Úkraínskur flóttamaður æfir með Man City: Bróðir hans berst við Rússa heima fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 08:01 Andrii Kravchuk æfir nú með U-23 ára liði Manchester City þökk sé landa hans Oleksandr Zinchenko. BBC Sport Úkraínskur flóttamaður hefur fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 23 ára gamli Andrii Kravchuk var í æfingaferð í Tyrklandi með félagsliði sínu, hinu rússneska Torpedo Moskvu, þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Kravchuk rifti samningi sínum við liðið hið snarasta og hefur nú fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Oleksandr Zinchenko, landi hans og fyrrum samherji í unglingaliði Shakhtar Donetsk, hjálpaði Kravchuk að komast til Manchester og sá til þess að hann gæti æft með U-23 ára liði félagsins. Í viðtali á vef breska ríkisútvarpsins segir Kravchuk það hafa verið mjög óþægilegt að vera á mála hjá rússnesku félagi eftir innrás Rússa. „Ég var að spila í landi sem réðst inn í heimaland mitt. Það eina í stöðunni var að yfirgefa félagið og Rússland. Fólk í Úkraínu hefði aldrei fyrirgefið mér hefði ég haldið áfram að spila í Moskvu.“ Manchester City have allowed Ukrainian refugee Andrii Kravchuk to train with them, following approval from the Premier League. He is a former teammate of Oleksandr Zinchenko who recently terminated his contract with Torpedo Moscow and fled to Manchester. #ManCity— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) March 31, 2022 Fjölskylda Kravchuk er sem stendur enn í Úkraínu og bróðir hans Aleks er hluti af herliðinu sem hefur barist við Rússa allt síðan innrásin hófst. „Ég segi honum á hverjum degi hversu stoltur ég er. Ekki aðeins því hann er að verja fjölskyldu okkar heldur er hann að velja landið allt og úkraínsku þjóðina. Hann fer ekki fet og gefst ekki upp,“ sagði Kravchuk um bróðir sinn. „Ég hef miklar áhyggjur. Ég er í ýmsum hópspjöllum í símanum mínum og er alltaf að fá tilkynningar um sprengjuviðvaranir. Alltaf þegar ein slík kemur upp þá verð ég mjög áhyggjufullur. Maður hugsar alltaf um að fjölskylda manns sé í lífshættu.“ Kravchuk er ævinlega þakklátur Manchester City sem og landa sínum Zinchenko. „Síðustu vikur og mánuðir hafa verið mjög erfiðir en að vera kominn aftur út á völl gerir mjög mikið fyrir mig,“ sagði hinn 23 ára gamli Úkraínumaður að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Andrii Kravchuk var í æfingaferð í Tyrklandi með félagsliði sínu, hinu rússneska Torpedo Moskvu, þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Kravchuk rifti samningi sínum við liðið hið snarasta og hefur nú fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Oleksandr Zinchenko, landi hans og fyrrum samherji í unglingaliði Shakhtar Donetsk, hjálpaði Kravchuk að komast til Manchester og sá til þess að hann gæti æft með U-23 ára liði félagsins. Í viðtali á vef breska ríkisútvarpsins segir Kravchuk það hafa verið mjög óþægilegt að vera á mála hjá rússnesku félagi eftir innrás Rússa. „Ég var að spila í landi sem réðst inn í heimaland mitt. Það eina í stöðunni var að yfirgefa félagið og Rússland. Fólk í Úkraínu hefði aldrei fyrirgefið mér hefði ég haldið áfram að spila í Moskvu.“ Manchester City have allowed Ukrainian refugee Andrii Kravchuk to train with them, following approval from the Premier League. He is a former teammate of Oleksandr Zinchenko who recently terminated his contract with Torpedo Moscow and fled to Manchester. #ManCity— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) March 31, 2022 Fjölskylda Kravchuk er sem stendur enn í Úkraínu og bróðir hans Aleks er hluti af herliðinu sem hefur barist við Rússa allt síðan innrásin hófst. „Ég segi honum á hverjum degi hversu stoltur ég er. Ekki aðeins því hann er að verja fjölskyldu okkar heldur er hann að velja landið allt og úkraínsku þjóðina. Hann fer ekki fet og gefst ekki upp,“ sagði Kravchuk um bróðir sinn. „Ég hef miklar áhyggjur. Ég er í ýmsum hópspjöllum í símanum mínum og er alltaf að fá tilkynningar um sprengjuviðvaranir. Alltaf þegar ein slík kemur upp þá verð ég mjög áhyggjufullur. Maður hugsar alltaf um að fjölskylda manns sé í lífshættu.“ Kravchuk er ævinlega þakklátur Manchester City sem og landa sínum Zinchenko. „Síðustu vikur og mánuðir hafa verið mjög erfiðir en að vera kominn aftur út á völl gerir mjög mikið fyrir mig,“ sagði hinn 23 ára gamli Úkraínumaður að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira