hugmyndinni og þá hefur Ólympíunefndin lýst yfir áhyggjum sínum varðandi það að HM í fótbolta myndi taka áhorf og áhuga frá öðrum íþróttum. „Við erum að skoða alla möguleika,“ bætti Infantino við. „Við munum taka okkur góðan tíma og reyna að sjá málið frá öllum mögulegum sjónarhornum.“ Fifa abandon biennial World Cup idea following opposition to Arsene Wenger plans, @Tom_Morgs reports.https://t.co/TP0k0YjyEl pic.twitter.com/ESf6SEzHUq— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 31, 2022
FIFA Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira